Heimilin og niðurfellingin

Hagsmunasamtök heimilanna eru að verða öflugur baráttuhópur sem verðskuldar viðurkenningu almennings sem og stjórnvalda. Helsta hagsmunamál samtakanna, eftir því sem best verður séð, er almenn niðurfelling skulda. Og það er ekki gott mál.

Almenn niðurfelling skulda er ígildi sakaruppgjafar óreiðufólks sem engin innistæða er fyrir. Siðferðislega er rangt að veita slíka sakaruppgjöf.

Almenn niðurfelling skulda er röng efnahagspólitík. Þeir sem helst þurfa á aðstoð að halda, ungt barnafólk sem keypti húsnæði síðast liðin 2-3 ár, fengi minna vegna þess að þeir fengju líka niðurfellingu sem ekki þurfa á henni að halda.

Almenn niðurfelling er líka ósanngjörn því þeir sem eiga litlar skuldir til að niðurfella eru sniðgengnir.

Sértækar lausnir á sértækan vanda, takk fyrir.


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Páll - hvar hefur þú séð HH biðja um niðurfellingu, samtökin hafa einungis talað um leiðréttingu. Þú er greinilega á línu stjórnvalda um að rugla staðreyndum. Hér er smá greining fyir þig:

Afskrift = búið að reyna innheimtu án árangurs. Skuldin afskrifuð í bókhaldi kröfuhafa.

Niðurfelling = Svipað og sakaruppgjöf, sé ekki það komi skuldamálum við.

Leiðrétting = með verð- og/eða gengistryggingu er höfuðstóll lána hækkaður með óeðlilegum hætti, því er krafa HH að þessi liður verði leiðréttur.

Axel Pétur Axelsson, 21.9.2009 kl. 22:56

2 identicon

Nákvæmlega! Það er algerlega óþolandi að þeir sem ætluðu að græða á því að fasteignir héldu endalaust áfram að hækka verði ætlist núna til að samfélagið komi og borgi tapið af camblinu.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Halló hver greiddi innistæðutryggingar í bönkunum m 200 miljarða var það ekki úr ríkisjóði átti ekki að láta það falla niður um fram 3 miljónir eins og lögin voru hvað er þetta herra menn.

Sértækar lausnir verða þá eins og var þegar ég árið 1975 fór að fá lán í Búnaðarbankanum sem var minn viðskiptabanki og Magnús Jónsson frá Mel sagði blá kalt það eru engir peningar til í bankanum ég  fór stuttu seinna og hitti þá á Þórhall Tryggvason en hann þekti til míns fólks þá var til nóg af peningum í Búnaðarbankanum ef það á að fara í þannig reddingar að maður þekki mann svo lánin gangi upp þá er illa komið fyrir réttlætinu og mér býður við því.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.9.2009 kl. 23:07

4 identicon

Enn og aftur heggur þú í sama knérunn Páll minn. Lengi verður vitleysan vitlausari hjá þér. "Almenn niðurfelling skulda er ígildi sakaruppgjafar óreiðufólks sem engin innistæða er fyrir. Siðferðislega er rangt að veita slíka sakaruppgjöf", ritar bloggarinn sjónumhryggi og röklausi.

Tökum einn snúning á þetta enn - bara fyrir þig Páll minn, því þú ert bara ráðvilltur Íslendingur sem ratar ekki leiðina heim. Með glæpsamlegum stöðutökum gegn krónunni á síðasta ári felldu bankarnir gengi íslensku krónunnar um nærri 50%. Þessi bankameðhönlun Hagsmunasamtaka Bankanna á gjaldeyri þjóðarinnar er talinn vera mun meiri efnahagsvá en sjálf alheimskreppan - gagnvart íslenskum heimilum. Í dag er talið að gengi krónunnar sé í það minnsta 30% of lágt skráð. Hagsmunasamtök Heimilanna og fleiri aðilar eru að biðja um réttláta leiðréttingu á glæpsamlegu framferði bankanna gagnvart þjóðinni. Samtökin eru líka að taka undir réttláta kröfu um afnám verðtryggingar sem allir hljóta að sjá (og þar með væntanlega þú) að er kolgeggjað fyrirbæri á þessum tímum.

Farðu nú að vinna heimavinnuna þín Páll minn. Lestu og lærðu áður en þú gasprar í fjölmiðla um hluti sem þú bersýnilega hefur ekki hundsvit á.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:34

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hefur ekkert að gera með í hvað lánin fóru. Þeir sem ætluðu að græða á hækkunum eru farnir á hausinn hvort eð er og skiptir engu hvort ríkið skilar þýfi bankanna til þeirra eða ekki. Þeir voru gjarnan yfirveðsettir hvort eð er. Málið snýst um hvort bankarnir ( nú ríkið ) komast upp með ólögmæta og saknæma auðgun eða ekki. Það mínu vit er rétt að ríkisvaldið setji sjálft sína peninga í bankana ( enda hyggst þa selja þá síðar ) eða hvort það ætlar að stela sér pening frá lántökum til að byggja upp bankakerfi. Held reyndar að þetta kallist peningaþvætti í menningarlöndunum. ÞAÐ VAR SVINDLAÐ Á  ÖLLUM. ENGINN SEM TÓK LÁN GAT BÚIST VIÐ ÞVÍ AÐ RÍKISVALDIÐ OG BANKARNIR VÆRU AÐ ÞVÍ ÞEGAR LÁNIÐ VAR TEKIÐ.

Einar Guðjónsson, 22.9.2009 kl. 11:46

6 identicon

Hvernig væri að kíkja aðeins í bankabækurnar hjá þeim sem fengu allt sitt fjármagn að fullu tryggt með einni setningu ráðherra og er nú reyndar talið að standist ekki lög.  Gæti verið að það fjármagn væri ekki allt vel fengið.  Gæti verið að einhverjir útrásarvíkingar og aðrir braskarar (t.d. kvótakóngar) sem "græddu á ástandinu" eigi vænar fúlgur af því fjármagni.  Að reyna svo að skrumskæla leiðréttingar á venjulegum húsnæðislánum sem ósköp venjulegar fjölskyldur eru að kikna undan vegna þeirra áhrifa sem útrásarvíkingar og aðrir braskarar hafa skapað hér á landi finnast mér á lægsta plani.  Hvar ert þú eiginlega blaðamaður nafni, ég kem til með að setja "stórt spurningarmerki" við allt í því blaði, allavega það sem þú skrifar undir. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:27

7 identicon

Þeir sem hér setja inn athugasemdir virðast hirða lítt um eina óvinsæla staðreynd. Almenn skuldaniðurfelling færir verðmæti frá þeim sem lítið skulda til þeirra sem skulda mikið, á formi skattgreiðslna. Engin leið framhjá þessu.

Orðhengilsháttur á við þann sem Axel Pétur hefur hér í frammi er einkennandi fyrir marga sem standa í þessari baráttu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:40

8 identicon

Þorgeir Ragnarsson þenur sig eins og fyrri daginn: "Almenn skuldaniðurfelling færir verðmæti frá þeim sem lítið skulda til þeirra sem skulda mikið, á formi skattgreiðslna. Engin leið framhjá þessu." Þessi lygi samspillingarinnar verður auðvitað að hálfsannleika ef hún er kyrjuð nógu oft. Almenn skuldaleiðrétting kallar á uppstokkun í bankakerfi landsins. Þangað á að sækja þjófstolna peninga sem bankarnir bísuðu út úr þjóðinni í fyrra. Menn eins og Þorgeir Ragnarsson og Páll Vilhjálmsson taka eigin hag fram yfir þjóðarhag.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:17

9 identicon

Það er sorglegt að til séu einstaklingar sem sífellt gjamma um hluti sem þeir hafa ekkert vit á.  Óreyðufólk hverjir eru þeir.  Ég spyr þig Páll hvað finnst þér um það að sem ég hef séð dæmi um. Ung kona kaupir sér Ford Fiesta bifreið fyrir 3 árum. Greiðir út 1/5 hluta kaupverðsins og samþykkir erlend lán hjá fjármögnunarfyrirtæki.  Greiða af skuldinni var kr. 25,000,- og búið að greiða í 2 1/2 ár er greiðsla er kominn í um 65,000,- á mánuði.  Skuldin greidd að 4/10 hluta. Greiðslubyrði umfram greiðslugetu, vanskil og eftir 5 mánuði er boðið uppá skuldauppgjör þessarar ungu konu. Þá er boðið kr. 1,250,000,- í bifreiðina með fyrrivara um ástandsskoðun sem þýðir á mannamáli lækkun þessa boðs. En hver var krafa fjárnmögnunarfyirtækisins ? Hún var með öllum kostnaði kr. 4,600,000,-  Þú ættir að kyna þér þetta betur Páll áður en þú kallar þessa stúlku óreyðufólk.  Hvað gefur fjármögnunarfyrirtækjum heimtil til þessarar aðfarar að innheimta margfaldar og stökkbreyttar skuldir hjá fólk og hafðu í huga að útistandandi eru 40 þúsund bílalán sem að jafnaði eru um 3 milljónir ætlar þú að kallar alla þessa einstaklingar óreyðufólk ?

fy

HGÞ (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:49

10 identicon

Það er löngu tímabært að fólk geti sómasamlega orðið gjaldþrota, þ.e. missi allar eignir og skuldir en haldi ekki eftir skuldunum eins og nú er.

Hagsmunasamtök heimilanna ættu að berjast fyrir slíku raunhæfu úrræði.

Krímer (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 22:46

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er morgunljóst að stúlkan í sögu HGH var rænd af fjármögnunarfyrirtækinu

með atbeina Steingríms og Jóhönnu. 

Einar Guðjónsson, 23.9.2009 kl. 00:16

12 identicon

Hilmar:

Ekki dylgja um neinskonar aðild eða áskrift mína að Samfylkingunni. Tilheyri þeim hópi ekki og mun aldrei gera. Staðreyndin er sú að ef þjóðin myndi sækja fyrir þjóðina þjófstolna féð sem þú talar um (hvernig svo sem þú ætlar að skilgreina það nákvæmlega) þá myndi ríkið þurfa að endurreisa bankana öðru sinni. Fé til þess yrði jú einfaldlega tekið af þjóðinni með skattgreiðslum. Almenn niðurfelling kemur þeim meira til góða sem skulda mikið. Það breytir engu hvort þú ert eitthvað voðalega reiður eða ekki.

HGÞ:

Það sem gefur heimildina til aðfarar er undirskrift stúlkunnar á samningnum, því miður. Að því sögðu tek ég undir að ástandsskoðanir þessara fyrirtækja eru peningaplokk en þó er hækkunin af láninu sem þú ert að tala um væntanlega vegna falls krónunnar, þ.e. þetta er myntkörfulán? Við þetta má bæta að bílalán eru vitleysa, nákvæmlega það sama og neyslulán. Bíll rýrnar stanslaust í verði eftir að þú kaupir hann. Það er út í hött að láta hafa sig út í að greiða vexti ofan á kaupverðið! Fyrir þá sem annaðhvort geta ekki keypt notaðan bíl eða vilja það ekki verður strætó að duga.

Krímer:

Það ætti að minnsta kosti ekki að halda skuldunum nema afar takmarkaðan tíma eftir gjaldþrot.

Einar:

Það er vel hugsanlegt að fjármögnunarfyrirtækið hafi farið illa með hana en við skulum líka halda því til haga að hún tók áhættu með sitt fé. Tapið af þeirri áhættu vil ég ógjarnan taka þátt í að greiða.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:50

13 identicon

Mér er nákvæmlega sama hvar þitt pólitíska óeðli liggur Þorgeir. Þeir sem þú á endanum kýst eru ekki ofsælir af atkvæðinu. Á meðan þú kyrjar samspillingaráróður ertu einfaldlega samspilltur, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Ef þjóðin á ekki lengur fyrir réttlæti er til lítils að halda úti réttarkerfi. Krafa mikils meirihluta landsmanna er ljós: Við viljum skilyrðislausa leiðréttingu á glæpsamlegri gengisfellingu bankanna á krónunni á síðasta ári - ásamt því að verðtryggingin verði afnumin. Það er ekki verið að ræða um niðurfellingu heldur leiðréttingu - en auðvitað skilur þú ekki muninn á þessu tvennu frekar en öðru.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:06

14 identicon

Ég held að þú sért frekar haldinn óeðli en ég, því óeðli að ætla að seilast í mína vasa til þess að sinna þínum eigin "þörfum".

En það er ekki nema von. Reiðin bendir til þess að þú sért að drukkna í skuldum.

Ekki gera þínar eigin skoðanir að skoðun allra landsmanna.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:57

15 identicon

Gaman að þessu Þorgeir Gorgeir kominn með vasa! Ertu að tala um buxnavasana þína Þorgeir Gorgeir eða jakkavasana. Í hvaða vasa hjá þér er ég að seilast?

Ég hef barist fyrir réttindum þjóðarinnar allt frá Hruninu sl. haust. Mættir þú á Austurvöll í vetur veðurvitinn þinn?

Ég er einfaldlega að vísa í nýja skoðanakönnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á minni skoðun - og ég jafnframt styð skoðanir yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þú getur haldið áfram að eiga þína skoðanir við þumalputtana þína.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:54

16 identicon

Dálítil leiðrétting: Þú hefur barist fyrir eigin hagsmunum.

Ég hef mætt í mótmæli. Þar með hefur það komið fram, þó það komi þessum umræðum ekkert við. Enda hafa mótmæli undanfarið ár snúist um eitthvað fleira en skuldaniðurfellingu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:19

17 identicon

Þú ert kostulegur bullari Gorgeir minn Að svo miklu leyti sem hagsmunir þjóðarinnar hafa verið mínir hagsmunir hef ég barist fyrir mínum hagsmunum - að sjálfsögðu. Þú, karlinn minn, kýst að berjast við feitletranir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband