Tvö Moggahorn

Mogginn er svo undirlagður af ESB-áróðri að taka verður með fyrirvara þegar fréttir eru birtar af umræðum sem lúta að Evrópusambandinu og viðhengjum, t.d. Icesave. Af frétt blaðsins er ekki hægt að ráða hvort blaðamaður hafi setið fundinn eða byggi á heimildum.

Ef blaðamaður var viðstaddur er hann ábyggilega að fegra málstað aðildarsinna annars vegar og hins vegar fylgjenda Icesave-samningunum. Það sést á orðalaginu ,,skiptust í tvö horn" og engin nánari skýring á því hversu margir voru í hvoru horni. Lesendur Mogga vita að aðildarsinnar eru skrifaðir upp og en fullveldissinnar málaðir út í smærra og síðra horn.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öðru vísi mér áður brá!Mogginn breytist og blaðamennirnir með. Gott að eiga þess kost hér, að lýsa yfir stuðningi við fullveldissinna hér.

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Of mörg "hér" enda út í horni

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka stuðningin Helga, vil nota tækifærið og benda á glænýja heimasíðu Samtaka Fullveldissinna: fullvalda.is

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband