Lilja kveður Icesave

Við getum einfaldlega ekki samþykkt Icesave-samningin ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, höfum ekki efni á því.

Icesave-samningnum var þröngvað upp á Íslendinga vegna þess að bankakerfi Evrópu riðaði til falls út af óvissu um innistæðutryggingar.

Til að fá nýjan samning þurfum við nýja ríkisstjórn. Við eigum að fá minnihlutastjórn Vinstri grænna með Lilju Mósesdóttur sem fjármálaráðherra og Steingrím J. sem forsætisráðherra.


mbl.is Viðurkenna lífskjararýrnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll hvernig dettur þér í hug að þjóðin geti lifað af það sem þú stingur upp á, minnihlutastjórn VG !!! Ertu galinn ? Öll þessi vitleysa sem verið er að stefna að í efnahgasmálum er runnin undan rifjum Steingríms J. Ef Steingrímur J fær að haklda áfram með sín vonlausu ráð lengjum við kreppuna um tíu ár, svo mikinn skaða verður hægt að vinna með aðferðum SJS á einu ári. Nei Páll ekki VG þetta eru skaðræðisgripir. Ég viðurkenni að ég var veik fyrir því hér áður að VG leiddi ríkisstjórn með Sjálfstæðisfl og Framsókn af því ég treysti ekki Samfylkingunni en nú sé ég að það er VG sem er að draga Samfylkinguna út í að framkvæma allar þessar vitleysur í efnahagsaðgerðum. Það er möguleiki á að Sjálfstæðisfl og Framsókn gætu unnið með Samfylkingunni ef Össur  leiddi slíkt samstarf. Slík stjórn þarf að komast á hratt og innleiða hér aftur von og trú fólks á betri tíð með alvöru ráðum sem hvetja hagkerfið en letja það ekki eins og VG og SJS stefna vísvitandi að. Það þjónar pólitískum hagsmunum VG að hér fari allt í kaldakol og þjóðin verði meira og minna ósjálfbjarga.

HH (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er ekki hægt að treysta þessari stjórn ekki enni persónu innan hennar þetta eru alt lygarar og svífast einskis til að knésetja ÍSLENSKU ÞJÓÐ SEM SAGT ÞJÓÐNÍÐINGAR FRÁ    A-Ö

Jón Sveinsson, 11.11.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frumleg en góð hugmynd

Sigurður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 05:27

4 identicon

Ég held að Steingrímur J., hafi sýnt sig vera óhappamaður. Óheiðarlegur og verklaus.

Doddi D (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 08:42

5 identicon

Nú ertu úti að aka kæri Páll en þeir gætu verið með Sjálfstæðisflokknum í stjórn. Ekki spurning. En annað af þessum sætum yrði að vera hægra megin

blaðamaður (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:25

6 identicon

Steingrímur J. er búinn að sýna slík óheilindi og gunguskap að hann er einfaldlega ekki trausts verður að gegna neinu embætti eða stöðu sem getur haft áhrif á líf annara en hans sjálfs.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:31

7 identicon

Allir nema samfylkingin. Það væri lykillinn.

Bara ég og fimmeyringurinn minn 

JónLogi (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Þjóðin hefur ekki efni á því" hefurðu eftir Lilju. Maður spyr sig hvort þetta séu gild rök. Ég sé ekki að þjóðarbúið hafi efni á nokkrum sköpuðum hlut. Það er einsog við séum alltaf á ólöglegum veiðum í einhverri alþjóðlegri "Smugu". Hvernig væri að einhenda sér í að byggja upp hagkerfi sem stendur undir sér einog ríkisstjórnin vill gera. (spurningin er hvort það sé hægt yfirleitt, en það verður að reyna)

Gísli Ingvarsson, 11.11.2009 kl. 12:04

9 identicon

"Það er möguleiki á að Sjálfstæðisfl og Framsókn gætu unnið með Samfylkingunni ef Össur  leiddi slíkt samstarf"

Guð forði okkur eilíflega frá þessari hugdettu með Össur og hans óheiðarlega flokk.  

ElleE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 00:21

10 identicon

"Steingrímur J. er búinn að sýna slík óheilindi og gunguskap að hann er einfaldlega ekki trausts verður að gegna neinu embætti eða stöðu sem getur haft áhrif á líf annara en hans sjálfs."

Algerlega sammála Guðmundi.

ElleE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband