Jón Ásgeir kallar dómara á teppið

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem réttvísin á vantalað við vegna hrunmála, er eigandi 365 miðla og má þakka það Landsbankanum. Um helgina hófst fréttahönnunarferli með því að lögreglumaður með feril vitnaði um hve auðmenn væru yfirleitt saklausir en ákæruvaldið illkvittið.

Kristín Þorsteinsdóttir, æðsti yfirmaður fréttadeilda 365 miðla, stýrir þessari fréttahönnun

Í dag er formaður dómstólaráðs kallaður á teppið hjá miðli Jóns Ásgeirs og látinn svara ásökunum lögreglumannsins. 

Viljum við samfélag þar sem Jónar Ásgeirar landsins stjórna fjölmiðlum til að hafa áhrif á dómskerfið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Það ætti að taka af honum fjölmiðla.  Það væri skást að gera hann útlægan, ef það bara væri hægt.

Elle_, 15.9.2014 kl. 14:04

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Var ekki einhvern tíman þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta? Er það ekki svona sem "þjóðin" vill hafa það?

Hörður Þórðarson, 15.9.2014 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband