Hlýnun jarðar, trúarbrögð og vísindi

Hlýnun jarðar er orðin að trúarbrögðum hjá heimsendaspámönnum sem telja lífi á jörðinni ógnað. RÚV, auðvitað, kynnti sjónarmið þessara trúarbragða. Móteitur við heimsendaspámennsku er hægt að fá hjá vísindamönnum, sem vita hvað þeir tala um.

Trausti Jónsson veðurfræðingur er höfundur yfirlitsgreinar um veðurfarsbreytingar á Íslandi frá landnámi til 1800. Í greininni kemur fram að verulegar hitasveiflur voru áður en maðurinn átti nokkra möguleika til áhrifa á loftslag.

Trausti ræðir m.a. ,,litlu ísöldina" frá síðmiðöldum til um 1900 þegar kólnaði á norðurhveli jarðar. Lífshættir okkar breyttust vegna kuldans. Við flúðum úr rúmgóðum skálum í baðstofukytrur og bjuggum við verri lífskjör en áður. Byggð norrænna manna á Grænlandi eyddist snemma á tímabilinu.

Maðurinn og athafnir hans bera enga ábyrgð á litlu ísöldinni. Það segir okkur að án atbeina mannsins getur loftslag breyst, hlýnað eða kólnað.

Það er sjálfsagt að sýna fulla varkárni í umgengni við náttúruna og stuðla að umhverfisvænum lífsháttum. En varlegt er að trúa heimsendaspámönnum og láta þá stjórna ferðinni. Ekki í þessum málum fremur en öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi pistill hans Trausta hefur greinilega farið fram hjá þér Páll

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2188051/

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2017 kl. 00:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikil er illska RÚV. Trausti hefur líka birt línurit yfir hitann á Íslandi síðustu 150 ár, og þar má sjá misheit ár og hlýinda- og kuldatímabil, sem standa í 2-3 áratugi hvert. 

En það sést að botnarnir á línuritinu hafa farið jafnt og þétt hækkandi í meira en öld og sömuleiðis hafa topparnir farið hækkandi. 

Þegar dregin er lína í gegnum línuritið kemur fram stöðug hlýnun og nú liggur línan hæst þrátt fyrir andmæli manna "sem vita hvað þeir eru að tala um." 

Hinir sem ekki vita hvað þeir eru að tala um eru reyndar einhvers staðar um 80 til 90 prósent vísindamanna á þessu sviði, sem og helstu alþjóðlegu stofnanirnar, sem fást við þessi mál, mælingar og rannsóknir. 

Og þeir sem sóttu Parísarráðstefnuna voru 40 þúsund fífl. Vei sé RÚV að hafa sagt frá þeirri fíflasamkomu og störfum fáráða á þessu sviði. 

Mælingar helstu vísindastofnana heims, sem "ekkert vita hvað þær eru að gera," sýna, að af mannavöldum að koltvísýringur er nú meiri í andrúmsloftinu en verið hefur í 800 þúsund ár.

Og að súrnun sjávar og hlýnun, einkum á pólsvæðunum, sem spáð var, hefur gengið eftir.

En maður á víst að biðjast afsökunar á að nefna þetta.  

Ómar Ragnarsson, 18.1.2017 kl. 00:37

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Enginn efast um að hiti í andrúmslofti jarðar hefur aukist hin síðari ár. Hvort það er af mannavöldum og hvort eða hvað mannskepnan getur eitthvað við því gert er svo annað mál.

Það er einkum tvennt sem stingur í augun þegar línuriti Trausta eru skoðuð. Samkvæmt línuriti sem hann nefnir "mynd 2" kemur í ljós að hitastig nú er svipað og skömmu eftir landnám. Eftir það er hægfarandi kólnun fram á sautjándu öld en þá tekur að hlýna aftur. Hvort við höfum náð toppnum núna á eftir að koma í ljós, a.m.k. er ekki enn komin tími til að örvænta.

Enn merkilegra er að skoða línurit Trausta, sem hann kallar "mynd 3". Það nær yfir styttra tímabil og því betur til fallið að skoða síðustu öld, öld mengunar.

Um miðja þá öld tekur að kólna verulega, eða í upphafi fimmta áratugarins. Þessi kólnun stendur yfir allt undir lok þess áttunda, en þá tekur aftur að hlýna.

Þetta er merkilegt vegna þeirrar staðreyndar að skömmu áður en kólna fer, hefjast einhver mestu átök sögunnar um allan heim. Þau standa yfir í hálfan áratug og í beinu framhaldi að þeim hefst einhver hraðast iðnbylting sögunnar. Bílar fóru að verða almenningseign, bílar með ófullkomnum og oftar en ekki stórum vélum, sem menguðu mikið.

Rétt fyrir lok þessarar kólnunar skall á olíukreppa og bílaframleiðendur kepptust við að framleiða minni og eyðslunettari bíla. Sú þróun hefur staðið yfir óslitið síðan, samhliða aukinni hlýnun.

Þegar horft er til þessara línurita Traust til lengri tíma, vantar reyndar enn lengra línurit aftur  í tímann, en látum þetta duga, þá er ekki ástæða til að æðrast, ekki enn.

Ef hins vegar skoðunartíminn er styttur, einungis horft til síðustu aldar til dagsins í dag, má vissulega segja að hlýnun hafi verið mikil. Um þátt mannsins í þeirri hlýnun má þó stórlega efast, þar sem frekar mætti telja að mengun leiði til kólnunar frekar en hlýnunar.

Heyrst hefur frá sumum "sérfræðingum" að tíma taki fyrir afleiðingar menjunnar að koma fram. Þetta er auðvitað þvættingur. Þegar stæðstu gos hafa orðið í heiminum, á sögulegum tíma, hefur kólnunin alltaf orðið mest fyrstu eitt til tvö árin eftir slíkar hamfarir. Hvenær áhrifum þeirra lauk fór síðan eftir umfangi þeirra og stærð.

Því hefði mengun vegna síðari heimstyrjaldar átt að koma fram strax meðan á stríði stóð og kannski gerði hún það, með kólnun en ekki hlýnun!

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2017 kl. 08:57

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Afar athyglisvert..http://www.cnsnews.com/news/article/kathleen-brown/nobel-prize-winning-physicist-obama-dead-wrong-global-warming-0

Guðmundur Böðvarsson, 18.1.2017 kl. 09:51

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér á þessari slóð, er mynd um hitan þúsundir ára aftur í tímann, þær eru frá bloggi: Ágúst H Bjarnason

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2184901/

Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.1.2017 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband