Þjóðin treystir Ólafi Ragnari

Afgerandi forysta Ólafs Ragnars Grímssonar í skoðanakönnun vegna forsetakosninganna kemur ekki ekki á óvart. Eftir hrun hefur sitjandi forseti reynst þjóðinni drjúgur liðsmaður og ber þar hæst Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslurnar tvær þar sem sitjandi ríkisstjórn voru settar skorður við veðsetningu á framtíð komandi kynslóða.

Þá hefur Ólafur Ragnar verið ötull talslmaður fullveldis og að forræði íslenskra málefna skuli í íslenskum höndum en ekki hjá embættismönnum í Brussel.

Framboð Þóru Arnórsdóttur náði nokkru flugi um hríð en þegar alþjóð varð ljóst að hennar framboð var skipulagt og hannað af ríkisstjórnarflokknunum og hún sjálf einarður ESB-sinni fjaraði hratt undan.


mbl.is Ólafur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ólafur samþykkti Svavars samninginn.

http://www.forseti.is/media/PDF/09_09_02_yfirlysing.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 22:35

2 identicon

Sleggjan og Hvellurinn eru hér að tala um lög með svo miklum fyrirvörum, að Bretar og Hollendingar höfnuðu því að nota þau sem samningsgrundvöll. Mér finnst mikill misskilningur að kalla það "Svavars-samninginn"

Sigurður (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 22:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Icesave I bar ekki í sér ríkisábyrgð. Ætli Ólafur hafi ekki áttað sig á því að Bretar og Hollendingar myndu hafna honum.

Enda aðalmarkmið B&H að ná fram ríkisábyrgð og óendanleika á afborganirnar.

Ragnhildur Kolka, 1.6.2012 kl. 22:44

4 Smámynd: Benedikta E

Forseti Íslands - Herra Ólafur Ragnar Grímsson - skrifaði undir Svavars-samninginn með þeim fyrirvörum að Bretar og Hollendingar samþykktu hann ekki og það hefur ekki heyrst frá þeim stakt orð varðandi þann samning síðan.

Benedikta E, 1.6.2012 kl. 22:48

5 identicon

Jú, Páll. Þjóðin virðist treysta Ólafi Ragnari. Og samkvæmt könnunum virðist hún einnig treysta Hrunflokkunum, Íhaldi og hækjunni. 

Ég hinsvegar treysti ekki þjóðinni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 22:50

6 identicon

Haukur, þú treystir ekki þjóðinni. Hverjum treystir þú? ESB, Grikkir gátu ekki treyst þeim. 

Þórður (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 22:57

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér á Mbl.blogginu,þekkja,allir hetjulega framgöngu forseta vors í Icesave-ólögvörðu innheimtukröfu málum Breta og Hollendinga. Allt er nú reynt að finna í panik,þegar aðildarsinnar sjá að um ofurefli er að etja. Hann verður að lokum alltaf sterkari og markvissari,málstaðurinn sem byggir á sannleika og réttlæti.

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2012 kl. 23:01

8 identicon

Hefi aldrei á æfinni kosið Ólaf Ragnar - en nú mun ég, og bókstaflega allir mínir félagar gera hið sama.

 Hann - og hann einn - bjargaði að afkomendur okkar sætu uppi með 100 MILLJARÐA skuldabagga Icesave.

 Heiður Ólafi - og " heiður þeim sem heiður ber".

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 23:29

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ólafur samþykkti Icesave. Hann samþykkti Svavarssamninginn (með fyrirvörum).. það er bara staðreynd.

Skipir ekki máli hvað NEI sinnar segja.

Ólafur skrifaði undir Icesave lögin. Ef Bretar höfðu samþykkt þá værum við að borga Icesave núna.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 23:38

10 identicon

Treystirðu Stöð 2 og Fréttablaðinu Páll?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 23:43

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skilyrði,fyrirvarar,eru ekki marktæk í herbúðum aðildarsinna. Væri svo skyldu þeir að Alþingi samþykkti (með hápressu) að sækja um aðild,ekki aðlögun, sem þeir tóku til að innleiða,laumulega í fyrstu,það nægir til að réttlæta afturkall á þessu ranglega túlkuðu aðildarumsókn. Raunar er forsætisráðherra æ ofan í æ farin að missa út úr sér,þá um leið viðurkenna að svo er. Þessu liði eigum við að treysta. það er þá fyrst er þau hafa eftir málgögnum sínum að Ólafur mælist langefstur í skoðanakönnun,sem áunnið vantraust,að marggefnum tilefnum,lætur undan,en getur allt eins þýtt hvatningu þeirra til fleiri áhlaupa á okkar mann.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2012 kl. 01:18

12 identicon

Ég held, að Helga hafi alveg rétt fyrir sér. Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Samfylkingin og ESB-innlimunarfólk mun ekki gefast upp á að koma sinni konu á forsetastól. Þóra hefði tæplega farið fram, ef þetta lið hefði ekki verið búið að stinga svo saman nefjum, að hún ætti meiri möguleika en aðrir, sem það gat óskað sér.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 01:33

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að benda gríslingunum Sleggjuhvellum að fyrstu samningsdrögum var laumað aftan að þjóðinni með engum fyrirvara. Sreingrímur laug um að það væri ekkert að gerast og hann vissi ekki mikið um málið, en daginn eftir birtist samningurinn og var troðið í gegn um þingið með fyrirvörum, sem á hann voru settir.

Ólafur fékk enga undirskriftalista, engin mótmæli né nokkur leið að skipuleggja slíkt með þeim fyrirvara. Þannig átti að troða þessu í gegn.

Ólafur hafnar ekki lögum upp á eigin fordæmi, eða af því að honum líst ekki á málið. Hann er nefnilega hlutlaus sem forseti og grípur aðeins inn í málin ef óánægja þjóðarinnar er sýnileg og jafnvel hylli undir uppþot.

Það má vel vera að Óla hafi ekki litist á samninginn, en hann hafnaði honum ekki af því að enginn fékk að tjá sig um hann. Það mál allt er vitni um hverslags ógeð þessi stjórn er. 

Hvað varðar fyrirvarana, þá voru þeir settir inn til að forða okkur frá þessu slysi.  

Forseti hefur ekki geðþóttavald og þarf ríkar ástæður til að grípa inn í. Það hefur Ólafur sýnt að hann skilur.  Samfylkingin hinsvegar ætlar sér að koma inn forseta sem lýtur vilja ráðherra og ríkistjórnar og hunsar vilja þjóðarinnar. 

IceSave I er ágætt að rifja upp, því það er svo lýsandi fyrir það ofbeldi, leyndarhyggju og svikráð, sem hafa einkennt þessa ríkistjórn.  

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 02:24

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steingrímur var kjörinn á þing á því heiti að fyrr skyldi hann dauður liggja en borga Icesave.  Hann vann svo að því ötulastur manna ásamt kunningjum sínum að troða þessari skuld á kjósendur sína. Hann laug og laumaðist og reyndi að fremja landráð í raun. Það er engin upphrópun, heldur algerlega með tilvísan í landslög.

Hann þarf að draga fyrir landsdóm eftir kosningar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 02:29

15 identicon

Atli Gíslason hefur nú nýlega sagt í viðtali:

„Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi [ESB] umsóknarinnar. Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.

Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina. Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.“

Það er vart hægt að segja það öllu skýrar en Atli gerir hér, að Steingrímur J er undirförull læmingji og lygari, sem beinlínis ætlaði markvisst að ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og Svavari fannst það svo fyndið að hann hló og sagði að þjóðin ætti að fara á krossinn fyrir syndir hins alþjóðlega fjármálheims.  Hann nennti þessu ekki lengur;  þetta sagði ríkisjötukomminn lærifaðir Steingríms og hló djöfullega, enda skítsama um hag alls hins óbreytta almennings hér á landi, sem skyldi komið niður á hnén og skyldi þannig, krjúpandi, taka héðan í frá taka á móti ölmusu, sem betlarar.  Sú mynd er greypt í minningu okkar margra og það skal aldrei líðast, að þeir komist upp með þau brot, sem þeir ætluðu markvisst að krossfesta þjóðina, svo landránið gæti hafist.  Munum að Ögmundur líkti ástandinu við Kópavogsfundinn 1662 og gekk úr ríkisstjórn til að mótmæla. 

Megi skömm þeirra Steingríms og stalínsta hans vara að eilífu í Íslandssögunni. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 03:50

16 identicon

Mig langar svo til að vekja athygli á stórmerkum pistli Einars Steingrímssonar,

þar sem hann veltir upp alveg nýrri hlið á túlkun 25. gr. stjórnarskrárinnar.

Stundum þarf stærðfræðing til að sjá hin augljósu rök, sem aðrir kusu að fela:

http://blog.eyjan.is/einar/2012/06/01/thvaelan-um-25-grein-stjornarskrarinnar/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 03:59

17 identicon

Jú, jú, Ögmundur gekk úr ríkisstjórninni. En því má ekki gleyma, að hann skreið inn í hana aftur með lafandi skottið.

Þá hneig hann niður um margar stærðargráður í mínum huga.

Ég sagði hér áður að hann væri eins og perla á skítahaug í alþingi og í ríkisstjórn. Ég dreg þau orð margfalt til baka.

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 08:11

18 identicon

Hér eru mörg góð innlegg.

Er að hugsa um að lesa aftur Jón Steinar og Pétur Örn frá í nótt.

Ólafur bjargaði Íslandi.  Einfalt mál.

Það er eiginlega alveg sama hver býður sig fram á móti honum.

Hann bjargaði landsmönnum og afkomendum sínum þrátt fyrir sinn bakgrunn og fyrri vinskap við ráðandi öfl í landinu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 09:38

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

bjargaði þjóðinni LOL

er fólk ekki að fyljgast með

nú er icesave fyrir dómstól og það gæti farið að við verðum dæmd til að greiða pakkann með dráttarvöxtum.

seinni samningurinn var mjög hagstæður.... en áhættusæknu íslenindgar vildu fara með þetta í dómstóla og taka áhættu.

ekki mikil lærdóur af hruninu eða áhættusækni útrásarvíkingana hjá almenningi.

guð hjálpi ísland

svo ég tek undir með geir

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 10:52

20 identicon

Palla Vill hefur aldrei skort húmorinn: "Þjóðinn treystir Ólafi Ragnari"(!)

... svona álíka mikið og keyptu ruglskrifunum þínum Palli minn. 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 11:24

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óhætt að taka undir þá bæn,horfandi á sleggjuna yfir höfði okkar,og lært að á Íslandi eru hættulegustu ómennin. Höfum byggt upp öflugar hjálparsveitir,sem enginn stenst snúning,Íslandi allt.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2012 kl. 11:29

22 Smámynd: Elle_

Haukur er enn að sleppa að ofstækisflokkur Jóhönnu var í stjórn við fall bankanna og það hlýtur að vera viljandi.  Hann ætti að vita og svo hefur hann nógu oft verið minntur á það.  Og svo er ég sammála Jóni Steinari að draga á Steingrím fyrir dóm, Jóhönnu og Össur líka, bæði fyrir blekkingar og lygar í opinberri ÞJÓNUSTU og fyrir að ætla að stela 500-1000 MILLJÖRÐUM í ICESAVE úr ríkissjóði.

Elle_, 2.6.2012 kl. 11:30

23 Smámynd: Elle_

Hvellur, EFTA dómstóllinn er ekki aðfararhæfur á Íslandi svo vinir ykkar Jóhönnu verða að fara fyrir ísl. dómstóla vilji þeir eyri úr ríkissjóði.  Og Ólafur bjargaði þjóðinni frá nauðunginni hvað sem þú segir.  Hann gerði það þegar hann færði valdið í málinu til fólksins, þar sem valdið á að vera í lýðræðisríki.

Elle_, 2.6.2012 kl. 12:19

24 identicon

Það sem Elle bendir á, verður aldrei nógu oft undirstrikað:

Samfylkingin var í hrunstjórninni og því er "hreina vinstra" kjaftæðið, sem ma. Ögmundur felur sig á bakvið, einungis gegnsæ dula og líkast til það eina gegnsæja við þessa ríkisstjórn og Ögmundur veit það, amk. innst inni:

Hún er nakin á bakvið skinheilaga hræsni sína.

Hún einkavæddi bankana á sama hátt og einka-vina-væðingar stjórnin gerði.

Fjármagnseigendunum allt sagði hrunstjórnin

Fjármagnseigendunum allt sagði fyrsta "hreina" "vinstri stjórnin"

Og Össur og Jóhanna enn sem kettir í kringum rjómaskálina.    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 13:10

25 identicon

Þjóðin, innbyggjarar, er ekki “ready” fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki enn. Of ílla upplýst, nennir ekki að kynni sér málavexti áður en ákvörðun er tekin, lætur eigin hagsmuni og klíkutengsl ráða ferðinni. Þessvegna, einmitt þessvegna, kaus hún aftur og aftur, trekk í trekk, afglapann Dabba og fyllibyttuna Dóra, þar til ríkið varð gjaldþrota.

Hringja þurfti í IMF: “Please, come immediately, no money left”.

Jónas Kristjánsson 01.06.2012

Þið berið ábyrgðina

Þið náið aldrei árangri með því að velja pólitíkusa eins og þið hafið hingað til gert. Þótt þið hristið hausinn yfir alþingismönnum, hafið sjálf valið þá. Þið náið ekki heldur árangri með því að velja forseta eins og þennan. Hann hefur langa ævi staðið fyrir illindum og klofningi. Og allra sízt munið þið leysa vanda þingræðis með því að flytja völdin yfir í forsetaræði. Þið þurfið fremur að taka sönsum. Hætta að trúa loforðum og stefnu, gaspri og útúrsnúningum. Þið gerðuð þó eitt rétt, völduð Stjórnlagaráð. Nú þurfið þið að fá lykilmenn ráðsins til að bjóða fram lista um okkar grundvallargildi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 13:27

26 identicon

Haukur, þetta er ekki rétt hjá þér og þú veist það alveg,

því þjóðinni er einmitt fullkomlega treystandi og sér í lagi í þjóðaratkvæðagreiðslum, eins og sannaðist í tvígang í Icesave málinu.

Og það þó allt ríkisvaldið og stofnanir þess hömuðust með hræðsluáróður og Kúbu norðusins.  En það að Jónas og þú mærið nú Vilhjálm Þorsteinsson, gjaldkera samfylkts sýndarveruleikans, er með ólíkindum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 13:43

27 identicon

  • Samkvæmt rökfastri grein Einars Steingrímssonar, sem ég vísa til hér að ofan, um að forseti geti, skv. 25. gr. Stjórnarskrárinnar látið leggja fram eigið frumvarp á þingi, um td. kvótamál, sem Ólafur Ragnar hefur sagt að hann gæti vel hugsað sér að þjóðin fengi svo að kjósa um.  Til þess þarf hann bara að biðja einhvern þingmann eða ráðherra að flyja málið, skv. 55. gr. Stjórnarskrár.

    Nú ætti Ólafur að fá einhverja þingmenn til að leggja fram frumvarp sitt um kvótamál, sem væri í samræmi við yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar. Samfylkingarþingmenn, myndu missa allan trúverðugleika ef þau gripu ekki þetta einstaka tækifæri til að virkja öryggisventil Ólafs um kvótamál, í þágu þess sem þau, amk. í orði kveðnu, hafa barist fyrir.

    Það væri þó spaugilegast ef Ólafur færi þess á leit við hennar heilagleika, frú Jóhönnu, að hann óskaði þess að hún leggði fram frumvarp hans um kvótamál ... og ESB andstöðu, skv. 25. og 55. gr. Stjórnarskrárinnar.  Það held ég að yrði fjaðrafok á páfuglabúinu:-)

  • „Í nafni forseta vors, leggjum við fram frumvarp hans …“ etcetera

  • Kannski Hreyfingin gæti hugsað sér að leggja góðu máli lið … eða hvað?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 16:34

28 Smámynd: Mofi

Það er orðið þá frekar slæmt ef að Þóra er ESB sinni en segir að sækja um aðild að ESB sé eins og að leigja herbergi í brennandi íbúð. Ef elítan í ESB aðild talar þannig þá er alveg útilokað að það sé alvöru fylgi við ESB aðild.

Mofi, 3.6.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband