Ísland á vini í Færeyjum og Noregi

Norðurlönd eru klofin í afstöðunni til lánveitinga til Íslands, aðeins Norðmenn eru tilbúnir að veita Íslendingum lán án skilyrða frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Á þessa leið er uppsláttur í stærsta blaði Noregs í dag, Aftenposten.

Færeyingar voru þeir fyrstu sem skilyrðislaust  lánuðu okkur eftir hrun. Norðmenn, sem eiga víðtækari hagsmuna að gæta í alþjóðlegu samhengi, tóku sér lengri tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Norsk stjórnvöld voru beitt þrýstingi heimafyrir og það sneri þeim á endanum. Afstaða Norðmanna staðfestir að samkennd okkar og þeirra yfirstígur hagsmuni.

Svíar, aftur á móti, geta ekki fyrir nokkurn mun fallist á annað en að Íslandi beygi sig fyrir tilskipunum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Sænskir bankar eiga tröllaukna hagsmuni í Eystrasaltsríkjunum, þar sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stýrir efnahagsaðgerðum líkt og hér. Ef Svíar fallast á sérsjónarmið hvað Ísland varðar er viðbúið að Lettar, Litháar og Eistar krefjist sömu þjónustu.

Afstaða Færeyinga og Norðmanna til okkar tekur af öll tvímæli um hvar Ísland á heima meðal þjóðanna. Við eigum að byggja upp samvinnu við þessar tvær þjóðir auk Grænlendinga. Engin þessara þjóða er á leiðinni í Evrópusambandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þessar alhæfingar þínar og ýmissa annarra um þjóðir eru fremur þreytandi fyrir upplýst fólk. Í gegnum árin höfum við þurft að hlusta á formælingar sumra Íslendinga gegn Norðmönnum vegna fiskveiðimála, bull um Svía vegna menningarmála og Dani vegna ýmissa mála sem ég nenni ekki að telja upp. Eru Íslendingar einhver þjóðflokkur sem allir eiga að elska og umbera hversu vitlausir þeir geta verið í athöfnum sínum og talsmáta? Svíar, Íslendingar og aðrar umræddar þjóðir eru upp og ofan eins og gengur.

Þessi stíll ykkar er hluti af upphrópunum um „gömlu nýlenduveldin“ Holland og Bretland sem mörgum er orðin svo töm. Hvers vegna ganga menn ekki alla leið og tala um nasistana í Þýskalandi, Merkel og Co. Það er í sama þjóðrembu og lýðskrumsstílnum sem yfirtekur heilbrigða hugsun byggða á yfirvegun og raunsæi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.3.2010 kl. 09:22

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þegar upplýst fólk eins og þú, Hjálmtýr, hvetur til að núverandi kanslari Þýskalands verði kenndur við nasisma er fokið í flest skjól.

Páll Vilhjálmsson, 12.3.2010 kl. 09:52

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Útúrsnúningar - eða skilningsskortur - hjálpar ekki uppá sakirnar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.3.2010 kl. 10:32

4 identicon

Góður punktur varðandi Svíana og hagsmuni þeirra í Eystrasaltsríkjum, Páll.

 Ábyggilega rétt hjá þér

Karl (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband