,,Glæsileg niðurstaða'' og ,,ríkuleg uppskera"

Þegar eljumenni eins og Steingrímur J. komast til valda er hætt við að metnaðurinn beri skynsemina ofurliði. Stuttu fyrir Icesave-samningana snemmsumars lofaði Steingrímur J. ,,glæsilegri niðurstöðu." Í jólaávarpi til flokksmanna elur formaður Vinstri grænna á væntingum um ,,ríkulega uppskeru."

Steingrímur J. les ekki rétt í þjóð sína ef hann telur nauðsynlegt að lofa gulli og grænum skógum að lokinni tiltekt ríkisstjórnarinnar. Almenningur veit að nú árar illa og samdráttur verður næstu misseri enda nýlokið ógnarþenslu sem lauk með hruni.

Þjóðin vill taka mótlætinu með reisn og láta ekki kúga sig að óréttlátum skilmálum. Steingrímur J. getur skilað til þjóðarinnar ,,ríkulegri uppskeru" strax milli jóla og nýárs með því að fella Icesave-frumvarpið. 

Ætli Steingrímur J. á hinn bóginn að þvinga fram samþykkt Icesave-frumvarpsins er hann kominn í hlutverk loddara kaþólsku kirkjunnar á miðöldum sem seldu aflátsbréf út á ,,glæsilega niðurstöðu og ríkulega uppskeru,"-  síðar meir þegar skuldir og eignastaða jarðlífsins skiptu ekki lengur máli.


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Mér er spurn hvað SJS gangi til með þessum gylliboðum. Eru þau ekki orðin tóm eins og allt sem frá honum kemur ? Við þurfum ekki loforð um paradís í fiskilýðveldinu.Og það á sjálfri jólahátíðinni ! Nei, frekar að leynd sé aflétt og hin raunverulega staða birt alþjóð. Sannleikurinn er sagna bestur og allar staðreyndir munu koma fram þótt síðar verði. En SJS hefur kannski fengið aflátsbréf, hver veit...

Góðar stundir

Árni Þór Björnsson, 25.12.2009 kl. 13:03

2 identicon

"Tók við af búskussa"... það vantar ekki stóryrðin og hrokann í kallinn, en hann er ekki að minnast á að hann er sjálfur að nauðga búfénu! Miðað við þá þrælslund sem hann sýnir Samfylkingunni, þá vona ég að hann taki sér orðið hækja aldrei aftur í munn þegar hann fjallar um Framsókn!

Ófeigur (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 14:24

3 identicon

Steingrímur J. er búinn sem pólitíkus og að líkja Icesave samningnum við aflátsbréf kaþólikkanna á rétt á sér.

Steingrímur hefur aftur á móti rétt fyrir sér þegar hann segist hafa tekið við af búskussum. Hann áttar sig hins vegar ekki á hvílíkur búskussi hann sjálfur er.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 14:31

4 identicon

"Lengi getur vont versnað ", og sannaðist það með NÚVERANDI RIKISSTJÓRN !! NU er mál að linni  og Icesave verður að vikja fyrir Þjóðarheill i eitt skipti fyrir öll  og  Núverandi rikisstjórn með !! Það virðist ekki heil brú i þvi sem frá þessum Rikisstjórnarflokkum kemur og ótrúlegt hvað almenningur er buin að þola þetta lengi ! En nu má ekki biða lengur og samstaðan um Isesave --- BURT MEÐ ISESAVE  , er fyrsta skref !!  sem almenningur getur sameinast um --- og svo áfram !!

Ragnhildur h. (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:09

5 identicon

Snjalli Seltirningur !

 Skrifaði virkilega Steingrímur samherjum sínum :" Tókum við býli í órækt og niðurníslu" ??

 Getur pólitísk blinda - og hatur á stjórnmálaandstæðingum sínum - virkilega gert sæmilega skynsamlega menn - að aðhlátursefni ?

 Í nær tvo áratugi fyrir 8.oktober 2008, hafði þessi þjóð upplifað mestu framfara , auðnu og uppgangsár - allrar Íslandssögunnar !

 "Tókum við órækt og niðurníslu". !!

 Jafnvel á jólum, fá blindir ekki sýn !

  Vissulega er þessum mönnum mikil vorkun , - vorkonin er þó meiri hjá afkomendum okkar, sem inn í ókomin ár, skulu greiða HUNDRUÐ MILLJARÐA vegna gjaldþrots EINKA-fyrirtækis !

 Inn í framtíðina verður þó skömm þeirra v-grænna mest, sem vita í hjarta sínu að þeir eru að gera rangt - og, svíkja sammvisku sína þarmeð mest !

 Svik þeirra munu lifa með þjóðinni  um aldur og ævi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 16:14

6 Smámynd: Gunnar Már Gunnarsson

Steingrímur er stóryrturog er farinn að líkja sér við einhvern hálfguð. Slíkt getur verið varasamt því ef hann fellur verður fallið hátt. Steingrímur  setur sig í dómarasæti og líkir fyrri valdhöfum við búskussa. Það vill þannig til að hann er í ríkisstjórn með þessum búskussum. Hann er hins vegar að breyta búunum í rússnesk samyrkjubú þar sem enginn Bjartur í Sumarhúsum má standa upp úr. Allir verða að vera jafnir enginn má þéna meira en náunginn ef hann gerir það sér ríkið um að hirða það sem verður afgangs. Sagan á eftir að dæma ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu og sá dómur verður ekki vægur.

Gunnar Már Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 21:36

7 identicon

Rakst á þessi skrif Björn Bjarna um Steingrím sem mér þykja ágætlega markviss:

"Hvernig ætli því hefði verið tekið, ef Davíð Oddsson hefði sagt, að RÚV hefði misfarið með frétt af áliti breskrar lögmannsstofu um viðkvæmt pólitískt álitamál á hans ábyrgð? Hælt breskri lögmannsstofu, sem hann hefði sjálfur ráðið til að starfa fyrir sig? Sagt aðra breska lögmannsstofu, sem gagnrýndi sama mál, lítt þekkta og því ekki nógu góða? Hvað ætli Guðmundur Andri Thorsson, Illugi Jökulsson eða Hallgrímur Helgason hefðu skrifað marga dálksentimetra í hneykslunarskyni eða Þorvaldur Gylfason? Svo að ekki sé minnst á minni spámenn eins og Jóhann Hauksson og Egil Helgason.

Davíð hefði þó haft það sér til málsbóta, að hann er löglærður og kann því að lesa álit af þessu tagi og mynda sér skoðun á þeim. Það verður hins vegar ekki sagt um Steingrím J. Sigfússon, sem nú ræðst þóttafullur eins og sá, sem allt veit, á álit lögmannsstofu í London, af því að hún varar Íslendinga við Icesave-samningunum.

Hið sama gerist nú og jafnan áður, að Steingrímur J. tekur upp hanskann fyrir Breta og Hollendinga, þegar því er hreyft, að Íslendingar gæti málstaðar síns betur og fallist ekki á Icesave-afarkostina."

 http://www.bjorn.is/dagbok/

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband