Hugmyndafræði og efnahagslegur sársauki

Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman varar þjóðir heims við því að skera niður ríkisútgjöld eins og þau væru í gjörgæslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við erum undir hæl sjóðsins sem krefst niðurskurðar, sumpart til að læra að eyða ekki um efni fram og að hluta vegna hugmyndafræði um hvernig ríkisfjármálum skuli háttað.

Eistland er aftur ríki sem gjarnan vill taka á sig heilmikinn sársauka til að verða hratt og örugglega innlimað í Evrópusambandið. Eistar líta á það sem vist í himnaríki eftir að hafa mátt þola helvíti Sovétríkjanna í áratugi.

Brósi blaðamaður á Telegraph var í Eistlandi á dögunum og samantekt hans um tilraunaeldhús hagfræði og pólitík í Eystrasaltslöndum er forvitnileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Svona hljómaði kynningin í Fréttaauka RÚV í gærkvöldi:

Ekkert land Evrópusambandsins hefur orðið jafn illa úti í efnahagshruninu og Lettland. Heilbrigðisþjónustan hefur verið skorin niður um nær helming.

Lettar virðast ætla sömu leið og Eistlendingar, keyra niður skuldir og neita að fella gengið, allt til að uppfylla Maastricht og fá evruna sem fyrst. Afleiðingin er lokun fjölmargra sjúkrahúsa og 100 grunnskóla. Fjölmargir sjá ekki annað en fátækt í komandi framtíð.

Það hlýtur að vera eitthvað bogið við svona stefnu.

Haraldur Hansson, 21.9.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Til að forðast misskilning (af því ég gleymdi gæsalöppum) þá er tilvitunin hér að ofan þessar tvær setningar:

Ekkert land Evrópusambandsins hefur orðið jafn illa úti í efnahagshruninu og Lettland. Heilbrigðisþjónustan hefur verið skorin niður um nær helming.

Haraldur Hansson, 21.9.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband