Hönnuð samfylkingarfrétt á Stöð 2

Stöð 2 hannaði frétt í þágu Samfylkingar í gær. Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson, góðkunningi ESB-sinna og í sérstöku sambandi við Össur Skarphéðinsson yfirplottara, gerði frétt um að einhverjir sjálfstæðismenn vildu segja upp Framsóknarflokki í ríkisstjórn, - væntanlega til að taka saman við Samfylkingu.

Fréttin er liður í allsherjaráhlaupi vinstrimanna á Framsóknarflokkinn vegna þess að oddviti flokksins í Reykjavík vill afturkalla leyfi til múslíma að byggja mosku sem yrði kennileiti höfuðborgarinnar.

Fréttin byggði  á nafnlausum heimildum að stærstum hluta, sem sagt slúðri, og viðtali við ,,frjálslyndan" sjálfstæðismann en það er annað orð yfir þá sem tilheyra samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Finnur aðeins fyrir þrýstingi í hnénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ætli sé til eitthvað við fóbíu eins og þessari ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.6.2014 kl. 12:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einelti beint úr sjónvarpssal "Ónefndur sagði mér” og Gróa glottir við tönn. Hvert eitt einasta mannsbarn hefur lært að lesa úr fréttum Esb-miðlanna.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2014 kl. 12:45

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Víðsjá bætir í. Áslaug María og Hjálmar Hjálmarsson ætla að úttala sig í þeim góða félagsskap. Rúv er að springa úr eftirvæntingu.

Ragnhildur Kolka, 3.6.2014 kl. 15:01

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvernig ofsahatrið á Sjálfstæðisflokknum hefur hreinlega eins og dáið út en í staðinn hefur risið eitthvað svo samhent og ofstækisfullt hatur á Framsóknarflokknum innan sama hóps að það er engu líkara en því sé gefin reglulegt innbyrðis eldsneyti á hverjum degi.

Ég veit auðvitað ekkert um það hvort svo geti verið en miðað við hasarinn í rangtúlkunum og yfirlýsingagleðinni þá hefur það hreinlega hvarflað að mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið það sér til ágætis að þar hefur orðið til einhver tvístígandiháttur gagnvart ESB-aðildinni. Samfylkingarnir sjá von í því að þeir sem hóta klofningi ef umsóknin verði dregin til baka sé hliðholl þeirra málstað. Þeir beina því haturseldunum að Framsóknarflokknum sem þeir sjá sem einu raunverulegu hindrunina til að komast til marksins sem þeir hafa stefnt að lengur en flestir vilja horfast í augu við.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.6.2014 kl. 03:46

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má komast að því Rakel m.þ.a. Afturkalla umsóknina.

Ragnhildur Kolka, 4.6.2014 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband