ESB ítrekar kröfu um aðlögun Íslands

Eina leið inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp laga og regluverk ESB.

Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Þetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áður en Samfylkingin fíflaði VG að samþykkja umsókn á alþingi Íslendinga sumarið 2009. Hér kemur skýrt fram að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er svotil nákvæmlega sama orðalagið nema að reglubákn ESB hefur stækkað úr 90 þúsund blaðsíðum í 100 þúsund.

Evrópuvaktin segir frá nýlegum fundi ráðherraráðs Evrópusambandsins þar sem fjallað er um umsókn Íslands og ítrekuð krafan um aðlögun. Eyjan, sem er málgagn ESB-sinna, fer ekki í felur með að allur lagabálkur ESB verði innleiddur.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefur hvorki umboð frá alþingi og enn síður frá þjóðinni til aðlögunarferlis inn í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt athugað:

"Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefur hvorki umboð frá alþingi og enn síður frá þjóðinni til aðlögunarferlis inn í Evrópusambandið."

Ég skal í því samhengi upplýsa að ríkisstjórnin er í dag minnihluta stjórn,

það hefur Margrét Tryggvadóttir sagt í athugsaemd á facebook, þegar ég gekk á hana um það hvort Borgara/Hreyfingar/Frjálslynda/Dögunar gengið styddi þessa skjaldborgarstjórn hrægamma og vogunarsjóða á kostnað heimila landsins.

Í ljósi þessara upplýsinga Margrétar má ljóst vera að mikil er ábyrgð "Sjálfstæðis"flokksins og eins Maddömuflokks Sigmundar Davíðs, að knýja ekki fram samþykkt á þingi -þó ekki væri til annars en að afhjúpa skinhelgi Ögmundar Jónassonar og annarra ValdaGæra- þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt yrði á skýlausan hátt:

Vilt þú að Ísland gangi í ESB?  Já eða NEI.

Hverra erinda ganga ValdaGærurnar, vinstri, hægri í miðjumoði sínu.

Óttast þær lýðræði þjóðarinnar korteri fyrir kosningar?

Sé svo, sem mér virðist, þá er engin ástæða til að þjóðin treysti 4-flokks valdagærunum fyrir endurnýjuðu umboði til þingstarfa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 20:58

2 identicon

Og ekki væri síðra að kanna jfnframt raunverulegan vilja Borgara/Hreyfingar/Frjálslynda/Dögunar gengisins til raunverulegs lýðræðis - korteri fyrir þing-kosningar.  Að maður minnist nú ekki á samfylktu útfrymin 2, sem kenna sig við Bjarta framtíð. 

Nei, "Sjálfstæðis"flokkurinn og Maddaman eru getulaus til alls, þegar til stykkisins kemur.  Þau ganga ekki erinda almennings og alls ekki lýðræðisins, fremur en samfylktu útfrymin.

Hvenær ætla alvöru sjálfstæðir, heiðarlegir og sannir Íslendingar að átta sig á þessum einföldu staðreyndum? 

Þeir sem óttast sannleiknn, þeir eru ekki frjálsir, þeir eru þrælar eigin viðja vanans.  Er ekki kominn tími til að fólk brjótist út ú steinrunnunum hellum sínum og sjái ljósið?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 21:18

3 identicon

þetta vita allir sem vilja og allir farnir að finna fyrir þvi að hitt og þetta sem her er komið inn á siðustu 2 árum eru i sambandi við þetta ferliog ef maður spyr af hverju hinu og þessu hafi verið breytt ..þá er svarið þetta er i sambandi við ESB og inngöngu i það ...þetta hlytur öllum að vera ljóst .lika það að þó greidd yrðu atkvæði þjóðar um vilja hennar sem var i raun gert i samb við stjórnarskrá breytinguna ,þá hefur það jafnfram alltaf verið sagt að það yrði ráðgefandi fyrir Rikisstjórn en ekki "BINDANDI ...svo þetta er allt löngu frágengið og það ætti fólk að vita en ekki koma núna af fjöllum ,eins og hinir jólasveinarnir !!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 23:23

4 identicon

Flottur pistill Palli, það hitnar undir rössum um þessar mundir.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband