Álitsgjafi í kyrtli fræðimanns

Aðildarsinninn Eiríkur Bergmann Eiríksson er til í mörgum útgáfum. Ein útgáfan er launaður starfsmaður Evrópusambandsins, önnur er stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, þriðja er handbókarhöfundur Samfylkingarinnar og fjórða er stjórnmálafræðingur.

Samheiti fyrir ólíkar útgáfur Eiríks Bergmanns er álitsgjafi. Þeir þjóna ákveðnu hlutverki í fjölmiðlum, sem sé að gefa álit um þau mál sem viðkomandi vill hafa skoðun á.

Vandinn hjá Eiríki Bergmann er að hann fattar ekki sjálfur hlutverk sitt. Stundum telur hann sig sérstakan talsmann Brusselvaldsins um hvað má gera og hvað ekki. Önnur skipti þykist hann fræðimaður sem yfirvegar stöðuna og kemur með ígrundaða afstöðu um að EES-samningurinn sé að rakna í sundur. Daginn eftir verður hann að skrifa blaðagrein til að leiðrétta sjálfan sig, samanber Morgunblaðið í dag.

Hlutverkaklúður Eiríks Bergmanns leiðir hann út í alls konar vitleysu. Hann tefldi til dæmis fram þeirri röksemd að við ættum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að netverslun yrði auðveldari.

Þegar kurlin koma öll til grafar er Eiríkur Bergmann þetta: Aðildarsinnaður álitsgjafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Maðurinn hlýtur að vera kleyfhugi. Hver annar færi í andsvör við sjálfan sig?

Mér varð það á að hrósa sinnaskiptum hans varðandi esb aðild en sé það núna að þar var fræðimaðurinn Eiríkur að mótmæla samfylkingarmanninum Eiríki .

Evróputrúboðinn Eiríkur hefur ekki skipt um skoðun

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2009 kl. 09:18

2 identicon

Er hann ekki einn margra ísenskara launaðra verkamanna "alþjóðasamfélagsins" stórkostlega?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:25

3 identicon

Er Páll þá ekki áróðursmaður í kyrtli blaðamanns ?

Mr Crane (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einkennilegur flautaþyrill, Eiríkur Bergmann. Gúgglið Snorri Bergsson og finnið svargrein Snorra sagnfræðings við yfirborðshjali flautaþyrilsins. Það er ein grimmasta aftaka sem ég hef lengi séð.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mr. Crane, Páll er stundum blaðamaður, stundum kennari, en oftast er hann þó hrópandinn í eyðimörkinni.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. Netverslunin var hinn berandi þáttur í 5 ára áætlunum Sovétrí . .. . . afsakið . . hvað er þetta eiginlega!

 . . pípan . . half and half . . kaffi . . lýsi . . harðfiskur . . já nú kemur það . .

-  í 10 ára áætlunum Evrópusambandsins (ekki 5 ára, afsakið).

Aðalmunurinn, sagði Petr Mach fyrrum efnahagsráðgjafi Václav Klaus (sem er forseti Tékklands núna) var sá að 5 ára áætlanir Sovétríkjanna lögðu mesta áherslu á að það væri þungaiðnaðurinn sem ætti að fá Sovétríkin til að ná hagsæld Bandaríkjamanna. En í Evrópusambandinu voru það hinsvegar tölvur sem árið 2000 áttu að fá Evrópusambandið til að ná hinni miklu hagsæld Bandaríkjanna fyrir árið 2010.

Þetta voru því tvennar en mjög ólíkar áætlanir. Önnur var einungis til fimm ára og studdist við kola- og stálverk. Hin áætlunin var hinsvegar til 10 ára og studdist við tölvur og internet, eða svo nefnda "upplýsingatækni". Ræðan hans Petr Mach frá þessari jómfrúar Brusselferð er hér

Já, nú eru 84 dagar til stefnu þar til Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins eiga að vera orðin að raunveruleika. Þessi markmið mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að vera orðið það ríkasta og samkeppnishæfasta í heimi okkar árið 2010. Bráðum verð ég ríkur. 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2009 kl. 13:57

7 identicon

Varðandi Václav Klaus forseta Tékklands sem Gunnar nefnir í athugasemd hér fyrir ofan þá er hann andkommúnisti og frjálshyggumaður af þessari tegund sem þreifst á íslandi fyrir hrun - en látum það vera á hreinu að hann er hlynntur aðild Tékklands að Evrópusambandinu þ.e. þeim hluta þessa sem snýr að innri markaði en eiginlega á móti öllu öðru. Allt þetta setur hann fram undir hugmyndafræði frjálshyggjunnar með áherslu á frelsi einstaklingsins (samkvæmt hinum afbakaða skilningi frjálshyggjunnar).

Það er líka hægt að hafa þá skoðun að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og jafnframt geta tekið þátt í umræðunni og verið gagnrýnin á uppbyggingu þess og starfshætti...

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 15:26

8 identicon

Tryggvi Herbertsson og Bergmann eru einhverjar thær gasalegustu mannvitsbrekkur Islands, asamt Olafi syni Grims.

Vilhjalmur Andresson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband