Júdas J. og viðundrin í Vg

Á suðvesturhorni Austurvallar var nokkur hópur kominn saman um hádegisbil í dag. Þar mátti sjá Heimssýnarfélaga, flokksmenn Vg, sjálfstæðismenn og aðra óskilgreinda. Vinsamlegur stuðningsmaður hafði lagt bílnum sínum á horninu, opnað allar dyr og kveikt á útvarpinu til að viðstaddir mættu heyra atkvæðagreiðsluna á Alþingi handan götunnar. Þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu með því að finna Evrópusambandinu allt til foráttu en segja samt já við aðildarumsókn varð rauðhærðri konu á sextugsaldri það á orði að hún Svandís gæti þetta bara ekki, 'hún bara getur þetta ekki,' sagði konan og hristi höfuðið í vantrú.

En jú, bæði Svandís gat það, Katrín Jakobs og Álfheiður sömuleiðis. Viðundrasýning þingflokks Vg um miðjan dag þann 16. júlí 2009, sem annars var fallegur dagur.

Viðundrin í þingflokki Vg segjast á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en samt greiða þau atkvæði með því að við sækjum um aðild. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra þagði þunnu hljóði í dag en við umræður í gær reiddi hann fram þau rök að vegna þess að þeir væru til í þjóðfélaginu sem vildu sækja um aðild þá vildi hann gera þeim greiða og hjálpa þeim til við að senda umsókn til ESB.

Ögmundur lét þess ógetið hvort hann myndi af greiðasemi við virkjunarsinna aðstoða við að fá leyfi til að drekkja fallegum dal undir uppistöðulón; hvort hann legði sitt lóð á vogarskálarnar til að einkavæða heilbrigðiskerfið, en áhugamenn eru til um þann málaflokk.

Ögmundur gat sér orð sem sjónvarpfréttamaður á sínum tíma. Kollegi hans, Peter Arnett, var fyrir margt löngu fréttamaður í Vietnam. Þar hitti Arnett bandarískan hermann sem nýlega hafði brennt til grunna lítið þorp. Arnett spurði hverju sætti. Jú, sagði hermaðurinn, til að bjarga þessu þorpi þurftum við að eyða því. Þessi setning varð alræmd fyrir glópsku og fólsku bandarískrar utanríkisstefnu í suð-austur Asíu. Heimfært upp á Ögmund: Til að bjarga fullveldinu, verðum við að eyðileggja það.

Júdas J. Sigfússon formaður Vg gerði ekki grein fyrir atkvæði sínu í dag. Á Austurvelli tók enginn eftir jáinu frá þessum fyrrum talsmanni sjálfstæðrar utanríkisstefnu Íslands og fullveldis. Heybrókin úr Þistilfirði er farinn, búinn, gleymdur og grafinn. Hundar fyrirverða sig að míga utan í hann.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Quislingar! ! !    Ykkar verður minnst.  Nú er bara að drífa í gegn Icesave,  þá er verkið fullkomnað.  Aumingjar! ! !

j.a. (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:19

2 identicon

Þú Girðir dálítið niður um þig Páll með því að minnast ekki á t.d Þorgerði flokkssystur þína, já nei ég gleymdi því Sjálfstæðismenn taka aldrei rangar ákvarðanir. þetta var bara miskilningur hjá henni blessaðri ?

Ingolfur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:45

3 identicon

Ég var að hugsa um að kjósa VG en gerði það ekki sem betur fer. Hefði heldur betur séð eftir því atkvæði núna. Ég get ekki skilið hvernig fólk getur lifað góðu lífi með sjálfu sér þegar það er svona ótrútt og svikult. Ég var svo yfir mig hissa þegar ég hlustaði á aumingjalegt væl og útskýringar þeirra aðila sem hæst höfðu gasprað um það að vera á móti inngöngu í ESB og ganga síðan þvert á orð sín að ég átti ekki til orð! Þetta fólk hlýtur að skammast sín niður í tær og það með góðri ástæðu. Algjörir aumingjar sem ekki geta staðið fast á sinni sannfæringu, svíkja kjósendur sem í góðri trú kusu þennan flokk vegna andúðar á inngöngu í ESB. Þvílíkir karakterar! Og þetta fólk á að stjórna landinu. Getum við séð fram á bjartari daga? Á meðan við höfum svona bleyður í stafni þjóðarskútunnar þá held ég ekki því miður.

Edda (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:55

4 identicon

Ég er ekki allveg að fatta?? sé ekki að það sé hægt að vera með flokkadrætti í þessum gjörningi meira segja sjálfstæðisdrusslan í mosó greiddi athvæði með þessu .

Ef þetta verður ekki fellt í þjóðarathvæðisgreiðslu þá er ég hræddur um að það verði að gera byltingu með eitthverju öðru en pottum og pönnum,

það var jú það lið sem kom þessu skítuga lopapeysu og flauelsjakkaliði í VG

til valda.

það á að rusla öllu þessu drasli útaf þingi ef ekki með góðu þá ILLU!!!!er þetta bara ekki sömu fýbblalætin og í kringum draumin hjá Ingibjörgu og Geir um að komast í öryggisráðið sem kostaði okkur skildingin.

r.h (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:04

5 identicon

Tek heilshugar undir með þér Páll þetta er landráðafólk

Og Davíð með afstöðu og aumingjaskap sumra vinstri grænna  í dag er klárt að flokkurinn loknast út af deyr enda stofnaður í kringum einn mann á sinum tíma og þessi maður hefur nú brugðist þjóð sinni og því verður ekki gleymt.

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:35

6 identicon

Ég er ekki evrópusinni og trúi því að þetta verði fellt í kosningum,einfaldlega af því að ég held að við fáum aldrei viðunandi samning frekar en t.d Norðmenn, en að kalla menn viðundur,Júdas og þjóðníðinga segir meira um þær sjúku sálir sem láta það út úr sér.

þetta er jákvætt fyrir lýðræðið að takast á um þetta og þetta verður líka frá í 15-20 ár ef og þegar þetta verður fellt og reyndar held ég að evrópuandstæðingar standi sterkari að vígi eftir að þjóðin hafnar þessu.

Ingolfur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:48

7 identicon

Um landsstjórn vélar lygaþý

svo loforð reynast einskis virði.

Nú mígur enginn utaní

afglapann frá Þistilfirði.

starri (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:55

8 identicon

Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:00

9 identicon

Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér madur. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.

Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.

Med vinsemd og virdingu,

Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:29

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lítil skysemi í þessu öfgafulla bloggi fyrrum formanns Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2009 kl. 17:35

11 identicon

Svon ritstíll segir meira um þann sem ritar heldur en þann sem ritað er um.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:43

12 identicon

ahhhh.... ég er reiður, svekktur, nánast þunglyndur yfir þessu öllu saman.

Sé ekkert að þessum ritstíl, það er eitthvað viðundurslegt við að tala digurbarklega um imf, icesave og evrópusamband fyrir kosningar, en draga svo taum þessara óhræsa af jafn miklum kvislingsmóði og fyrri ríkisstjórn.

Þetta er einmitt botninn á lýðræði, þar sem 25 eða 30 prósent sem kusu samfylkingu og þar með esb, geta með aðstoð viljugra kvissara kúgað 70% af þjóðinni, neita okkur meira að segja um að kjósa um þetta.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:09

13 identicon

Páll Vilhjálmsson einn veit. Vei þeim sem hafa aðra skoðun. Afskaplega ómerkilegur maður og skrifin í samræmi við það.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:15

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Veit betur en þú, Tryggvi. Páll er einn af sérfróðustu mönnum um Evrópubandalagið. Ekki í dindlahópnum eins og sumir.

Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 19:41

15 identicon

Sem betur fer fá sértrúarhópar ekki mikið fylgi á þessu landi !

Páll Vilhjálmsson segir okkur hér hvernig ,,þessi sértrúarhópur"  hefur það þessa stundina !  Ég einn veit miklu betur en allir !

JR (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:02

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má ekki afskrifa alla þingmenn VG á einu bretti; Atli Gíslason, Þuríður Backman, Lilja Magnúsdóttir, Ásmundur Daðason og Jón Bjarnason sögðu NEI.  Nöfnum þeirra fimmmenninganna má bæta við á lista mörg hundruð ára sjálfstæðisbaráttumanna þessarar guðsvoluðu þjóðar hér úti í ballarhafi.

Nöfn hinna VG þingmanna mega gleymast - öllum nema kjósendum þeirra.

Kolbrún Hilmars, 16.7.2009 kl. 20:40

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega rétt hjá þér, Kolbrún, allt þetta sem þú segir.

Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 20:52

18 identicon

Aumt er að hlusta á fólk segjast vera á móti einhverju en kjósa samt með því. Aumt er að hlusta á fólk segjast vera á móti ESB en kjósa samt veg þess inn í landið. Mega líkin í Samfylkingu (garðurinn eins og hann leggur sig), VG (hálf kirkjan), X-B (tveir leðurbændur) og X-D (Skagakratinn) og rithöfundarræfillinn í Borgararhreyfingunni til sín taka sem eiga.

Yfirklór Guðfríðar og Þorgerðar í Kastljósinu í kvöld var afhjúpun aumingjaskapar. Tilgangurinn helgar meðalið: Guðfríður þorir ekki að fara gegn formanni og Þorgerður vill í ESB eins og aðrir kratar.

Aumt er eða eiga þing sem veit ekki hvað það vill.

Enn aumara er að eiga þing sem lætur aðra stjórna vegferð sinni.

Aumingjarnir hér að ofan ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér.

Kjósendur sjá um hitt ef þeir gera það ekki.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:55

19 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Fyrirsögnin endurspeglar þá óendanlegu málefnafátækt sem hrjáir höfundinn.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 17.7.2009 kl. 00:36

20 identicon

Leiðinlegt að lesa svona blogg sem engin skynsemi er í. Allir flokkar eru klofnir í þessu máli nema samfylkingin

Heiða (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:39

21 identicon

Ég hef alltaf efast um kosti aðildar.

Þó minnka efasemdir mínar mjög þegar ég sé hverjir andstæðingar aðildar eru helstir.

Ruglu-Palli, Jón Valur (ekki s)Jenson, Bjarni Harðar og Smjöri. 

Þvílíkt einvalalið sjálfsofmetinna manna.

marco (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband