Sátt eða stríð

Alþingi greiðir í dag atkvæði um þingsályktun um það hvort Ísland eigi að senda aðildarumsókn til Evrópusambandsins. Staðfastur meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í Evrópusambandið en skoðanakannanir hafa sýnt að naumur meirihluti er fyrir aðildarviðræðum. Umræður á þingi og í samfélaginu undanfarnar vikur hafa leitt í ljós að sátt er möguleg milli stríðandi fylkinga.

Breytingatillaga við þingsályktun um aðildarumsókn kveður á um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild. Þingheimur getur samþykkt breytingatillöguna og forðað þjóðfélagsumræðunni frá því að lenda í kviksyndi sem drekkir siðaðri orðræðu.

Í hádeginu ráða 63 þingmenn því hvort drög verði lögð að sátt í samfélaginu í stærsta deilumáli síðari tíma stjórnmálasögu eða hvort lýst verði yfir stríðsástandi í íslenskri pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að miðað við það hver boðuð stefna flokkan var fyrir kosningar og miðað við kosninganiðurstöður, ætti þetta mál aldrei að líta dagsins ljós, því hefði verið hafnað með svo yfirgnæfandi meirihluta.

Nýjasta útflutningsgrein okkar mun blómstra sem aldrei fyrr. Búslóðaflutningar munu vaxa.

Haraldur Baldursson, 16.7.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Passið ykkur á að senda ekki neitt til þingmanna Samfylkingarinnar. Ekki nein gögn eða slíkt. Þeir eru nefnilega önnumkafnir við trúarlega athöfn á Alþingi Íslands. Þeir ætla að pressa þessu í gegn á trúnni enni saman. Þeir eru að virða þjóð Íslands að vettugi og skíta niður á hana - og það með aðstoð Vinstri grænna. Samfylkingin er dæmigerður ESB flokkur: hrædd við fólkið. Við spyrjum ekki fólkið. Við hundsum fólkið því við erum ELÍTAN !

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Haraldur Hansson

"If you can't beat them, join them" sagði einhver Samfylkingarmaður á blogginu um daginn og þótti sniðugt. Því miður er stefna flokks hans "If you can't beat them, surrender!"

Ég þori varla að kveikja á útvarpinu af ótta við að heyra fréttir um að "stefna" Samfylkingarinnar hafi orðið ofaná og að tilkynnt verði um uppgjöf Íslands á Alþingi.

Haraldur Hansson, 16.7.2009 kl. 12:08

4 identicon

Páll, það er einfaldlega ekki rétt hjá þér þegar þú segir að staðfastur meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í evrópusambandið.

Þú getur ekki talað fyrir þjóðina , aðeins sjálfan þig.

Ína (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Samkvæmt þínum rökum Ína, þá er fyrsta fullyrðing þín af sama toga og Páls, og því gerir þú egin orð jafna marklaus á þinni mælistiku

Haraldur Baldursson, 16.7.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband