Kjaftæðið er bakspuni ríkisstjórnarinnar

Steingrímur J. biður atvinnulífið og þjóðina almennt að hætta þessu kjaftæði að ríkisstjórnin sé aðgerðalaus. Hér hittir Steingrímur J. sjálfan sig fyrir. Spuni ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði er að ekkert gerist á meðan Icesave-deilan sé óleyst. Eflaust var hugmyndin að nota þennan spuna til að brjóta á bak aftur innlenda andstöðu við skuldaklafasamninga við Breta og Hollendinga sem gerðir voru síðasta sumar.

Þjóðin hafnaði Icesave-frumvarpi stjórnarinnar og þá kemur bakspuninn: Ríkisstjórnin hefur staðið aðgerðalaus og leyft atvinnulífinu að blæða út á meðan innanlandsófriður var um Icesave. Hótun Steingríms og Jóhönnu um að himinn og jörð myndu farast ef ekki yrði samið við Breta og Hollendinga sýndi sig vera innantóm hótun. Til hvers var jafn mikið lagt undir af hálfu stjórnarinnar?

Jú, vegna þess að stjórnin hefur enga framtíðarsýn um hvernig nýja Ísland á að líta út. Ríkisstjórnin veit ekki í hvort fótinn hún á að stíga og kemur því fyrir sem aðgerðalaus.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það eru fleiri orðnir þreyttir á kjaftæði. Stjórnin hefur talað um að ekkert fjármagn fáist ef ekki verður samið um Icesave. Ég man ekki betur en OR hafi verið að fá stór erlent lán fyrir nokkrum mánuðum. Ef við ráðumst í arðbær verkefni getum við fengið lán. Lífeyrissjóðirnir eru einnig reiðubúnir að setja fé í framkvæmdir. Hvar liggur þá vandinn annars staðar en hjá stjórnvöldum.

Á tímabili var allt Sjöllunum að kenna og manni heyrist eins og nú bráðum verði allt AGS að kenna. Steingrímur og Jóhanna verða að hætta að lifa í fortíðinni og líta í eigin barm.  

Nú er kjöraðstæður fyrir útflutningsatvinnuvegina

Jon (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:10

2 identicon

Steingrímu afhjúpar sig meir og meir sem aðdáandi stjórnarstíls í Norður Kóreu og annarra ríkja í þeirri deildinni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:14

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

SJS er mesti kjaftaskur Íslandssögunnar, hann virðist trúa bullinu sem glimur í hausnum á honum.

Birgir Viðar Halldórsson, 12.3.2010 kl. 13:14

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

af hverju er Steingrímur svona pirraður? Er hann að missa tökin...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband