Hryglustjórnmál

Hryglustjórnmál heitir það þegar dauðvona ríkisstjórn hrúgar upp stórum tillögum um fyrirætlanir sínar. Tillögurnar eiga engan möguleika að ná fram að ganga. Stjórnarráðið er byggt þannig upp að ráðherra er með ráðuneyti að léni og getur bremsað allar tillögur um breytingar án þess að þess sjáist nokkur merki. Nóg er að ráðherra setji upp skeifu og þá gera undirmenn hans ekkert og fyrirætlanir forsætisráðuneytis fara út um þúfur.

Til að gera róttækar breytingar á stjórnkerfinu þarf í senn sterka sannfæringu, öfluga leiðtoga og meðbyr þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekkert af þessu.

Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar eru þegar farnir að huga að pólitískum leikfléttum eftir formlegt andlát stjórnarinnar.


mbl.is Viðamiklar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Frábært nafn - hryglustjórnmál ! Réttnefni þessarar ríkisstjórnar sem er búin að vera í dauðateygjunum um nokkurt skeið, svo hryglir í henni. Þeir einu sem vita það ekki eru stjórnarflokkarnir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband