Alþingi er aukaatriði - umræðan er á netinu, verkin í stjórnarráðinu

Algjört aukaatriði er hvort alþingi starfar eða ekki. Og enn minna atriði er hvort svokölluð starfsáætlun þingsins sé fyrir hendi eða ekki. Einu sinni var alþingi uppspretta stjórnmálumræðu. Þar voru lagðar fram upplýsingar og fitjað upp á nýmælum.

Á seinni árum er alþingi ekki vettvangur frumkvæðis og nýmæla. Yfirbragð þingstarfa er nöldursleg vanmetakennd. Þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja aldrei fram nýjar upplýsingar eða reifa fersk sjónarhorn eldri álitamála.

Pólitísk umræða fer fram í netútgáfum, fjölmiðlum og bloggi. Enginn þingmaður stendur reglulega fyrir umræðum á netinu. Fyrrverandi þingmenn, t.d. Björn Bjarnason og Björn Valur Gíslason, eru reglulegir þátttakendur auk nokkurra tuga áhugamanna um stjórnmál.

Þegar umræðunni sleppir og verkin tala verður hlutur alþingis enn minni. Framkvæmdavaldið er í höndum stjórnarráðsins. Samkvæmt stjórnskipuninni á alþingi að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. En það eftirlit kemur fyrir lítið þegar þingmenn gaspra dagana langa um fundarstjórn forseta.

Ríkisstjórnarmeirihlutinn ætti að leyfa stjórnarandstöðunni að grafa sína gröf fram eftir sumri. Það verða engin mótmæli á Austurvelli þótt alþingi sitji fram yfir verslunarmannahelgi.


mbl.is Samkomulag um þinglok ólíklegt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband