Sigríđur Dögg, blóraböggullinn Hjálmar, orđspor blađamennsku

Formađur Blađamannafélags Íslands, Sigríđur Dögg Auđunsdóttir, varđ í haust uppvís ađ stórfelldum skattsvikum. Líklega skaut formađurinn undan um 100 milljón króna skatttekjum er hún stundađi umfangsmikla útleigu á Airbnb. Hún neitar ađ gera grein fyrir málavöxtu, segir skattsvikin einkamál. Ár og síđ fjalla ţó fjölmiđlar um skattsvik sem opinbert málefni er eigi erindi til almennings. En ekki ţegar formađur ţeirra á í hlut. 

Eftir ađ upp komst átti Sigríđur Dögg, ţá fréttamađur á RÚV, samtal viđ Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Hvađ ţeim fór á milli er ekki vitađ. Á fundi stjórnar RÚV sagđi útvarpsstjóri ađ máliđ vćri afgreitt af sinni hálfu.

Afgreiđsla Stefáns fól í sér ađ Sigríđur Dögg hćtti á RÚV um áramót undir ţeim formerkjum ađ hún vćri farin í leyfi - ótímabundiđ. Sigríđur Dögg, sem formađur Blađamannafélagsins, ţurfti launatekjur, líklega meiri en minni í ljósi uppgjörsins viđ skattinn. Hún flćmdi Hjálmar Jónsson framkvćmdastjóra Blađamannafélagsins til áratuga úr starfi og settist sjálf í stól hans. Yfirskin brottreksturs Hjálmars var trúnađarbrestur.

Endurskođandi Blađamannafélagsins til 48 ára neitar ađ skrifa undir ársreikning félagsins vegna ,,orđsporsáhćttu," segir í viđtengdri frétt. Endurskođandinn óttast ađ ekki sé allt međ felldu og vísar í skattamál formannsins.

Hvađ gerir Sigríđur Dögg? Jú, í stađ ţess ađ kannast viđ ađ stađa hennar er óverjandi, ţá býr hún til, skáldar upp, ávirđingar á hendur fráfarandi framkvćmdastjóra, Hjálmari Jónssyni. Óđara snýst fjölmiđlaumrćđan um flísina í auga Hjálmars en ekki skattabjálkann í auga Sigríđar Daggar.

Snúningurinn sem Sigríđur Dögg tekur á Hjálmari er í skjóli bandalags sem fer sínu fram hvađ sem tautar og raular. Helstu stuđningsmenn sitjandi formanns eru Ţórđur Snćr, Ađalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, allir á Heimildinni og tengdir byrlunar- og símastuldsmálinu. Orđspor íslenskrar blađamennsku er markađ skattsvikum og glćparannsókn.

 

 


mbl.is Neitađi ađ skrifa undir vegna „orđsporsáhćttu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 20. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband