Össur og Þorbjörn hanna nýja atlögu að Sigmundi Davíð

Þegar Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra var ötull talsmaður hans, í ESB-málum sérstaklega, fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2/365miðlum sem m.a. þáði boðsferðir til Brussel í því skyni að ,,dýpka" skilning sinn á Evrópusambandinu. Þeir félagar settu saman í dag fréttaatlögu að Sigmundi Davíð forsætisráðherra.

Þorbjörn undirbjó jarðveginn fyrir Össur með því að birta fréttaskýringu í viðskiptablaði Fréttablaðsins um meinta gleði kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna. Fréttaskýringin byggir ekki á neinum nafngreindum heimildum og er þar af leiðandi slúður í fréttabúningi.

Össur kemur í kjölfarið með Feisbúkk færslu þar sem hann mærir félaga sinn Þorbjörn fyrir að vera afburðablaðamaður og dregur síðan víðtækar afleiðingar af slúðurfréttaskýringunni og þær helstar að forsætisráðherra sé ömögulegur samningamaður. Eyjan endurbirtir með fyrirsögninni: Samdi Sigmundur Davíð af sér?

Össur og Þorbjörn endurtaka í þessari fréttahönnun gegn Framsóknarflokknum leikinn frá í fyrrasumar þegar þeir bjuggu til frétt um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að segja upp ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn vegna moskumálsins.

Blaðamenn sem stunda vinnubrögð þessu tagi hljóta að fá verðlaun - t.d. frá samtökum almannatengla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Össur er aldrei sprækari en þegar hann situr í miðjum spunavefnum og togar í strengina.

Ragnhildur Kolka, 24.6.2015 kl. 19:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hahaha - alltaf góður kæri Páll laughing  Hittir að venju naglann á höfuðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.6.2015 kl. 20:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þessi hryðja stendur stutt yfir,hún springur framan í verktakann. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2015 kl. 21:39

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Sennilega nokkuð rétt. Skattfríðindi og Ferðapeningaumslögin carpa nýju ljósi á orðtækið "Sjaldan hef ég flotinu neitað!"

Kolbeinn Pálsson, 24.6.2015 kl. 21:46

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Össur hefur sýnt að hann er þjóðinni hættulegur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.6.2015 kl. 22:49

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt sð SDG virðist hafa samið af sér þarna og varpað hagsmunum lands og lýðs fyrir róða.

Þetta er líka allt svo vandræðalegt hjá framsóknarmönnum.  

Hérna hafa þeir talað í fleiri fleiri misseri um að ekki væri verið að semja, - hvað gerist?  Jú, allt í einu dúkka þeir upp með ,,glæsilegan samning", að þeirra sögn.

Síðan þegar farið er að rýna í efnisatriði virðist frekar augljóst að um afleitan samning hafi verið að ræða og þjóðin hlunnfarin um hundruði milljarða af framsóknarmönnum.

Skaðinn af þessu er orðin allt allt of stór.  Allt of stór.  Og virðast engin lát á.

Það sem er jákvætt er að fylgið er farið.  Það eru flestir búnir að sjá í gegnum framsóknarhroðann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2015 kl. 13:01

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er nú meiri einfeldnin sem kristallast í þessum greinum þínum Páll. Hvar er baráttuandinn, hvar er skynsemin, hvar er allt sem þú áttir, en tapaðir fyrir l0ngu síðan, sökum afbríðsmi!!!

Jónas Ómar Snorrason, 25.6.2015 kl. 18:22

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBK !

Gerðu nú tilraun til að lesa þér til gagns og hættu þessu rugli þínu !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.6.2015 kl. 00:51

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Sama á við um þig og ÓBK - reyndu að lesa þér til gagns - mátt einnig fara á arnastofnun.is og fletta upp í stafsetningu og öðru sem varðar rétta notkun íslenskunnar þegar þú ert ekki alveg viss.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.6.2015 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband