RÚV gerir frétt um fýluna út í Sigmund Davíð

RÚV stendur fyrir herferð gegn forsætisráðherra. RÚV handvelur viðmælendur til að hallmæla forsætisráðherra og ganga sumir töluvert langt, eins og Svandís Svavarsdóttir - en RÚV birtir. Þegar viðmælendur eru á annarri línu en fréttastofa RÚV eru orð þeirra afflutt og verða þeir að birta leiðréttingu, líkt og Brynjar Níelsson.

Þegar forsætisráðherra birtir texta um málefni sem er til umræðu dundar RÚV sér við að finna aukaatriði til að slá upp sem frétt.

Á meðan RÚV hagar sér eins og almannatengill stjórnarandstöðunnar er ekki ástæða fyrir forsætisráðherra að ræða við fréttastofuna. Forsætisráðherra er vitanlega frjálst að ræða við hvaða fjölmiðil sem er eða sleppa því. Fjölmiðlar í ,,umræðunni" þjóna ekki merkilegra hlutverki en bloggsíður og samfélagsmiðar.

RÚV tiltekur í hverjum fréttatíma á fætur öðrum að forsætisráherra tali ekki við féttastofuna. Nú síðast gerir RÚV sérstaka frétt um að fréttamenn RÚV séu fýldir út í forsætisráðherra.

Fréttin er með kostulegri fyrirsögn: Skýrir ekki af hverju hann talar ekki við RÚV.

RÚV krefst skýringa á því sem öllum öðrum er augljóst. Forsætisráherra hefur ekkert við RÚV að tala. Og það eru ekki tíðindi heldur fullkomlega skiljanleg viðbrögð við aðgerðafréttamennskunni á Efstaleiti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

fORSÆTISRÁÐHERRA ÆTTI AÐ RÁÐA ÞVÍ HVORT HANN VILL  lenda í skitkasti á RUV eða ekki.

 Mer finnst margir ættu að ganga þar út í beinni þegar mönnum er misboðið .!

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.4.2016 kl. 19:09

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Í gær birti Stöð2 viðtal við Kristján Gunnar Valdimarsson alþjóðlegan skattasérfræðing sem taldi að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið i að geyma fjármuni á aflandseyjum.  Þá tók Byylgjan og útvarp Saga viðtal við Jón Steinar fyrverandi hæstaréttardómara sem var ekki að skafa utan af hlutunum með fáranleikann í moldviðrinu í kringum málið.  Ég held að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að RÚV myndi taka aðila í viðtöl sem hugsanlega myndi tala máli forsætisráðherra. Svo er RÚV hissa á því að Sigmundur kæri sig ekki um að tala við þá.

Stefán Örn Valdimarsson, 2.4.2016 kl. 20:30

3 Smámynd: Elle_

Það kemur ekki á óvart sem Stefán Örn skýrði þarna með skattasérfræðinginnn og hæstaréttarlögmanninn. Öll þessi læti líta út eins og hatursorðræða stjórnarandstæðinga. Voru það ekki annars þau sem tala manna mest um hatursorðræðu?

Elle_, 2.4.2016 kl. 20:48

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það naumast kóræfingin í kvöld....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.4.2016 kl. 21:01

5 Smámynd: Elle_

Þú ert bara fyndinn Sigfús.

Elle_, 2.4.2016 kl. 21:52

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fjölmiðillinn hennar Kötu litlu? Ekkert óeðlilegt eða siðlaust við það samtryggingar-áróðursbatterí? Stundin kannski líka fjölmiðillinn hennar Kötu litlu? Ekkert óeðlilegt við fjölmiðlana og þeirra siðaða "hlutleysi". Eða þannig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2016 kl. 22:51

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stefán Örn, er þetta ekki sami Kristján Gunnar Valdimarsson sem starfaði í einkabankaþjónustu Landsbankans fyrir hrun, og ráðlagði/aðstoðaði efnafólki að stofna fyrirtæki á aflandseyjum eins og Tortóla. Hvað breyttist, andrúmsloftið kannski? Hvað Jón Steinar varðar, þá er sá froðusnakkur ekki eins orðs virði. Hann er einfaldlega lagatæknir, sem eins og vindhani, sníst eins og vindurinn blæs.  

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband