Hvar er Ögmundur?

Útboð Evrópusambandsins á almannatengslaþjónustu og útgáfu á Íslandi vegna umsóknar Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu brýtur íslensk lög sem banna erlendum aðilum að fjármagna blaðaútgáfu hér á landi.

Í útboði Evrópusambandsins er talað um ,,Printed matter and related products." Evrópusambandið hyggst verja allt að 1,5 milljónum evra í verkefnið eða 230 milljónum króna. Markmið útboðsins er að bæta ímynd og orðspor Evrópusambandsins hér á landi.

Í lögum frá 1978, með síðari breytingum, er skýrt kveðið á um bann við að erlendir aðilar kosti beint eða óbeint blaðaútgáfu hér á landi.

Auglýsing Evrópusambandsins vísar beint í svokallaða IPA-peninga sem ætlaðir eru umsóknarríkjum til aðlögunar að Evrópusambandinu.

The main objective of the service contract, to be funded under the Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA), will be to improve public knowledge and understanding of the European Union in Iceland.

Íslensk stjórnvöld verða þegar í stað að grípa í taumana og hindra lögbrot Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, láttu ekki svona Páll.

Er þessi lög ekki bara úrelt eins og lögin um Landsdóm?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 16:26

2 identicon

Ögmundur er á fundi með óeirðalögreglunni sinni.

Nú þurfa hann og vinir hans á henni að halda.

Annars fleygir alþýðan þeim út úr spillingarmusterinu.

Ætli Ögmundur sé  búinn að panta fleiri stálgirðingar til að tryggja öryggi sitt og hinna siðleysingjanna á þingi?

Það gæti verið ráðlegt að leggja inn pöntun núna.

KARL (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hélt að aðeina mafíosar, útrásarglæpamenn og pólitíkusar þyrftu að laga ímynd og orðspor. Ef ESB væri þetta fyrirmyndarríki þyrfti það ekki á almannatengslum að halda. Öðru gegnir með t.d. Björgólf Thor

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband