Drengjafyrirlitning er komin í tísku

Drengir eru heimskir fótboltastrákar sem nenna ekki að mennta sig, eru skilaboðin sem lesa má úr orðum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Tilefnið er hagtölur sem sýna að 46 prósent kvenna á aldursbilinu 25 til 64 ára er með háskólamenntun en aðeins rúm 30 prósent karla á þessum aldri býr að háskólanámi.

Hagtölur sýna að drengir falla frekar úr námi en stúlkur og þeir sækja síður háskólanám. Líkleg skýring á þessari þróun er breyting á skólastarfi síðustu áratugi. Þáverandi varavinnuafl heimilanna, konur, yfirtók meira og minna grunnskólann og kvenvæddi starfið.

Með því að drengir höfðu konur sem fulltrúa menntunar, þ.e. kennara, fyrir augum sér sendi samfélagið þeim þau skilaboð að menntun væri kvennaheimur. Ráðstafanir til að bæta grunnþætti menntunar, t.d. lestur, eru gerðar á forsendum kvenna.

Þannig er lestrarátak kallað ,,yndislestur" en það er kvenlægt hugtak. Að bjóða dreng upp á ,,yndislestur" er eins og gefa stúlku bleika járnbrautalest að leika sér með. Hvorttveggja er óekta.

Menntunarskortur karla vex hröðum skrefum í hlutfalli við menntun kvenna. Drengjafyrirlitningin um heimska fótboltastráka er komin í tísku enda styðst hún við áþreifanlegar breytingar í samfélaginu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarf rúv að leggja svona mikla áherslu á boltaleiki?

Ég hætti að leika mér í boltaleikjum þegar að ég var 10 ára.

Skráði mig þá í skáta-starf sem var góður grunnur að BJÖRGUNNARSVEITUM og heilbrigðum lífstíl.

=Ýtir undir karlmennsku- & rök-hugsun.

Jón Þórhallsson, 18.1.2017 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt væri að skoða hvert er kynjahlutfallið á milli karla og kvenna í skólastjórnendastöðum. Ef karlarnir eru þar í meirihluta ætti það að auka virðingu fyrir tengslum þess kyns við menntun. 

Ef menn hlusta síðan á lýsingar góðra íþróttafréttamanna á leikjum og tali þjálfara um leikmenn, er orðið "leikskilningur" oft nefnt sem mikilvægt atriði hjá góðum afreksmönnum. 

Heimskur maður öðlast seint leikskilning. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2017 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband