Afdráttarlaus miðjupólitík

Ár er liðið frá hruni og útlínur nýja Íslands eru enn  í móðu. Líklega er botninum náð í efnahagskreppunni en þjóðarvitundin finnur ekki útleið úr völundarhúsi hrunsins. Á vinstri kanti stjórnmálanna ræður lífsspeki uppgjafar, Evrópusambandið á að bjarga landinu frá þjóðinni sem byggir það. Hægrimenn virðast ætla að ná vopnum sínum sem frjálshyggjumenn gærdagsins. Samhengi óheftrar markaðshyggju og hrunsins ætti að vera hverjum manni augljós.

Ef hægrið og vinstrið, að svo miklu leyti sem vit er í þeim merkimiðum, ætla ekki að láta segjast og leggja af ófremdarfræði sín skapast kjöraðstæður fyrir afdráttarlausa miðjupólitík sem byggir á traustum gildum ráðdeildar í efnahagsmálum, íhaldssemi í þjóðfélagsmálum og síðast en ekki síst sannfæringar að Íslendingum sé best borgið með forræði eigin mála.

Í einni setningu: Framsóknarflokkurinn gæti orðið flokkurinn okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Páll ef mig misminnir ekki skilgreinir Samfylkingin sig sem miðjuflokk og það sem hún hefur lagt upp með í þessari ríkisstjórn er:

1. Samþykkja Icesavesamninginn án fyrirvara.

 2. Ganga í ESB

3. Leita að Jóhönnu.

Þá er það flokkurinn ,,þinn" VG. Hann hefur lagt upp með þrjú mál

1. Bera ábyrgð á samninganefndinni sem gerði Icesave samninginn. Berjast fyrir að fá hann samþykktan án fyrirvara. Reyndar verður að hrósa þeim þingmönnum sem ofbauð og hafði vit fyrir ríkisstjórninni.

2. Sækja um aðild að ESB

3. Leita að Jóhönnu.

Páll viltu þriðja flokkinn í þessa samstarfsverkefni?

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Framsóknarflokkurinn ætti vafalaust góða möguleika í því ástandi sem nú ríkir, ef hann væri ekki með allan sinn fortíðarvanda og líkin í skottinu....

Ómar Bjarki Smárason, 28.9.2009 kl. 14:44

3 identicon

Eigendur Alþjóðlegubankana skáru sig frá eigendum annara banka á margan hátt: þeir voru 1 heimsborgarar með litila eða einga föðurlandsskyldur; 2 störfuðu í nálægð Ríkisstjórna með vakandu augu á skuldum þeirra ; 3 þeir versluðu nær eingöngu í skulda...brefum; og 4 fésýsla þeirra og áhrif á stjórnmálalífið fóru eins dult og kostur var og þetta er en svona í dag. lesið þig bók um Falið vald þar eru hrottalegar staðreyndir sem einginn ætti að látta fram hjá sér fara.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:28

4 identicon

Eigendur Alþóðalegu Bankanna lærðu snemma af því af reynslunni, að allar ríksstjórnir eyða eitthverjum tíma um efni fram og einhvers staðar urðu sjóðir að vera fyrir hendi til að rétta þær af í augnablikinu. Oftast kreppti  skórinn að vegna kostnaðarsamra styrjalda, en eins og nærri má geta, þurftir ekki alltaf svo mikið tilefni til að veisluglaðir þjóðhöfðingjar tæmdu ríkiskassan. Sparsemin hefur aldrei verið þeirra sterkasta hlið. Lögmálið sígilda um framboð og eftir spurn var hér í fullu gildi: því meiri neið , því hærri vextir. Stríð og dauði voru því bauð þeirra bankamanna. eins og venjulega tapaði almenningur. þetta er bara staðreind sem er að gerast núna.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:41

5 identicon

Nei Páll nú er eitthvað mikið að... Framsóknarflokkurinn? Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

blm (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband