Blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu

 Engin önnur stétt en blaðamenn myndi láta það óátalið að fagið sé jafn skefjalaust misnotað og Fréttablaðið gerir með því að hanna fréttaflutning sem miðar að því að bæta stöðu eiganda blaðsins gagnvart ákæruvaldi og dómstólum.

Ekki nóg með að blaðamenn sjá í gegnum fingur sér að blaðamennskan sé orðin gólftuska í höndum almannatengla auðmanna þá beinlínis básúna fréttastofur eins og RÚV áróðrinum. Í báðum aðalfréttatímum RÚV í kvöld er fréttahönnun Kristínar og Jóns Ásgeirs aðalfréttin.

Á meðan stórglæpir eru framdir á faginu, blaðamennskan beinlínis notuð til að hafa áhrif á ákæruvaldið og dómskerfið, eru blaðamenn uppteknir af því hvort Reynir Trausta hafi sem ritstjóri skrifað Sandkorn um Guðmund í Brimi eftir að hafa fengið frá útgerðamanninum 15 millur. Sandkorn Reynis er vasaþjófnaður en fréttahönnun Fréttablaðsins er á stórglæpaskala í faglegu samhengi.

Alvöru blaðamenn á alvöru fjölmiðlum myndu taka fyrir fréttahönnun Fréttablaðsins og rýna í vinnubrögðin og spyrja um trúverðugleikann, bæði lögreglumannsins og fjölmiðilsins. En hvert barn sér að hvorugu er til að dreifa.

En á Íslandi eru ekki starfandi alvöru blaðamenn heldur tröllríður meðvirknin og kæfir alla sjálfsgagnrýni. 

Við búum við þá mótsagnakenndu stöðu að eftir því sem blaðamönnum og fjölmiðlum fækkar þá batnar opinber umræða. Íslenskir blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu; sumir þeirra stunda fréttahönnun en hinir þegja um glæpinn.

Svei ykkur, blaðamenn.


mbl.is Aðhefst ekki vegna símahlustana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Þér finnst semsagt allt i góðu að starfsmenn saksóknari er að hlera símtöl í leyfisleisi?

sleggjuhvellur, 15.9.2014 kl. 19:57

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En titlar síðuhafi sig ekki blaðamann? Er hann að segja svei við sjálfan sig líka?

Wilhelm Emilsson, 15.9.2014 kl. 22:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þarf að þýða allt fyrir þig Wilhelm? Það sjá allir að Fréttablaðið flytur fréttir,sem ætlað er að bæta stöðu eiganda blaðsins gagnvart ákæruvaldi og dómsstólum.

Hér segir með ,bessaleyfi,;” Alvöru blaðamenn á alvöru fjölmiðlum,myndu spyrja um trúverðugleikann,bæði lögreglumannsins og fjölmiðilsins” -og vísar til þess, sem hér er ritað. Ekki er til of mikils mælst að miðill allra landsmanna Rúv.geri það.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2014 kl. 23:43

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, Páll segir: „En á Íslandi eru ekki starfandi alvöru blaðamenn heldur tröllríður meðvirknin og kæfir alla sjálfsgagnrýni." Hann er hér að alhæfa um alla íslenska blaðamenn. En samt kallar hann sjálfan sig blaðamann og segir svo: „Svei ykkur, blaðamenn." Er það nema von að lesendur spyrji?

Ef Páll meinar að einungis sumir blaðamenn séu meðvirkir þá ætti hann að segja það til að forðast rugling.

Það er reyndar krúttlegt hvað þú er dugleg að vernda Pál :)

Wilhelm Emilsson, 16.9.2014 kl. 00:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

jÁ ég tók mér snemma stöðu með fullveldissinnum sem Páll tilheyrir. Mér finnst einskins miskilnings gæta þarna,hann gagnrýnir þá (kannski koma þeir seinna) ),sem láta það óátalið,að fagið/blaðamaður/fréttamaður, sé jafn skefjalaust misnotað sem í Fréttablaðinu. Það lætur Páll ekki óátalið og er þar samkvæmur sjálfum sér.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2014 kl. 00:32

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, Páll skrifar: „En á Íslandi eru ekki starfandi alvöru blaðamenn heldur tröllríður meðvirknin og kæfir alla sjálfsgagnrýni." Ég er ekki að búa þetta til.

Ef þú sérð ekki að þetta er alhæfing um alla blaðamenn á Íslandi þá verður það bara að vera þannig.

Wilhelm Emilsson, 16.9.2014 kl. 04:40

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur er blaðamaður og kennari.

__________________________ 

Svona titlar blogghöfundur sjálfan sig. 

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2014 kl. 12:24

8 Smámynd: Sólbjörg

Í baráttunni gegn fjölmiðlalögunum gengu fjölmiðlamenn fremstir í mótmælunum. Svo vasklega var gengið fram að frétta- og blaðamenn enduðu margir á þingi fyrir Samfylkinguna.

Sólbjörg, 16.9.2014 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband