Forystukreppunni á Íslandi er lokið

Eftir hrun var Ísland algerlega forystulaust, ef frá er skilinn Ólafur Ragnar Grímsson sem stóð forsetavaktina. En nú er forystukreppunni lokið.

Leiðtogar vinstriflokkanna sem mynduðu ríkisstjórn vorið 2009, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, stóðu hvorugt undir nafni sem forystumenn. Til þess voru þau of lítilsigld og þrætugjörn. Hvorugt skynjaði megindrættina í samfélaginu og létu hanka sig ítrekað á yfirgengilegu dómgreindarleysi, samanber Icesave-málið og ESB-umsóknin.

Eftir kosningarnar 2013, þegar þjóðin afþakkaði með afgerandi hætti leiðsögn vinstriflokkanna, birtust á stóra sviði þjóðmálanna tveir forystumenn sem báðir eru til þess fallnir að finna stóru samnefnara þjóðarinnar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru ungir stjórnmálamenn sem læra fljótt og eru með alla burði til að komast í flokk sannra landsfeðra. Vel fer á því að þeir starfi saman í fyrstu ríkisstjórninni eftir vinstrióreiðuna 2009-2013.


mbl.is Aðildarviðræðurnar á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Þetta skrum þitt: fyrir þeim Sigmundi Davíð og Bjarna - missir gjörsamlega marks.

Þessir ofannefndir afglapar - eru beinir framleggjarar / af óstjórnar valdatíð Jóhönnu og Steingríms J.

Kafa dýpra og dýpra - í vasa landsmanna / en þau náðu að komast: illræðishjúin JS og SJS: bölvaðir.

Ómengaðir VASAÞJÓFAR: í fórum spéhræddra landsmanna !

Hvar - hefir þú annarrs dvalið: unadfarin ár - Páll minn ?

Sérðu ekki - áframhald skíta sukksins / í landinu - með þetta líka lið innanborðs ?

Með beztu kveðjum: samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 13:42

2 identicon

undanfarin ár: átti að standa þar / vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 13:42

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru ungir stjórnmálamenn sem læra fljótt og eru með alla burði til að komast í flokk sannra landsfeðra." Hallelúja! Amen! Guð blessi Ísland! Guð blessi landsfeður vora og auðvitað kvótakerfið líka!

Björn Birgisson, 1.11.2014 kl. 13:56

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hvers konar landsfaðir er það sem fer fyrir flokki sem er með 8.7% fylgi samkvæmt síðustu skoðanakönnun? Mig grunar að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, myndi telja Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremur lítinn landsföður.

Þess má geta að fylgi við ríkisstjórnina hefur hrapað úr 59.9% niður í 34%.

Wilhelm Emilsson, 1.11.2014 kl. 21:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Wilhelm, ertu virkilega að meta Sigmund eftir skoðanakönnun,sem sveiflast nánast frá degi til dags. Fyndið að vitna í Jónas,!! -- En sá að Stefán Örn bætti við þar sem frá var horfið í gær,góð vísa aldrei,aldrei of oft kveðin:" Þessi ríkisstjórn hefur bætt 10 milljörðum í heilbrigðiskerfið. 6 milljörðum í bótakerfið og eins og margoft hefur komið fram,leggur Bjarni Ben. áherslu á að skila hallalausum rekstri,” Er það ekki forsenda fyrir bættum hag og getu til að greiða skuldir ríkissins, sem m.a.eru 83 milljarðar sem Steingrímur Sigfússon ber ábyrgð á,við uppgjör gamla og nýja landsbankans,að ógleymdri Icesave kúguninni,þar sem Sigmundur og flokkur hans vörðust og börðust með þjóðinni,; gegn landsfjéndunum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2014 kl. 04:26

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæl, Helga:

Gaman að heyra að þú kunnir að meta tilvísunina í Jónas. Mér finnst hann heillandi karakter.

Ég er að benda á það að til þess að teljast landsfaðir verður stjórnmálamaður að njóta stuðnings stórs hluta kjósenda. Í dag nýtur flokkurinn sem Sigmundur Davíð stýrir lítils stuðnings, 8.7% samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nýjustu tölur frá Gallup sýna 12.2%.

Í kosningunum í apríl 2013 var Framsóknarflokkurinn með 24% fylgi. Tölurnar sýna því mjög mikið fylgistap Framsóknarflokksins undir stjórn Sigmundar Davíðs. Tölur sveiflast vegna þess að fólk skiptir stundum um skoðun. Það er eðlilegt. Fólk hafði meiri trú á Sigmundi Davíð fyrir kosningar en núna. Það sýnir að ansi margir hafa misst trú á honum, sem ætti ekki að koma neinum á óvart.

Sú staðreynd að fylgi Framsóknarflokksins er núna komið niður í 12.2%, samkvæmt Gallup, undir stjórn Sigmundar Davíðs hlýtur að sýna okkur það að kjósendur bera ekki mikið traust til hans, of lítið, að mínu mati, til að hann sé „með alla burði til að komast í flokk sannra landsfeðra" eins og Páll heldur fram.

Wilhelm Emilsson, 2.11.2014 kl. 06:02

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sorrí, ég var ekki með allra nýjustu tölu Gallup um fylgi Framsóknarflokksins. Samkvæmt Morgunblaðinu er hún 11%, niður um 1.2%.

Wilhelm Emilsson, 2.11.2014 kl. 07:15

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er ekkert yfir mig heilluð,en þar sem ég er mjög á móti ESB.,hangi ég með þeim sem best börðust með því. Bjarni er sá eini sem hefur opinberað vilja sinn til að sækja “svindl umsóknina.”

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2014 kl. 00:47

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja “með” átti að verða gegn. Gamla orðin þreytt enda mikið að gerast í nánasta ættbálki.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2014 kl. 00:49

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jebb, ég skil afstöðu þína, Helga.

Wilhelm Emilsson, 3.11.2014 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband