Hjónaband, lög og trú - Salómonsdómur Brynjars

Að því marki sem yfirlýsing um hjónaband er löggjörningur fer skráning þess fram hjá Þjóðskrá. Prestar eru þar aðeins milliliður.

Að því marki sem hjónavígsla er trúarathöfn kemur hún hvorki Þjóðskrá við, - né innanríkisráðherra.

Allir hlutaðeigandi í deilunni um vígslu samkynhneigða hljóta að fagna Salómonsdómi Brynjars Níelssonar. Niðurstaðan er þessi:

a. Prestar ákveða sjálfir hvort þeir samþykkja að taka að sér hjónavígslu eða ekki - enda fyrst og fremst trúarathöfn.

b. Prestar bjóða hjónaefnum þá þjónustu að tilkynna hjónaband til Þjóðskrár. Þessi þjónusta er valkvæð, sbr. a.

c. Innanríkisráherra skiptir sér ekki af samvisku opinberra starfsmanna.

 


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

a. Starfsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins ákveða sjálfir hvort þeir samþykkja að selja fólki áfengi eða ekki - enda fyrst og fremst gleðskapur.

b. Starfsmenn bjóða viðskiptavinun þá þjónustu að senda áfengi í póstkröfu. Þessi þjónusta er valkvæð, sbr. a.

c. Innanríkisráherra skiptir sér ekki af samvisku opinberra starfsmanna.

 

Jón Ragnarsson, 29.9.2015 kl. 19:12

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver vill þiggja þjónustu prests sem ofbýður verkið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2015 kl. 19:25

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott mál Prestar eiga að ráða sjálfir en næst veður þeim skyldað að gefa saman samkynhneigða apa ekki að gefa í skin að apar séu skyldir mannöpum

Valdimar Samúelsson, 29.9.2015 kl. 19:43

4 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Jón Ragnarsson er með það! Brynjar ekki. Og hvað gerum við með homma og lessa sem vilja láta Guð blessa sig? Er Brynja með svar við því? Eða er hann sannfærður um að homma og lessa eru bara komma og guðleysinga?

Jakob Andreas Andersen, 29.9.2015 kl. 23:57

5 Smámynd: Snorri Hansson

Dóttir mín gifti sig í suður Þýskalandi . Fyrst fóru þau á opinbera skrifstofu þar sem löggildingin fór fram , þaðan  í kirkju og voru pússuð saman af þeim presti sem þeim geðjaðist að.

Hefur einhver virkilega áhuga á því að láta prest tilneyddan  framkvæma þessa athöfn, með fílusvip og skeifu ?

Ja ef að svo er, verði þeim að góðu .

Snorri Hansson, 30.9.2015 kl. 01:35

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

P.s. Hvað myndi Páli finnst um "samviskufrelsi" múslímskra imana? 

Jón Ragnarsson, 30.9.2015 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband