Valdið í umræðunni, 500 manns sem ekki eru þjóðin

Hugtakið ,,umræðan" er iðulega notað um stjórnmálaumræðu. Með ,,umræðunni" (orðið er oftast notað með ákveðnum greini) er gefið til kynna almenningsálitið sé með þessa eða hina skoðunina í það og það skiptið. Þetta er blekking. Þjóðin er einatt víðs fjarri.

,,Umræðan" er i raun og veru fjölmiðlar, samfélagsmiðlar auk stjórnmálastéttarinnar, sem eru starfandi stjórnmálamenn og viðhengi þeirra. Almenningur kemur fyrst til sögunnar þegar þeir sem hafa frumkvæðið í ,,umræðunni" á hverjum tíma ná út fyrir þann hóp tekur þátt í henni.

Um 500 manns taka þátt í ,,umræðunni" á hverjum tíma. Auk stjórnmálamanna eru það blaðamenn, bloggarar og sérfræðingar í háskólum og hagsmunasamtökum.

Völdin í ,,umræðunni" á hverjum tíma eru hjá þeim hópi sem finnur stóran samnefnara til að fylkja sér um og hrífa með sér einhvern hluta almennings.

Stundum tekst að virkja nýja bandamenn. Í ,,umræðunni" um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra tókst að virkja bæði umboðsmann alþingis og ríkissaksóknara. Það bandalag leiddi til afsagnar Hönnu Birnu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar reynir að endurvekja þetta bandalag með því að kalla til umboðsmann alþingis í ,,umræðunni" um aflandsfélög og ráðherra ríkisstjórnarinnar.

,,Umræðan" er sumpart lýðræðislegur vettvangur til skoðanaskipta og stefnumótunar. En hún er einnig valdabarátta um forræðið í samfélaginu. Meðölin sem notuð er í ,,umræðunni" eru oft hálfsannleikur, ýkjur og blekkingar ef ekki hrein og klár lygi.

Einhverjum kann að finnast ,,umræðan" óvægin og á köflum óþverraleg. En þá er rétt að hafa í huga að ,,umræðan" er til muna skárri kostur en valdbeiting.


mbl.is Þingrofstillögunni vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

500 manns er ekki þjóðin, en fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir að Sigmundur Davíð segji af sér. Ef menn halda sig við staðreyndir, og hafa það á hreinu þegar þeir eru að lýsa skoðun, sem allir hafa rétt á, þarf „umræðan" ekki að vera óþverraleg.

Wilhelm Emilsson, 2.4.2016 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband