Er 12,9% fylgi merki um öfga?

Hægriflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent fylgi í þingkosningum þar í landi. Flokkurinn er andsnúinn auknum fjölda innflytjenda og gagnrýninn á Evrópusambandið. Fyrir það fær hann þá umsögn að vera öfgaflokkur.

Á Íslandi fékk flokkur12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum; hlynntur auknum fjölda innflytjenda og vill í Evrópusambandið einn flokka. Flokkurinn heitir Samfylking og er öh ...EKKI öfgaflokkur. 


mbl.is Ekki í stjórn með SD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Sé einhver dugur í Svíþjóðardemókrötunum - eiga þeir að leita til einhverra trúverðugra Liðsforingja Sænska Hersins / og STEYPA núverandi stjórnarháttum þar ytra: alfarið.

Gætu byrjað á - að leggja niður Ríkisdaginn (þingið) / rekið hvítflibba- og blúndukerlinga hyskið heim: og umfram allt:: SETT AF gerfi Konunginn Karl XVI. Gústaf.

Herlög - kæmu í stað ónýtrar stjórnarnskrar: t.d.

Og - sagt Svía frá ESB / sem og utanímigunni við NATÓ: að auki.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 12:36

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll,

kynntu þér nú sögu pg uppruna SD flokksins áður en þú opinberar fávisku þína um þá. Þú getur t.d. prófað að gúggla "sverigedemokraterna historia" Smelltu á myndaniðurstöðurnar til dæmis.

Hér er sagt frá þremur þnigmönnum flokksins:

http://sv.wikipedia.org/wiki/J%C3%A4rnr%C3%B6rsskandalen

Skeggi Skaftason, 15.9.2014 kl. 12:56

3 Smámynd: Ólafur Als

Öfgar er að finna innan raða SD, ekki ósvipað og innan raða V. En að kalla SD hægriflokk er í besta falli áróður eða lélegt grín. Sé horft til flestra áherslumála SD sver hann sig í ætt við miðjumoð - og kemur þá einna helst upp í hugann þjóðernissósíalistar, sem komust til valda á sínum tíma með sterkum skírskotunum í félagshyggjulausnir. Því má ALDREI gleyma!

Ólafur Als, 15.9.2014 kl. 13:43

4 identicon

P { margin-bottom: 0.08in; }A:link { }

Það er ekkert hægri vinstri í stjórnmálum og hefur aldrei verið.

Þetta er bara spil upp á það hvert peningarir fara, en það er aldrei um fólkið sem borgar, aðrir ráðstafa þeim hvort sem er.

Megnið af aurunum fer í að kaupa atkvæði og pumpa upp ríkisbáknið til að ná fleirum á spenan, og hvert fara atkvæðin þá?

Þess vegna er nýjum flokkum úthúsað, þeir fylgja ekki reglunni sem gildir!!

Mín ósk er eins og alltaf að Sannir Íslendingar fari nú að hugsa sjálfstætt og án truflana frá yfirvaldinu.

K. Think.

ThinkTanker (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 16:41

5 Smámynd: Kommentarinn

Flokkur með 100% fylgi getur alveg talist öfgaflokkur. Það fer bara eftir því við hvað þú miðar. Nasistar höfðu mikið fylgi staðbundið á ákveðnu árabili fyrir miðja 20. öld. Þó eru þeir klárt dæmi um öfgaflokk. Skoðanir þeirra eru gríðarlega öfgafullar að flestra mati í dag en þær voru það ekki í þýskalandi þess tíma, amk ekki eins mikið. Öfgar geta orðið vinsælar mjög fljótt en þær hætta þó ekki að vera öfgar í stóra samhenginu.

Kommentarinn, 15.9.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband