Þing á flótta undan þjóð sinni

Alþingi er á flótta undan þjóðinni ef það neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja þrír af hverjum fjórum landsmanna greiða atkvæði um hvort sækja eigi um.

Þingmeirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna vill taka af þjóðinni þennan sjálfsagða rétt, sem verður enn brýnni í ljósi fyrirætlana Vg um svik við kjósendur sína - fá þingkosningu sem andstæðingar aðildar en greiða síðan götu fyrir aðild þegar þeir eru komnir í ríkisstjórn.

Með því að fallast á málamiðlun sem felst í breytingartillögu við þingsályktun utanríkisráðherra er hægt að skapa grundvöll fyrir sátt milli þings og þjóðar annars vegar og hins vegar milli aðildarsinna og andstæðinga inngöngu.

Það er hægt að forða stjórnmálalegu og samfélagslegu stórslysi með því að fara lýðræðislega og sanngjarna málamiðlum.

Þingmeirihlutanum hlýtur að vera ljóst að þing á flótta undan eigin þjóð kemst ekki langt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Lágkúruhjal hjá þér Páll. Þjóðin ákveður að lokum, aldrei hefur neitt annað staðið til. Auðvitað sækjum við um og látum reyna á okkar samningamenn og þeirra viðsemjendur.

Þjóðaratkvæði. Hvað er það eiginlega? Engin reynsla af því hérlendis. Hér ríkir fulltrúalýðræði, eins og víðast hvar í heiminum. Kjörnir fulltrúar fara með valdið fyrir hönd þjóðarinnar.

Eiga kannski úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu að ráðast þegar atkvæði verða talin úr kassanum frá Sólheimum? Þar búa þó fallegustu sálir Íslands.

Guð blessi Ísland.

Björn Birgisson, 15.7.2009 kl. 23:17

2 identicon

Björn,

Það er rangt hjá þér því að það hefur margoft komið fram að slík þjóðaratvæðagreiðsla er ráðgefandi ekki bindandi. Þetta hefur komið fram í viðtölum við ráðherra og þingmenn stjórnarinnar. Það hefur reyndar fylgt að það verði farið eftir slíkri kostningu en vel að merkja hún er ekki bindandi og því er Alþingi ekki skylt að hlýta niðurstöðu hennar.

Þú spyrð um hvað sé þjóðaratkvæði. Hugsanlega er ástæða þess hvernig komið er fyrir okkur er hve sjaldan þjóðin er spurð um lykilmálefni. Þannig hefði auðvita átt að bera EES samningin undir þjóðaratkvæði.

Ég vil einnig benda þér Björn á að almennt er aðild að ESB borin undir þjóðaratkvæðargreiðslur í þeim löndum sem sækja um aðild að ESB þrátt fyrir að stjórnarfar í þeim löndum sé mjög áþekkt og hér.

Málflutningur þinn um vistfólk í Sólheimum er sorglegur. Ertu að gefa til kynna að þetta sé eitthvað verri einstaklingar en aðrir. Ég held að hugsun þeirra sé í mörgum tilvikum tærari en hjá þeim sem þú telur "heilbrigða".

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Björn Birgisson, þetta var skot langt yfir markið hjá þér og ekki málstað þínum til framdráttar.

Hvernig heldur þú að þjóðin muni geta tekið upplýsta ákvörðun eftir að Samfylkingin verður búin að semja við Evrópusambandið þegar pappírar og gögn verða í skúffum Össurar eða undir koddanum hans svo að alvarleikinn fái ekki litið dagsins ljós og upplýsingum haldið frá þinginu ?  Líklega verða samningarnir bundnir trúnaði og því megi Alþingi ekki vita hvað um var samið, en þingið verður að taka afstöðu til málsins. 

Heldur þú virkilega að Samfylkingin muni koma heiðarlegar fram eftir að þeir hafa gert samning við ESB en þeir gera nú ?

Samfylkingin er búin að upplýsa þjóðina um að henni er ekki treystandi til eins eða neins og allra síst að semja við ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.7.2009 kl. 00:02

4 identicon

Afstaða stjórnvalda í þessu máli og ICESAVE, er ekkert annað en grófasta ofbeldi og nauðgun á rétti miklum meirihluta þjóðarinnar.

Slíkum níðingsverkum verður ekki gleymt, frekar en andlitum þeirra sem þau frömdu.

Það væri athyglisvert að heyra allt ýlfrið og vælið, í brotafólkinu núna, ef að það væru Sjálfstæðis - og Framsóknarflokkurinn sem væru í hlutverki kúgaranna aumu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ráðgefandi þjóðaratkvæði heitir öðru nafni skoðanakönnun. Ríkisstjórnin segir að niðurstaða slíkrar skoðanakönnunar á afstöðu þjóðarinnar til inngöngu í Evrópusambandið yrði virt. Hefur þjóðin ástæðu til þess, eins og mál hafa þróast í stjórnmálum hér á landi undanfarna mánuði, að taka yfirlýsingar stjórnmálamanna sem tryggingu fyrir einhverju? Hvað ef niðurstaða slíkrar skoðanakönnunar yrði 51% gegn inngöngu á móti 49% með? Er öruggt að það yrði virt?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.7.2009 kl. 00:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Kristinsson,

"Þar búa þó fallegustu sálir Íslands."

Óttalega aulaleg færsla hjá þér. Kannski ekki við öðru að búast. Hugsaðu og lestu textann til enda áður en þú ferð að tjá þig.

Björn Birgisson, 16.7.2009 kl. 01:08

7 identicon

Hin "réttsýna" og "skarpa" flugfreyja, heilög Jóhanna TREYSTIR þjóðinni til að kjósa um hótelbyggingum á Þingvöllum, í stað þess sem brann.

Þjóðin þakkar henni traustið.

Hin "réttsýna" og "skarpa" flugfreyja, heilög Jóhanna, treystir þjóðinni EKKI til að kjósa um ESB eða landráðssamninginn ICESAVE. 

Bretar, Hollendingar og alþjóðasamfélagið stórkostlega, þakkar henni vantraustið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:58

8 identicon

Björn,

Ég ætla ekki elta ólar við þig en ef hægt er að leggja aðra merkingu í setningu þína:

"Eiga kannski úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu að ráðast þegar atkvæði verða talin úr kassanum frá Sólheimum? Þar búa þó fallegustu sálir Íslands."

en að þú teljir vistmenn frá Sólheimum ekki geti átt skoðun í þessu máli þá biðst ég afsökunar. Eins og hún er meitluð er hreinlega ekki hægt að lesa annað en ákveðna skoðun þótt þér finnist þar búa fallegustu sálir á Íslandi.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband