Ríkisstjórnarklúður Jóhönnu Sig.

Vinstristjórnin klúðraði sínum málum strax í upphafi. Hún var mynduð til að Samfylkingin þyrfti ekki að gera upp við hrunið; sáðkornið vorið 2009 spratt fram sem illgresi í atkvæðahönnun Samfylkingarinnar við afgreiðslu Atlanefndarinnar á ráðherraábyrgð. Illgresið þarf að uppræta áður en lengra er haldið og knýja Samfylkinguna til að horfast í augu við ábyrgð sína á hruninu.

Í annan stað var ríkisstjórnin mynduð á grundvelli svika Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við yfirlýsta stefnu sína að hag Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn sem byrjar ferilinn á ábyrgðarleysi annars vegar og hins vegar svikum er dæmd til að mistakast. Tími ábyrgðarlausra klækjastjórnmála á að heyra fortíðinni til - og ríkisstjórn Jóhönnu Sig. á heima á öskuhaugum sögunnar.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Valdstjórnin skilur bara ofveldi !

 

Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að valdstjórnin skilur ekkert nema ofveldi og grjótkast. Ekkert þýðir að rökræða um vandamálin við Jóhönnu. Ekkert þýðir að bjóða Steingrími lausnir á vandamálum. Þetta fólk hugsar bara um það eitt að húka á valdastólunum.

 

Það er fyrst þegar Jóhanna gerir í brækurnar af hræðslu, sem hún íhugar kosningar. Það gerði hún í gærkvöld, þegar hún sagði að kosningar kæmu til álita. Í dag nefnir hún ekki kosningar einu nafni og hið meðvirka frétta-lið hefur ekki rænu á að spyrja hvenær boðað verður til kosninga.

 

Kosningar verður að boða strax og forsetinn verður að skipa fólk utan Alþingis í ríkisstjórn, sem starfar þar til mynduð hefur ný ríkisstjórn að loknum kosningum. Málið er einfalt og kosningar verður að knýgja fram, þótt það kosti grjótkast og nokkrar brotnar rúður í Alþingishúsinu.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2010 kl. 13:02

2 identicon

Kosningar eru nauðsynlegar.

Skipa má bráðabirgðastjórn fram í febrúar - þá er tilvalið að kjósa.

Þá gefst tími fyrir ný framboð að skipuleggja sig.

Og hægt verður að moka siðspilltum og óhæfum þingmönnum ALLRA FLOKKA út í prófkjörum.

Þannig verður hægt að fela nýju fólki að endurreisa Alþingi.

Það er ónýtt.  

Rósa (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:01

3 identicon

Hún Jóhanna er bjáluð að segja núna að "samstaða" þurfið að verða á Alþingi!

Og Steingrímur snar þegar hann þykist hafa móttekið skilaboð mótmæla.  Heldur hann að það sé líka hægt að stinga þeim skilaboðunum ofan í skúffu?

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband