Lífeyrissjóður féflettur af Kaupþingi & Co.

Kaupþing og tengd félög áttu greiðan aðgang að Lífeyrissjóði verslunarmanna, samkvæmt frétt RÚV í kvöld um kæru á  hendur forsvarsmanna lífeyrissjóðsins. Óeðlilega stórt hlutfall af eigum Lífeyrissjóðs verslunarmanna var í Kaupþingi, Existu og Bakkavör en þessi félög eru sama blokkin. Þegar kemur á daginn að forsvarsmenn lífeyrissjóðsins voru nátengdir inn í samstæðuna verður bæði spurt um siðferði þessa fólks og löghlýðni. Hér að neðan fylgir kjarninn úr frétt RÚV.

 

Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR og stjórnarformaður Lífeyrissjóðsins var einnig í stjórn Kaupþings. Eiginkona hans er lykilstarfsmaður Kaupþings
 
Þorgeir Eyjólfsson var forstjóri Lífeyrissjóðsins þangað til í vor. Eiginkona hans er starfsmaður hjá Kaupþingi, sonur þeirra er sérfræðingur á fyrirtækjasviði bankans og dóttir þeirra framkvæmdastjóri eignarstýringar Existu.

Guðmundur Ólafsson, lögmaður VR, á eiginkonu sem er forstöðumaður hjá Kaupþingi.

Kæruefnið varðar stórfelld hlutafjárkaup, lánveitingar og gjaldeyrissamninga við Existu og félög í eigu þess meðal annars Kaupþing.

Stjórnarmenn VR vilja vita hvort þessi vensl og fleiri hafi leitt til gjörninga sem hafi skaðað hagsmuni almennra sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði Verslunarmanna. Viðskiptatengslin voru mikil.

Stærstu fjárfestingar sjóðsins voru í  hlutabréfum í Kaupþingi (3,2%), Existu (4%) og Bakkavör (6,7%). Þetta er þrjátíu milljarða fjárfesting sem kann að vera töpuð að langstærstum hluta.

Stærstu lánveitingar Lífeyrissjóðsins í skuldabréfaútgáfum voru einnig til Existu og dótturfyrirtækjanna Bakkavarar og Skipta. Jafnvel hafi stórlán verið veitt til Bakkavarar eftir hrun eða í byrjun þessa árs

Kærendur grunar einnig að Lífeyrissjóðurinn hafi gert gjaldeyrisstöðusamninga með krónunni uppá 93 milljarða á meðan venslamenn hjá Existu hafi tekið stöðu gegn krónunni.

Stjórn VR fær ekki upplýsingar hjá Lífeyrissjóðnum um gjaldeyrissamninga og skuldabréfaútgáfur til Exista-félaga. Lífeyrissjóðurinn ber við bankaleynd en í svari við fyrirspurn kærendanna til Fjármálaeftirlits fyrir helgi kemur fram að stofnunin telur að þessar upplýsingar heyri ekki undir bankaleynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næsti ársfundur lífeyrissjóðs verslunarmanna getur orðið áhugaverður.

Hvað er svona merkilegt við lánamál lifeyrisjóðs að ekki megi birta þau ?

Jú, einmitt grunur um misnotkun !

JR (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:04

2 identicon

Halda menn virkilega að það sé til einhvers að kæra til þessarar stofnunnar sem kallast fjármálaeftirlit,kærendurnir mega teljast heppnir að þessi stofnun kæri þá ekki fyrir að reyna að fá eitthvað upp á borðið frá þessum sjóði.Er ekki þessi afæta sem var í forsvari fyrir lífeyrissjóð verslunnarmanna þangað til í vor kominn í eitthvað djobb hjá samspillingunni og kommunum við einhverja nýja stofnun sem á að fara að setja á laggirnar.

magnús steinar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:13

3 identicon

Þetta eru góðar fréttir.

Þetta er einmitt grunnur vandamálsins.  Fólk sem notar peningana sem engin á í eigin þágu.  Og þá vonandi á ólögmætan máta þannig að afleiðingarnar verði einhverjar fyrir þá.

Og það var auðvitað engin nema Pétur Blöndal sem benti á vanda okkar sem eiga peningana sem engin átti fyrir hrunið...

Fé án hirðis er okkar vandamál, en samt stærsti draumur núverandi stjórnar! 

jonaskeri (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er sjálfsagður hlutur og reyndar hið besta mál að þetta mál verði rannsakað og mál upplýst, leyndin sem ríkisstjórnin, bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrir viðhafa til að hylja eigin skít er óþolandi.  Menn verða að fara að játa misgjörðir sínar og yfirsjónir, tala hreint út um hlutina og upplýsa þjóðina, jafnvel þó það komi þeim sömu illa. 

Menn verða frekar metnir að verðleikum komi þeir hreint fram, en með sífeldu yfirklóri og leyndarhjúp verður mönnum erfiðara að fá uppreisn æru, hvort heldur um stjórnmálamenn, fólk í opinberum stöðum eða í viðskiptalífinu sé um að ræða. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.9.2009 kl. 09:37

5 identicon

Mikið var það mikill léttir að losna við Gunnar Pál og fjölskyldu út úr VR. Af hverju í ósköpunum er svo allt þetta fólk ennþá að störfum í Kaupþingi ? Það átti sko að moka miklu betur út úr bönkunum en gert var. Þarna situr þetta gjörspillta lið ennþá í sínum pílagrímsturnum og hlær að almenningi, á meðan vesalings gjaldkerar og þjónustufulltrúar bankanna verða að hlusta á kvartanir og skammir heilu dagana.  

Stefán (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband