Ónýta ríkisstjórnin og óþurftarverkin þrjú

Atlagan að stjórnarskránni, ESB-umsóknin og Icesave-málið eru mestu óþurftarverk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Afleiðingin af þessum þrem málum eru mæld í áratugum.

Þökk sé forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni, fékk þjóðin tækifæri í þjóðaratkvæðagreiðslu  til að hafna drápsklyfjunum sem ríkisstjórnin batt okkur með Icesave-samningunum við Hollendinga og Breta.

Þökk sé stjórnarandstöðunni, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, er ESB-umsóknin strönduð fram að kosningum verður lamin sundur og saman í kosningabaráttunni. Stjórnarandstaðan ásamt samfélagi fræðimanna ætlar sameiginlega að verja lýðveldið stjórnskipunaróreiðu sem því fylgdi ef atlaga ríkisstjórnarinnar að stjórnarskránni næði fram að ganga.

Þjóðin var í taugaáfalli vegna hrunsins þegar Samfylkingin og VG fengu meirihluta á alþingi í þingkosningunum 2009. Það er ekki vegna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur heldur þrátt fyrir hana sem þjóðin hefur rétt úr kútnum eftir hrun. Þjóðin mun ganga glaðbeitt til kosninga í vor og afmá meirihluta vinstriflokkanna.


mbl.is Hálfkláraður bautasteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ ekki betur séð en að Hjörleifi Guttormssyni þyki óverjandi að Steingrímur J. Sigfússon vegi ómálefnalega að VG. Nú hljóta Einar Ólafsson og Páll H. Hannesson að segja sig úr VG.

http://smugan.is/2012/12/hvenaer-akvad-vg-ad-stefna-ad-oliuvinnslu-a-dreka/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 08:42

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Brilljant, Elín.

Páll Vilhjálmsson, 13.12.2012 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband