Steingrímur J. og þögli meirihlutinn

Í hádegisfréttum RÚV sagði Steingrímur J. að þögull meirihluti þjóðarinnar vilji gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og gaf sér að meirihlutinn stæði á bakvið ríkisstjórnina.

Nú vill svo til að nýleg mæling á stöðu ríkisstjórnarflokkanna meðal þjóðarinnar. Samfylking er með 13,6% fylgi og Vinstri græn með 9,2%.

Þögli meirihlutinn nánast öskrar í eyrað á Steingrími J: VIÐ VILJUM ÞIG BURT - og það túlkar Steingrímur J. sem stuðning við stjórnarstefnuna.

Jamm.

 


mbl.is Vilja fresta umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er líklega að vísa til látinna íslendinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2012 kl. 13:07

2 identicon

Kommúnistaleiðtoginn tekinn að leita í smiðju til sjálfs Richard Nixon.

Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt.

Báðir valdasjúkir og framúrskarandi ósvífnir.

En svo er margt sem skilur þá að.

Nixon var gáfumenni en það er íslenski þjóðernissósíalistinn ekki.  

Rósa (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 14:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Íslenskættaða Eurobullan er engu-engum líkur.

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2012 kl. 14:40

4 identicon

Hann má nú eiga það að honum gengur vel að lesa mannskapinn. Ef maður eins og Óskar Magnússon tjáir sig um mannréttindabrot er hann skammaður fyrir að vera dónalegur. Ef kona eins og Gréta Salóme tjáir sig ekki um mannréttindabrot er hún skömmuð fyrir að vera ekki dónaleg. Ég veit ekkert um þögla meirihlutann - en Jakob Frímann Magnússon skákaði öllum stjórnmálafræðingum með texta sínum Bara ef það hentar mér. Vantar okkur ekki nýjan þjóðsöng?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 15:16

5 identicon

Hugsa að Steingrímur verði búin að naga sig fastan á stólin bráðum.

Hefur nokkur einasti ráðherra í íslandssögunni sýnt af sér verri vélabrögð og sviksemi við eigin kjósendur.  ...Og eigin börn?

Æseif og gjaldþrot Íslands fyrir stólin...  

Með rétt rúmlega 20% fylgi leyfir hann sér að nefna meirihluta..

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 15:17

6 identicon

Aldrei áður í íslenskri stjórnmálasögu, hefur einn pólitíkus, svikið jafn marga á jafn stuttu tímabili, sem Steingrímur J.

 Bókstaflega ÖLL stefnuloforð vinstri grænna hafa verið svikin, enda fylgið á góðri leið að ná núll-punkti !!

 "Svo uppskera menn sem þeir sá" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 18:02

7 identicon

Mér finnst þið öll gleyma einu. Aðalástæðan fyrir því að ríkisstjórnin lifir er að menn vita hvað kæmi í staðinn, ef þau færu frá. Og spor þeirra manna hræða. Átján ára valdaseta Sjálfstæðisflokksins og framsóknar-og kratahækjunnar olli því hruni, sem enn er glímt við.Nefnið eitt - bara eitt- dæmi um að núverandi stjórnarandstða hafi komið með færa leið úr þeim vanda sem glímt hefur verið við. 

kristinn V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 21:50

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér ofbýður það sem þessi Kristinn V.Jóhannson segir. Var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að Lehmanbræður voru settir á hausinn? Er heimskreppan þeim flokki að kenna? Er atvinnuleysiið, úrræðaleysið frá 2009 og landflóttinn í tíð núverandi ríkisstjórnar á ábyrgð þess flokks ? Leið honum illa allan tímann frá 1990-2007 sem dollarinn kostaði 60 krónur eða verr þegar hann kostar 125 ein sog núna? Hvaðan kemur þessi maður?

Hinsvegar er misjafn sauður í mörgu fé, líka í Sjálfstæðisflokknum. En í heildina er skoðanir þess flokks líklegri til árangurs en að flokksbræður Kristins.

Sjálfstæðsiflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar vanda Íslendinga, á Alþingi , í ræðu og ritum og á Landsfundum. Það er með ólíkindum að þessi Kristinn skuli ekki hafa orðið var við þetta.

Halldór Jónsson, 3.6.2012 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband