Smáríki í ESB verða valdaminni

Með nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 1. nóv. 2014 taka einnig gildi nýjar reglur um atkvæðavægi í æðstu stofnun ESB, ráðherraráðinu. Nýju reglurnar taka mið af fólksfjölda aðildarríkja og hafa í för með sér enn minna vægi smáríkja og voru þau þó lítil fyrir.

Haraldur Hansson líkir nýju atkvæðareglunum við að svipta þjóðir sjálfræði. Hann tekur dæmi af landluktum ríkjum, sem eiga þar af leiðandi hverfandi hagsmuna að gæta í sjávarútvegi, en geti engu að síður í krafti stærðar sinnar haft afgerandi áhrif á sjávarútvegmál í ESB.

Smáríkið Malta telur 400 þús íbúa og er varla mælanlegt með áhrif á ferli ákvarðana í ESB enda með 0,08 prósent íbúanna í sambandinu. Væri Ísland í sambandinu yrði vægi okkar enn minna en smæsta smáríkisins í Evrópusambandinu. 


mbl.is Hvað gerir ný framkvæmdastjórn ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Vert að minnast þess að þetta eru sömu deilitölur og í hinu "sniðuga" deilda fullveldi er deilt með.   Samfylkingin reynir að telja okkur trú um að deilda fullveldið sé á ríki á móti ríki þ.e. Ísland fengi 1:28 fullveldi í hinu sameiginlega deilda fullveldi sem er bláköld ósannindi. Við afhendum 99,94% af okkar fullveldi í hinu sameiginlega deilda fullveldi gegn 0,06%.

Eggert Sigurbergsson, 1.11.2014 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband