Elítur og hjarðhegðun umræðustjóra

Sigur Trump í Bandaríkjunum og Brexit-kosningarnar í Bretlandi eru án ef ósigur valdaelítunnar í viðkomandi ríkjum. Til skamms tíma stjórnuðu valdaelíturnar umræðunni í gegnum fjölmiðla.

Með netbyltingunni valdeflist almenningur og umræðan verður frjálsari en jafnframt ábyrgðalausari. Óli Björn Kárason þingmaður skrifar grein í Morgunblaðið um umræðustjóra og Eyjan gerir útdrátt.

Umræðustjóri getur hver sem er orðið, hvort heldur á fésbók eða bloggi, í þeim skilningi er að allir geta stofnað fjölmiðil án tilkostnaðar.

En það er annað einkenni á nýmiðlunni, en fjöldi þeirra sem taka þátt, sem er ástæða til að vekja máls á. Það einkenni lýtur að hjarðhegðun umræðustjóranna. Á hverjum tíma virðist þó nokkur hluti þeirra vera í leit að máli til að brjálast yfir.

Brjálæðið, sem stundum gagntekur umræðuna, er hrein og klár múgsefjun þar sem dómgreindin er lokuð inni og móðursýki tekur völdin. Þessi múgsefjun er ekki sjálfssprottin heldur afurð umræðustjóranna.

Ef fram heldur sem horfir verður horft um öxl með söknuði eftir valdaelítum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband