Óráð að ganga í ESB og taka upp evru

Í fyrirlestri í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag varaði Dr. Heiner Flassbeck yfirmaður alþjóðavæðingardeildar Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

Flassbeck fékk spurningu úr sal  um hvort evran væri ekki lausn fyrir Íslendinga. Hann hélt nú ekki. Sagðist hafa verið  viðbúinn þessari spurningu og varpaði upp á tjald mynd sem sýndi þann vanda sem Evrópusambandið ætti við að glíma vegna sundurleitrar verðbólguþróunar. Þar væri Þýskalandi aðalsökudólgurinn vegna miklu lægri verðbólguþróunar, en þessi sundurleitni væri að ganga af
evrusamstarfinu dauðu.

Við þessar aðstæður ætti ekkert land að gerast aðili að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú gaman að finna útlending sem fer eftir manns eigin handriti. Hefur þér dottið í hug að kannski hafi hann rangt fyrir sér? Það hefur t.d. lengi verið vandamál í Bandaríkjunum að þar er efnahagsþróun mjög misjöfn milli ríkja, allt í uppgangi um langa hrið í suðurríkjunum, ryðbeltið fyrir norðan og Kalifornía á hausnum. Hvað sagði doktorinn góði um hið ömurlega ástand dollarasvæðisins? Eða var hann á því að stöðugleiki (miðað við íslenska rússibanann) væri aldrei eftirsóknarverður?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sameiginlegur gjaldmiðill virkar í Bandaríkjunum enda uppfylla þeir t.d. skilyrði Roberts Mundell (oft nefndur faðir evrunnar) um hið hagkvæma myntsamstarf. Sveiganlegan vinnumarkað, sveigjanleg laun og samfelldar hagsveiflur. Eitt af þessu nægir að uppfylla til þess að fyrirkomulagið geti gengið. Evrusvæðið hefur hins vegar aldrei uppfyllt nein af þessum skilyrðum og líkurnar á því að það muni einhvern tímann gera það minnka stöðugt. Evrusvæðið er pólitískt fyrirbæri. Ef hagfræði hefði ráðið för hefði það aldrei orðið til.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Til viðbótar við það sem HJG nefnir hafa Bandaríkjamenn sameiginleg fjárlög og íbúar allra fylkjanna greiða skatta til ríkisins.

Þetta er ekki hægt í ESB nema stíga skrefið til fulls og stofna Evrópuríkið (formlega). Það er reyndar stefnt að því leynt og ljóst ... þótt Össur vilji alls ekki að það sé sagt upphátt.

Haraldur Hansson, 6.10.2010 kl. 00:39

4 identicon

Ferill þessa þýska sósíaldemókrata er athyglisverður:

Heiner Flassbeck studierte von 1971 bis 1976 Volkswirtschaftslehre an der Universität des Saarlandes. Danach arbeitete er bis 1980 im Assistentenstab des Sachverständigenrates zur Begutachtung der gesamtwirtschaftlichen Entwicklung. Er promovierte 1987 zum Dr. rer. pol. an der Freien Universität Berlin mit dem Thema: Preise, Zins und Wechselkurs. Zur Theorie der offenen Volkswirtschaft bei flexiblen Wechselkursen.
Nachdem er seit 1980 im Bundeswirtschaftsministerium in Bonn tätig gewesen war, wechselte er im Jahre 1986 zum Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung (DIW) in Berlin, wo er an Arbeitsmarkt- und Konjunkturanalysen und über wirtschaftspolitischen Konzepte arbeitete. 1990 übernahm er beim DIW die Leitung der Abteilung Konjunktur.
Nach dem Regierungswechsel im Oktober 1998 wurde er zum Staatssekretär im Bundesministerium der Finanzen berufen (Kabinett Schröder I). Er beriet den damaligen Bundesfinanzminister Oskar Lafontaine bei dessen Vorhaben, gemeinsam mit dem französischen Finanzminister Dominique Strauss-Kahn eine keynesianische Finanz- und Währungspolitik auf europäischer Ebene zu etablieren. Nach dem Ausscheiden Oskar Lafontaines im März 1999 als Bundesfinanzminister endete im April 1999 auch Flassbecks Tätigkeit als Staatssekretär.
Die Hamburger Universität für Wirtschaft und Politik ernannte Flassbeck im März 2005 zum Honorarprofessor.

Heimild: Þýska víkípedía

Áslákur Illugason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband