Sprungin stjórn eða sameinaðir vinstriflokkar

Annað tveggja gerist á næstu misserum, stjórnin springur eða að Samfylkingin og Vg sameinast. Á Íslandi hafa vinstriflokkar aldrei getað starfað saman, nema um skamma hríð. Kosningasigurinn 1978 leiddi vinstri stjórn til valda en stjórnin sprakk. Þjóðarsáttarstjórnin 1988-91 entist ekki yfir einar kosningar. Reykjavíkurlistinn sprakk vegna sundurlyndis vinstrimanna.

Það sem mælir með sameiningu er að Jóhanna ætlar senn að hætta í stjórnmálum og Samfylkingin á ekkert foringjaefni. Steingrímur J. er foringi og hann gæti hugsað sér að sameina vinstrimenn í einn flokk.

Það sem mælir gegn sameiningu er að dæmigerður Vg-liði er jarðbundinn, íhaldssamur, nægjusamur og þjóðlegur. Samfylkingarfélaginn er sveimhugi, frjálslyndur, græðgisvæddur og aðildarsinni.


mbl.is Sameiginlegur þingflokksfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Palli minn, nú held ég að þú sért kominn með heimþrá.
Komdu bara heim og hættu þessari hægri skekkju.

Páll Blöndal, 22.9.2009 kl. 19:11

2 identicon

Við núverandi aðstæður í íslensku efnahags umhverfi og þá erfiðu tíma, sem óhjákvæmilega eru framundan, og þá ekki síður vegna þess vantrausts em háir þjóð okkar þessi misseri útávið,  á ég þá einlægu von að mynduð verði hér þjóðstjórn hið fyrsta.  Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni, fyrir þjóðina og vegna þjóðarinnar, til þess að leysa vandamálin;  en ekki til þess að þrasa statt og stöðugt og veita hver öðrum pólítískar stungur.  Tíminn er naumur og hinir háttvirtu alþingismenn ættu að vita, að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.  Smyrill.

Smyrill (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Páll, þú átt þakkir skilið fyrir að loka ekki síðu þinni eins og Jón Valur (öllum nema "já"mönnum), Hjörtur, Hannes Hólmsteinn, Einar Kr. og fleiri.

Takk enn og aftur, en ég hef hins vega ekki orku í að sýna þér að nýir "stjórnarhættir" gætu hugsanlega verið betri?.....enda bíð ég ávaxtanna og er ekki eins örugg og þú um niðurstöðu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:37

4 identicon

Gæti ekki orðað það betur.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Reykjavíkurlistinn sigraði íhaldið í þrígang. Það reyndist þeim sárara en tali tekur. Þú virðist ekki ná að koma því heldur í orð að þar afsannaðist sundurlyndiskenning íhaldsins.

Mér sýnist miklu líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn klofni á næstu misserum. Þeir munu ekki hafa taugar í að Bjarni Ben júníor og skipa einhvern réttrúnaðarflokk íhaldsamra. Svo er Jón Valur að stofna einhver kristileg stjórnmálasamtök.

Ég held að samvinna VG og Samfylkingar sé komin til að vera. Það mistókst að sameina vinstri menn í einn flokk. En í staðinn getum við valið um tilbrigði og mismunandi áherslur með þá vitneskju að flokkarnir stefni á samvinnu í ríkisstjórn, lýðræðisleg vinnubrögð og hagsmuni heildarinnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband