Vg hyglað, Pírötum refsað - þjóðin er klofin

Vinstri grænum er hyglað fyrir að standa utan ríkisstjórn og þeir bæta hressilega við sig fylgi. Píratar, sem vildu ólmir komast í ríkisstjórn, er refsað og eru á pari við lélega útkomu í kosningum.

Stjórnarflokkarnir fá engin verðlaun fyrir að leysa meirihlutakreppuna á alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins gefur eftir. Lítil eftirspurn er eftir Viðreisn og Björt framtíð missir fylgi.

Framsóknarflokkurinn geldur forystukreppu og er fastur í tíu prósent fylgi. Samfylkingin er þar sem hún á heima, í kjallaranum. 

Samkvæmt könnun MMR er þjóðin álíka klofin og í kosningunum í haust þegar metfjöldi framboða fékk kosningu til alþingis.

Stjórnmálaókyrrðin heldur áfram á meðan ekki myndast skýrari og meira afgerandi pólitískir valkostir.


mbl.is VG bætir verulega við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stjórnmálaókyrrðin heldur áfram á meðan auðmenn halda Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Viðreisn í gíslingu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2017 kl. 17:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir hafa brennt sig á trú skoðanakannana.

Svo lærir lengi sem lifir,eða eins og kerlingin sagði;"Svo lengist lærið sem lifir" 

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2017 kl. 17:37

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Samkvæmt skoðanakönnunum átti Píratar að vinna stórsigra og vera núna við stjórn, þeim var jú spáð allt að 40 % fylgi í sumum þeirra.

Það var kallað óánægufylgi.

Er ekki VG bara tekin við því kefli ?

Gefum viku gamalli stjórn tækifæri

Birgir Örn Guðjónsson, 18.1.2017 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband