Rétturinn til að berja eiginkonuna og drepa systur sína

Í samfélagi meðal okkar er hópur manna sem berst fyrir aldalangri siðvenju að karlar berji eiginkonur sínar án afskipta ríkisvaldsins og þeir haldi þeim rétti að mega drepa systur sínar - sé heiður fjölskyldunnar í veði.

Hópurinn sem berst fyrir þessum rétti er formlegur, skipaður af ríkisstjórn viðkomandi þjóðríkis, heitir Ráð múslímskrar hugmyndafræði, og starfar í Pakistan.

Meðal annarra krafna Ráðs múslímskrar hugmyndafræði er réttur karla til að eignast stúlkur undir lögaldri sem eiginkonur, kallað barnaníð á vesturlöndum, og rétturinn til að taka sér eiginkonu númer tvö og þrjú án þess að spyrja þær sem fyrir eru í hjónasænginni.

Pakistanski rithöfundurinn Mohammed Hanif gerir grein fyrir Ráði múslímskrar hugmyndafræði í pistli í New York Times.

Múslímar í Danmörku fylgja sömu línu og trúbræður þeirra í Pakistan. Í sjónvarpsþáttum í TV 2, þar sem múslímaklerkar voru myndaðir leynilega, ráðleggja þeir dauðarefsingu við afneitun á múslímatrú, framhjáhaldi og vanvirðingu föstunnar.

Múslímar, hvort heldur á vesturlöndum eða öðrum heimsálfum, eiga í nokkrum vandræðum með að aðlagast veraldarhyggju, sem gerir ráð fyrir að trú sé einkamál. Múslímar eru upp til hópa þeirrar skoðunar að trú sé aðferð samfélagsins til að halda uppi aga - og forréttindum gamalla karla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er / hvar er stefna þíns flokks til að sporna gegn aukinni útbreiðslu múslima-siða hér á landi?

Jón Þórhallsson, 2.4.2016 kl. 10:48

2 Smámynd: Hörður Þormar

Ég vil hér benda á viðtal við albönsku konuna Zana Ramadani þar sem hún ræðir um viðhorf múslima til kvenna á sjónvarpstöðinni zdf: Zana Ramadani bei Markus Lanz am 20.01.2016

Ekki er síður fróðlegt að heyra viðbrögðin við þessu viðtali: Muslimische Antwort - Zana Ramadani u.Presse

Hörður Þormar, 2.4.2016 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband