Vg getur rétt kjósendum sáttarhönd

Þingflokkur Vinstri grænna getur boðið kjósendum flokksins sátt með því að hafna Icesave-samkomulaginu. Til að Vg eigi framtíð fyrir sér þarf að bæta fyrir svikin 16. júlí þegar umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt þvert á yfirlýsta stefnu flokksins. Það er hægt að draga umsóknina tilbaka. Samþykkt Icesve-samninganna er ekki hægt að draga tilbaka.

Þjóðin vill hafna fyrirliggjandi frumvarpi og semja upp á nýtt.

Þingmenn Vg voru kjörnir á þing til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Þeir voru kjörnir út á stefnuskrá sem sagði meðal annars

  • Höldum erlendum lántökum vegna efnahagshrunsins í lágmarki og greiðum lánin upp sem fyrst, sér í lagi ef þau fela í sér íþyngjandi skilyrði fyrir heimili og fyrirtæki.
  • Stöndum vörð um hagsmuni Íslands í Icesave-málinu og lágmörkum skuldir þjóðarinnar af þeim sökum með öllum tiltækum ráðum.

Þegar frumvarpið um Icesave-samningana kemur til afgreiðslu Alþingis eru þingmenn Vg þeir sem skilja á milli feigs og ófeigs, hvort þeir heimila að stjórnvöld gangi í berhögg við vilja þjóðarinnar.


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnin hefur riðið röftum útvarpsins með ótrúlega einhliða fréttafluttningi af IceSave málinu.  Allskonar sótraftar eru dregnir á flot, gegn greiðslu, til að mæra samninginn og að gera lítið úr álitsgerðum helstu sérfræðinga þjóðarinnar sem og erlendra, á sama hátt og Steingrímur "hinn sannsögli" gerði í dæmalausu Kastljósviðtali.

 Spegill Rúv kvöldfréttaþáttarins, er augljóslega ritstýrður frá stjórnarráðinu þessi misserin, með þá Gunnar Gunnarsson og Indriða Þorláksson sem helstu fréttaskýrendur og sérfræðingar í annari hliðs málsins.  

Indriði sem gegnir embætti aðstoðarmanns fjármálaráðherra í hjáverkum, og ma. fór á kostum sem umboðsmaður og varðhundur hans í IceSave samninganefndinni, á eina fundinum sem hún hélt með samningamönnum Breta.

Svo fór sem fór.

Það sem hefur verið að gerast innan ríkisstofnuninnar rúv, hlýtur að vera einsdæmi, og eitthvað sem verður að taka sérstaklega fyrir og gera rannsókn á hvort að mismunun hafi átt sér stað í útvarpi allra landsmanna.  Td. eins og í tilfelli Indriða samningasnillings, sem fær að hrauna í einræðu og án nokkurs gagnspurninga, yfir allt og alla sérfræðingana sem eitthvað hafa við samninginn að athuga.  Þeir hafa alltaf rangt fyrir sér og einfaldlega ekki þekkingu á málefninu sem þeir eru að tjá sig um.  Hann og hans sérfræðingar vita allt betur, eins og hjá Steingrími J.  Aldrei fáum við að vita um hvað sérfræðinga er að ræða sem eru meintir andsvarendur nafngreindra sérfræðinga IceSave andstæðinga, sem hafað undirbúið sín álit án greiðslu.

Slíkan einhliða áróðurstíma hafa gagnrýnendur  samningsin ekki fengið, svo mér er kunnugt um, og örugglega ekki á hverju kvöldi.

Er búinn að fá meira en nóg af þessum Norður Kóresku vinnubrögðum stjórnvalda og áróðursskrýmsladeild Samfylkingarinnar og Baugsmafíunnar. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband