ESB að kveikja á samfóplottinu

Evrópuþingið ræddi umsókn Íslands um aðild að ESB í vikunni. Samkvæmt samantekt þingsins settu þingmenn fram efasemdir um raunverulegan vilja Íslendinga til að ganga í sambandið og spurðu hvort íslenska umsóknin ætti nokkurn stuðningi heima fyrir. Áhrifamikill þýskur þingmaður, Elmar Brok, hafði orð fyrir efasemdarmönnum.

Elmar Brok (EPP, DE), noted that Iceland is ideally located for energy supplies and said that only 33% of Icelanders would support joining the EU. "Can we negotiate with a population who is likely to say no in the end? The Norwegians told us no twice in the past!", he asked, a view echoed by MEPs Hannes Swoboda (S&D, AT) and Ulrike Lunacke (Greens/EFA, AT).

Brok eins og þýsku þigmennirnir sem eru í heimsókn hér veit sínu viti. Hann væri hlynntur inngöngu Íslands, m.a. vegna auðlindanna, en sér ekki miklar líkur á að íslenska þjóðin sé á leiðinni í Evrópusambandið.

Samfylkingin gerði aðild að kosningamáli fyrir tæpu ári vegna þess að flokkurinn vildi ekki ræða fortíð sína í hrunstjórn Geirs H. Haarde í einn stað og í annan stað vegna þess að flokkurinn hafði ekkert fram að færa. Betra að veifa röngu ESB-tré en alls öngvu, var kosningastrategía Samfylkingarinnar.

Merkingarlausa samfóplottið verður okkur dýrt í Evrópu ef við grípum ekki strax í taumana og drögum umsóknina til baka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við megum vera þakklátir þessum trúðum fyrir að hafa spilað svona rassgatið úr þessu.  Nú verður í framtíðinni varla litið á umsókn fyrr en að undangengnum þjóðaratkvæðum og þá um það hvort það eigi yfirleitt að sækja um.

Vofan elliæra og garðálfurinn sífulli hafa eftir allt gert þjóðinni greiða.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 23:48

2 identicon

Ég heyrði út undan mér að umsóknin að ESB hefði eyðilagt fríverslunarsamningsviðræður okkar við Kína, þeim hefði verið slitið algerlega.

Vitiði hvort það sé rétt? ef svo er þá er samfó búin að eyðileggja mikið.

kv. Svavar

svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 08:45

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að samfylkingin þurfi að finna sér eitthvað annað tré til að veifa en þetta ESB tré sem er alveg lauflaust og alsett þyrnum.

Hreinn Sigurðsson, 12.3.2010 kl. 08:54

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svavar:  Fríverslunarsamningagerð við Kína gekk vel miðað við það að Ísland er fyrsta vestræna þjóðin sem þeir leita eftir að gera fríverslunarsamning við.  Viðræðurnar voru settar á bið við hrunið, en aðildarumsóknin að ESB flækist líka fyrir.  Það er enginn hagur fyrir hvorki kínverja né okkur að halda áfram viðræðum ef Ísland skyldi svo ganga í ESB, og þar með þurfa að segja upp sínum fríverslunarsamningum.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2010 kl. 09:13

5 identicon

Takk fyrir þetta Axel.

Mér vissi það að það væri ekki hagur að semja á fullu vegna hugsanlegar inngöngu okkar, en allavegana gott að Kínverjar hafi ekki slegið þetta af borðinu.

Því þetta mál er mikið mikilvægara en innganga í esb.

kv. Svavar

svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband