Ástþór illur, túlkuð Jóhanna og Evrópa hrynur

Ástþór er illur út í RÚV og maður finnur til samkenndar með misskilda snillingi íslenskra stjórnmála. Jóhanna Sig. þarf túlk til að skilja útlendinga og þeir til að botna í henni, samkvæmt Eyjunni. Allt er þetta við hæfi á kosningadegi. Heppilegur kvöldvökulestur Samfylkingar og Jóhönnu er grein Anatole Kaletsky í Times þar sem hann spáir fyrir evrópska hagkerfinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ástþór hagaði sér dónalega í þessum þætti, enda fullur af vanþekkingu, misskilningi og afneitun. Einhver þáttarstjórnandi hefði brugðizt reiður við, en Sigmar svaraði honum glæsilega, af festu og með góðum málefnarökum.

Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 15:42

2 identicon

Þetta er nú ekki fallega gert. Að sýna dásemdina í hnotskurn.

Ég held að þú sért bara svona óþekkur.

hey (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eitthvað á ég erfitt með að trúa því að fyrrverandi flugfreyja eigi erfitt með að tjá sig á ensku. Hefur það einhvers staðar komið fram staðfest að Jóhanna skilji lítið í ensku?

Sigurður M Grétarsson, 25.4.2009 kl. 18:14

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ástþór er bara Ástþór! honum ber að taka eins og hann er munið þið hverrnig sambærilegar sjónvarpsumræður voru fyrir 20 árum +? þá var líf í tuskunum, verum ekki með þetta kellingavæl, hvenær hafa pólítíkusar verið dannaðir í kringum kosningar?

Guðmundur Júlíusson, 25.4.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flaug Jóhanna ekki með Vængjum? Og var rútan ekki Reykjavík- Gjögur?

Ragnhildur Kolka, 25.4.2009 kl. 20:04

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helstu leiðtogar stórvelda, svo sem Rússlands og Frakklands, hafa hvað eftir annað gert hið sama og Jóhanna að nota túlk þegar verið að er ræða erfið og viðkvæm mál við útlendinga sem tala oft sitt eigið móðurmál.

Satt að segja hefur það allt of oft gerst að íslenskir ráðamenn hafa af einhverri óþarfri minnimáttarkennd reynt að bjarga sér á erlendu máli í samtölum við útlendinga í stað þess að jafnræði ríki með aðilum, þar sem hvor um sig talar sitt tungumál og láta túlka um að þýða hvað sagt er.  

Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er algjört aukaatriði þó Jóhanna hafi notað túlk.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Andrés Magnússon

Mér finnst samt að Jóhönnu eigi að fylgja táknmálstúlkur hvert fótmál.

Páll verður hins vegar sjálfur að finna sjálfboðaliða til þess að þýða grein Kaletsky fyrir hana.

Andrés Magnússon, 25.4.2009 kl. 23:11

9 identicon

Ekki var tungumálakunnátta Vilhjálms Hjálmarssonar upp á marga fiska þó svo að hann var um hríð ráðherra menntamála.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband