Við viljum Ísland tilbaka mótmælin

Mótmælin sem boðuð eru á mánudag eru skilaboð til ríkisstjórnarinnar um fólk vilji Íslandið tilbaka sem það þekkti fyrir útrás og hrun.

Í texta Svavars Knútssonar á smettiskruddu, sem er tilefni mótmælanna, er megináherslan á velferðarsamfélagið, heilbrigði og menntun.

Ríkisstjórnin gleymdi að hlú að hornsteinum samfélagins þegar hún setti saman dagskrá sína. Fólk er uggandi um að fá ekki læknisþjónustu þegar þörf er á og að börnin missi af tækifærum til menntunar.

Græðgisvæðing útrásar og hrunið opnaði sár sem ekki eru gróin. Áður en ríkisstjórnin gerir nokkuð annað ætti hún að einbeita sér að því að græða þessi sár. 

 

 

 


mbl.is „Hagi sér eins og manneskjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að svo miklu leiti sem ekkert annað stjórnmálafl en ríkisstj.flokkarnir á Íslandi,er þess umkomið að færa okkur Ísland eins og það var fyrir hrun,er beiðnin á rökum reist. Ríkisstjórn þessi gleymdi öngvu,-en frá farandi ríkisstjórn gleymdi að taka til eftir sig .......

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2014 kl. 01:25

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, fráfarandi ríkisstjórn tók við þegar allt var komið í svaðið. Fólk hlýtur að geta verið sammála um það. Páll er að benda á mikilvægt atriði í þessari athugasemd.

Skjótt skipast veður í lofti. Þú gagnrýnir Pál og ég kem honum til varnar :) Öðruvísi mér áður brá.

Wilhelm Emilsson, 1.11.2014 kl. 01:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já allt er í heiminum hverfult. Þér finnst alltaf svo mikið til þess koma ef þú ert honum sammála,tekur það þá af andagt fram. Svo miklaröu þig yfir vörninni sem er alger óþarfi,svo lengi hefur Páll lesið mínar ath.semdir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2014 kl. 01:55

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, allt er í heiminum hverfult.

Mér finnst það bara fínt að þú sért ósammála Páli stundum og ég efast um að hann taki það mjög nærri sér. Góð skoðanaskipti snúast um málefni en ekki menn.

Góða helgi!

Wilhelm Emilsson, 1.11.2014 kl. 02:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jebb, sömuleiðis.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2014 kl. 02:27

6 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Þessi ríkisstjórn hefur bætt 10 milljörðum í heilbrigðiskerfið og 6 milljörðum í bótakerfið. Hún leggur jafnfram áherslu á að skila hallalausum rekstri (helst með afgangi) Í þessu birtist forgangsröðun sem ég kann að meta. Einhverra hluta vegna hefur með upphrópunarpólítík tekist að telja fólki trú um að þessi ríkisstjórn sé að rústa heilbrigðiskerfinu og byggja upp ójöfnuð. Allar staðreyndir segja annað. Þetta sama fólk þagði á síðasta kjörtímabili þegar þessi framsetning hefði frekar átt við.

Reyndar er dálítið einkennilegt að hlusta á umræðuna. Fólk skammast yfir að ekki sé bætt stórlega í heilbrigðiskerfið (sem hefur verið gert þó það dugi kannski ekki til). Það vantar stóra fjármuni í menntakerfið. Það er algjör nauðsyn að bæta mun meiru í samgöngur, bæði í viðhald og nýframkvæmdir. Það þarf að bæta mun meiru í málefni aldraðra, fatlaðra og margra annarra hópa sem ég kann ekki að telja upp. Hafrannsóknarstofnun er illa fjársvelt. Það er farið illa með heyrnalausa og verst af ölllu er hvernig er farið með kvikmyndagerðarmenn og annað listafólk. Svo er náttúrulega fráleitt að ekki skuli vera byggður nýr landsspítali. Að það streymi ekki fjármagn í alla þessa þætti er eingöngu illgjarnri og skilningslausri ríkisstjórn að kenna. Engin virðist hafa áhyggjur af af að 83 millarðar kr. af dýrmætum tekjum ríkissjóðs fer í að greiða vexti eða greiðslujöfnuði þjóðarinnar sem er ógnað m.a. af skuldabréfi sem varð til við uppgjör á milli gamla og nýja landsbankans sem síðasta ríkisstjórn ber ábyrgð á. Engin sem vit hefur á skilur nokkuð í þeim gjörningi og þeim forsendum sem þar lágu að baki. Hversvegna er þetta ekki hitamál dagsins í dag. Afhverju er ekki mómæli vegna þessa?

Stefán Örn Valdimarsson, 1.11.2014 kl. 10:37

7 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Leiðrétting:greiðslujöfnuður á að vera greiðslustöðu og/eða greiðslugetu

Stefán Örn Valdimarsson, 1.11.2014 kl. 10:58

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

M.v. hvað Svavar skrifar að þá er þetta mest "upplifun hanns af samfélaginu" fremur en hörð vísindi.

Þá er ágætt að ath að tekjutengingar eru jafnaðarmanna og hvað mest þess aðila er rak hvað lengst tryggingamálaráðuneytið.

Einnig er gott að hafa í huga að menningaraðilar hafa sjaldan ef þá aldrei verið styrktir sem nú og eru m.a. um 150 manns á fullum launum frá ríkinu via listamannalaun, auk launasjóðs listamanna (það er nefnilega annað) hvar eldri afreksmenn eru styrktir.

Þá eru og bókahátíðir, listahátíðir, tvær sinfóníuhljómsveitir, ópera, dansflokkur og fjölmargir aðrir listahópar að miklu leiti til á beinu eða óbeinu framfæri ríkisins, nokkuð sem egi var áður.

Útgjöld heilbrigðismála gera síðan lítið annað en að hækka ár frá ari með nýrri tækni, lyfjum og annarri þróun þá og að þjóðin eldist hratt.

Jafnvel þó að milljarðar aukalega séu lagðir í vantar enn fleiri milljarða en fólk vill síður að skattar lækki, það vill lága verðbólgu og hærri framlög.... nokkuð sem samræmist hreint ekki og á meira heima í Hvergilandi, það sem að ríkisstarfsmenn kalla jafnan "annarsstaðar" án þess að tilgreina hvort að sá staður sé í raunveruleikanum, hann ýktur eða hreinn skáldskapur.

Ef auka á .jónustuna á sama tíma og skattar lækka og allt annað er óbreytt þarf að skera einhversstaðar niðpur... og það í raunveruleikanum.

Óskar Guðmundsson, 3.11.2014 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband