Kaupþing skuldar skýringar

Yfirtaka Nýja Kaupþings á eignarhaldsfélagi Haga fór fram fyrir tveim til þrem vikum, samkvæmt forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Hvers vegna hefur það verið leyndarmál í þennan tíma að ríkisbankinn tók yfir Haga?

Ótækt er að halda áfram undirferli útrásarinnar þar sem auðmenn og fjármálastofnanir bröskuðu í skjóli bankaleyndar.

Nýja Kaupþing skuldar þjóðinni skýringar.

 


mbl.is Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2009 kl. 16:00

2 identicon

Óþolandi vinnubrögð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fær Jón Ásgeir þá ekki sæti í bankaráði Nýja Kaupþings - í gegnum Samfylkinguna  ??

Það ætti nú ekki að koma á óvart miðað við það sem á undan er gengið.

Jói gamli getur orðið útibússtjóri á Akureyri.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

skuldar skýringar er vægt til orða tekið.. ........Ef stjórnir bankanna ráða ekki við frekju og yfirgang þessara manna þá eiga þær að segja af sér. Hér er ekki hægt að fela sig bak við bankaleynd

Það er réttlætiskrafa að enginn af þessum útrásardólgum fái þrifist í íslenskri lögsögu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2009 kl. 17:01

5 identicon

Skemmtilegast af öllu er að Jói gamli fer í enn eitt grjótkastið úr glerhúsi með að básúna snilli sína á Vísi.is og segir ma. orðrétt:

"Kaupþing mun ekki tapa krónu á þessum viðskiptum. Æsingurinn vegna mögulegra afskrifta er algjörlega óþarfur þar sem þær eru ekki til staðar. Það væri óskandi að fjölmiðlar eins og Morgunblaðið myndu kanna betur málin áður en þeir halda af stað með fullyrðingar sem standast ekki skoðun," segir Jóhannes og bætir við að það myndi líka hjálpa til ef pólitíkin léti þetta mál í friði og leyfði bankamönnum að sjá um að hámarka virði eignanna.

Voru það ekki Baugsmiðlarnir Stöð2 og Vísir.is sem skúbbuðu FRÉTTINNI?  Væntalega eftir leka frá honum sjálfum eða syninum.  Augljóslega til að reyna að draga athyglina frá handónýtum gjörningnum með að lýsa hann enn verri og síðan fara í pungsparks, Davíðseineltis og pólitísku vorkunnar og grátsmiðjuskýringarnar til að endurnýta enn einu sinni velheppnaðar spunakerlingalygarnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:02

6 identicon

Þessu máli er ekki lokið, fjarri því.

Samfylkingin sér um sína.

Baugur á flokkinn og flesta þingmennina.

Feðgarnir munu halda félaginu.

Engin spurning.

Karl (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:37

7 identicon

Sammála!

Valsól (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:15

8 identicon

Sigurður Sigurðsson, mikið voðalega er þetta orðinn slappur brandari þessi tenging Jóns Ásgeirs við Samfylkinguna, þú veist það alveg eins og ég að Jón Ásgeir er alinn upp á helbláu heimili sjálfstæðismanns og er sjálfur inn við beinið sjálfstæðismaður eins og flest allir aðrir útrásarvíkingarnir. Þessum sjálfstæðismönnum og frjálshyggjubrjálæðingum eigum við það nú að þakka að landið er á hausnum.

Valsól (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:18

9 identicon

Valsól.  Nægir þér ekki að Jón Ásgeir sjálfur segist kjósa Samfylkinguna og hafi gert það í einhvern tíma, sem og að hann hefur fyrir opnum tjöldum mokað mútum í flokkinn og frambjóðendur hans, sem á móti hafað stutt hann og hans kinnroðalaust allt vel fram yfir hrun? 

Munurinn á þegar Baugsfeðgar sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn áður fyrr, þá komust þeir aldrei til neinna metorða eins og til stóð, þó nægir voru peningarnir.  Það varð þeim mikið áfall að verað hafnað jafn harkalega, og því snéru þeir sér til Samfylkingarinnar í sömu erindagjörðum og voru ekkert feimnir að láta opinberlega fréttast að tilgangurinn væri sá og sami og þegar Jón Ólafsson sem líka gekk með peningana sína yfir í Samfylkinguna eftir að Sjálfstæðismenn hryggbrutu hann, til að kaupa sér völd og frama og gekk framar vonum eins og allir vita og hann stærði sig af.

Afskaplega er þetta annars aumt hjá Samfylkingarfólki að þykjast ekki þekkja þeirr langstærsta velgjörðarmanns þegar hann er í jafn vondum persónulegum málum og raun ber vitni, og þarf virkilega á því að halda að vinirnir standa þétt við bakið á honum opinberlega eins og áður, en ekki bara bak við tjöldin eins og td. í þessu tifelli sem hér er til umfjöllunar.  Þið eruð álíka brosleg í þessari kauðsku afneitunarherferð og ef Hannes Hólmsteinn færi að afneita Davíð og segðist aldrei hafa neitt haft með hann að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:06

10 identicon

Þetta er orðið frekar vandræðalegt að lesa comment eftir svona baugssleikjur eins og vansól, sem veður upp um alla veggi og predikar það að helsti styrktaraðili samspillingarinnar skuli vera sjalli !!! Þessum feðgum var grýtt út eða réttara sagt þeir flýðu meðs skottið á milli lappana úr flokknum, áður en að baugsglæpamál þeirra kom upp... þessu kjósa baugssleikjur að líta viljandi framhjá og hrópa bara það eina sem læri-kerlingin þeirra misheppnaða hrópaði á hverjum degi í sínu borgarstjóraembætti: ÞETTA ER ALLT SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM AÐ KENNA... þetta ómar nú hjá sleikjum og vinstri grænum og samspillingum sem aldrei fyrr, og ástæðan er einföld: þetta lið hefur engar lausnir.

Nú vinnur Samspillingin bakvið tjöldin við að láta Kaupþing afskrifa skuldir Baugsfeðga, og afhenda þeim aftur Haga skuldlausa, því það þarf auðvitað að greiða múturnar til baka, með einum eða öðrum hætti eins og líkneski þeirra komma á baugsstöðum segir.  :)

Óli (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:27

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta snýst sjálfsagt aðallega um að halda þessum bankaskrípum og viðskiptamartröðum á þeirra vegum gangandi einhvern veginn. Það kostaði skattgreiðendur 300 milljarða að taka yfir hræ gömlu bankanna, sjá fjárlagafrumvarpið, og gera þau amk. að sombíum og núna eru þessi opinberu sombí með mörg lifandi lík úr atvinnulífinu á sinni könnu. Og þessi lík eru mikilvæg í sinni starfsemi og veita mörgum vinnu. Það er ekki auðvelt að eiga við þetta núna þegar allt er farið á fokking hausinn. Hvað ber að gera? Mæta kannski áfram í hópeflingu hjá geðbiluðum sálfræðingum sem sögðu okkur að það mætti ekki tala niður góðærið og segja núna að við megum ekki velta okkur upp úr kreppunni?

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 22:27

12 identicon

Taka ætti Forstöðumann Samkeppniseftirlitsins Pál Gunnar Pálsson til rækilegrar skoðunar,öll hans embættisverk og aðgerðir.Það má ekki gleyma því að hann var Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins er spillingin og einkavinavæðingin byrjaði að grassera.Páll Gunnar Pálsson er með spilltari embættismönnum þjóðarinnar.

Númi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:51

13 identicon

Var Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings banka ekki að fullyrða í liðinni viku þegar hugsanlega aðild Nýja Kaupþings að Högum/1998 kom upp á yfirborðið, að þetta væri allt í skoðun og engar ákvarðanir verið teknar?

Vissi bankastjórinn ekki betur eða laug hann?

Forstjóra Samkeppniseftirlitsins segir að í október hafi borist tilkynning frá Nýja Kaupþingi Banka um samruna bankans við 1998/Haga.  Ekki stemmir það alvega við það sem Finnur fullyrðir núna í nóvember að málið er aðeins á athugunrstigi og engar ákvarðanir teknar.

Er þetta ástæða þess að  Heilög Jóhanna og sérstaklega Steingrímur J. hafa lítið um málið að segja núna miðað við það þegar sami banki skoðaði möguleika þess að fella niður 3 miljarða eða helming skulda Björgólfsfeðga? 

Steingrímur J. sagði þá:

„Ég þekki ekkert til þessa máls og hef engin afskipti af því haft. Ég er í viðkvæmri stöðu til að tjá mig um málið; farandi með eignarhald bankans, en sem hver annar borgari þessa lands get ég sagt eftirfarandi: Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með innheimtur á því.“

Steingrímur J. segir núna um málefni Haga/1998:

„En sambærilegum vinnubrögðum á að beita við sambærilegar aðstæður og ekki á að fara í manngreinarálit í þeim efnum.“

Það er þetta með Björgólfsfeðga og Séra Baugsfeðga.

Þessi vandræðalega þögn Steingríms J. og Heilagrar Jóhönnu er mun skiljanlegri eftir að gjörningurinn var löngu gerður áður en bankastjórinn minnissljói kannaðist við að málið væri yrfirleitt í skoðun og á dagskráSamningurinn hefði aldrei verið sendur Samkeppniseftirlitinu í október og hann væri aldrei gerður nema við vitund þeirra og fullum vilja.

Þetta er það sem þau kalla Nýja Ísland.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 23:39

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Raunverulegt vald í þjóðfélaginu snýst um matvæladreifingu. Bresti hún hrynur borgríkið Reykjavík fljótt til grunna ásamt wannabí krummaskuðum á borð við Akureyri. Önnur smápleis úti á landi myndu sjálfsagt bjarga sér betur. Það er því hjákátlegt að horfa upp á kjánaglamur heiladauðra íhaldsmanna frá td. Akureyri um þessa hluti.

Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 23:42

15 identicon

Æ, Jóhannes ætti að halda sig við að afgreiða kjötfas eins og hann gerði hjá SS hér forðum daga.

Sonurinn ætti ekki að koma nálægt viðskiptum. 

Steingrímur Thomsen (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:01

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega auðvelt að labba út í bónus eða 10-11 og sækja sér fæðu en á bak við það er risavaxin maskína og hún vinnur ekki bara af sjálfu sér. Hún er þarna vegna þess að hún hefur ákveðinn rekstrarlegan tilgang. Og hún hefur mikil völd í þjóðfélaginu vegna þess að hún dreifir orku, fæða er jú orka. Fari þessi maskína á hausinn, hvað tekur þá við?

Baldur Fjölnisson, 11.11.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband