Evrópuófriður Samfylkingar

Samfylkingin boðar borgarastyrjöld á Íslandi þar sem fullveldi landsins er að veði. Forysta Samfylkingar hefði skrifað upp á Gamla sáttmála 1262 og fjögur hundruðum árum seinna hefði hún fallið á kné í Kópavogi og hyllt einveldi útlendinga. Forveri Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn, var heimili þeirra örfáu Íslendinga sem lögðust gegn stofnun lýðveldis.

Á morgun veljum við hvort Ísland eigi áfram að vera þjóð meðal þjóða eða skríða á hnjánum til Brussel.  Við kjósum Vinstri græna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á morgun kjósum við um hvort við viljum vera þjóð meðal þjóða og þátttakendur í samfélagi þjóða; hvort við viljum stöðugan gjaldmiðil þar sem verðmæti gjaldmiðils er fast og fyrirsjáanlegt.  - Hvort við viljum taka þátt eða horfa á....

Garðar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:48

2 identicon

Ég vil taka þátt í samfélagi þjóðanna og kýs þessvegna Samfylkingu.

Svo einfalt er það.....

Ína (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Einmitt, eina leiðin. Kjósum samfylkinguna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.4.2009 kl. 21:50

4 identicon

Hvernig ætlið þið að vinna saman, gott fólk, Páll og þið hér að ofan? Eða er kannski hægt að semja um samvisku VG?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Páll, ég held að við séum ver stödd nú en við undirskrift Gamlasáttmála. Hér vaða uppi smákóngar og fjármálaburgeisar bryðjandi undir sig fjármálakerfi þjóðarinnar. Hér hefur ekki verið nein stjórn á neinu. Þjóðin gat þó skrimt í sveitum þá, en nú verður hún bjargarlaus ef bændur eiga ekki fyrir áburði í vor. 

Af hverju heldurðu að Steingrímur J. hafi fengið norskan mann sem seðlabankastjóra eða norska konu til að rannsaka spillinguna? Ber þetta ekki allt að sama brunni; Gamlasáttmála 2009 hinu megin við hafið. En á hvaða lengdar gráðu veit ég ekki.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.4.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er VG sem boðar að ansa engu kröfunni um að við komumst strax að því með umsókn og aðildarviðræðum, og með Svía í forystu ESB, hvað er í boði og leggjum það svo fyrir þjóðina.
VG boðar það nú 12 tímum fyrir kosningar að fórna samstarfinu við Samfylkinguna til að hindra aðildarumsókn, samninga og þjóðaratkvæði um niðurstöðuna.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Annars ertu alltaf jafn tungljótur Páll og ekki virðir þú sannleiknann mikils. Auðvitað veist þú vel að þeir ALþýðuflokksmenn sem þú nefndir lögðust ekki gegn stofnun lýðveldisins, heldur vildu þeir bíða þar til heimsstyrjöldinni lyki. - Einnig veistu vel að engin þjóð ESB telur sig hafa misst fullveldi sitt heldur ganga þær til ESB-samstarfs til að auka ítök sín og vald á sameiginlegum málum landanna.  Með aðild fáum við áhrif og vald á málum sem okkur varðar þar sem við höfum engin áhrif í dag.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2009 kl. 00:46

8 identicon

Hinn hámenntaði stjórnmála- og evrópusérfræðingur Helgi Jóhann hefur víst gert þá stórmerkilegu uppgötvun að það sé ráðherraráðið (sem brátt verður undir forystu Svía) en ekki hin sjálfstæða framkvæmdastjórn sem fer með inntökumál umsóknarríkja, eins og áður var talið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:19

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hans, það væri þér eins og öðrum, hollt að kynna sér ákvörðunartöku-ferla og ákvörðunartöku-kerfi ESB.

Það er t.d. grunnhugsun allra ákvörðunartökuferla ESB að það er aldrei sami aðili (stofnun) sem tekur lokaákvörðun og undirbýr mál og þar á milli er þónokkuð ferli.

Það tímabíl sem er framundan verður Finni yfir embætissmannahlutanum sem undirbúr mál og Svíi yfir pólitíska hlutanum sem tekur ákvörðun. Að öllu jöfnu þarf síður að útskýra stöðu Íslands fyrir orðurlandabúum en mörgum öðrum og þeir eru líklegri til að vilja leggja sig fram um að samningur okkar yrði vænleg lausn fyrir Noreg einnig, þ.e. raunverulega lausn fyrir fiskveiðiþjóðir norðursins.

- Við vitum allir að það þýðir ekkert að koma heim með samning sem ekki er það, raunverulega lausn fyrir fiskveiðiþjóðir norðursins.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2009 kl. 02:32

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:55

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Stöðvum hraðlestina. Kjósum VG.

Sigurður Sveinsson, 25.4.2009 kl. 08:47

12 identicon

Auðvita kjósum við Vinstri græna Páll, en hjá því verður ekki komist að ræða við ESB. Það munu allir flokkar skilja, mjög fljótlega. Við reddum þessu ekki einir. Íslendingar eru veikgeðja og falla létt fyrir spilingunni. Íhugum bara "orgíuna", sem var í gangi fyrir örfáum árum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:39

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll það sem ekki var rætt um í þessarri kosningabaráttu, eykur líkurnar á að við göngum í ESB. Auðvitað er búið að semja um að það verði sótt um aðild að ESB, enda eðlilegt þar sem VG og Samfylking verða áfram í ríkisstjórn. Efnahagsmálin hefðu þurft að vera kosningamálið, hvering högum við endurreisninni.

Það eru til fjórar leiðir:

1. Hækka skatta

2. Skera niður ríkisútgjöld.

3. Örva atvinnulífið með áherslu á lítil og miðlungstór fyirrtæki.

4. Ganga í ESB.

Ljóst er að vinstri stjórn sér fyrst leiðir eitt og tvö. Vinstri stjórn sem er stjórnað  af VG og þeim hluta samfylkingarinnar sem er lengst til vinstri, er í raun ríkisstjórn gamla Alþýðubandalagsins. Hún mun ekki þekkja leiðir til þess að örva atvinnulífsins og þess vegna mun inngana í ESB verða sú leið sem valin verður. Þegar seinna hrunið kemur, verður ESB eina haldreipi stjórnvalda.

Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2009 kl. 09:56

14 identicon

Pistilinn skrifar Páll: "Á morgun veljum við hvort Ísland eigi áfram að vera þjóð meðal þjóða eða skríða á hnjánum til Brussel.  Við kjósum Vinstri græna."

Páll minn, mér er fyrirmunað að skilja hvernig réttsýnn og velhugsandi íslenskur ríkisborgari getur orðið fórnarlamb eigin rökvilla. "Garbage in - garbage out" heilkennið virðist allsráðandi í þessu skrifum þínum.

Skoðum þessar rökleysur aðeins nánar:

Rökleysa 1: "Á morgun veljum við hvort Ísland eigi áfram að vera þjóð meðal þjóða eða skríða á hnjánum til Brussel". Kosningarnar í dag eru afleiðingar uppreisnar almennings í landinu. Þjóðin (fyrir utan Sollu stirðu og Geir Maybe) reis upp og krafðist þess að vanhæf stjórn færi frá völdum. 

Gættu að því, minn kæri, að þessi afdrifaríku kaflaskil í sögu þjóðarinnar áttu sér ekki stað fyrir tilstuðlan hefðbundinna kosninga heldur reis fólk upp og kaus með fjöldaþátttöku í skipulögðum mótmælum. Við boluðum getulausum og hættulegum landráðamönnum tímabundið frá pólitískum áhrifum.

Hvað er ég að segja með þessu? Jú, ég er að reyna að benda þér á að kosningadagurinn í dag ræður engu um það hvort við verðum áfram þjóð meðal þjóða. Íslendingar hafa lært að nota órofa samstöðu til að greiða spilltum og duglausum valdhöfum frá. Það gerist ekki í sýndarkosningum eins og í dag heldur með markvissum aðgerðum fjöldans gegn flokksræðinu.

Fjöldi skoðanakannana hefur sýnt raunverulegan vilja landsmann. Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í ESB, þrátt fyrir látlausan hræðsluáróður um langt skeið. Meirihluti Íslendinga vill ekki selja sjálfstæði sitt fyrir Evrur þrátt fyrir að vera ógnað með dauða og djöfuldómi ef þeir hoppi ekki inní Evrópuhraðlestina.

Rökleysa 2: "Við kjósum Vinstri græna", eða hvað gerir þú ef þú hefur val um að vera hengdur eða skotinn? Ef um stjórn VG og samspillingarinnar verður að ræða að loknum þessum sýndarkosningum þá verður það væntanlega vegna þess að flokkarnir gera með sér málefnasamning. samspillingin hefur hamrað á því að þau ætli að keyra inngöngu í ESB í gegn, hvað sem það kostar. VG er ekki trúandi til að standa á móti gylliboðum samspillingarinnar frekar en þau gátu staðið á móti eftirlaunafrumvarpinu á sínum tíma. Í íslenskum stjórnmálum hefur allt verið falt fyrir völd og áhrif.

Við viljum ekki láta ESB leiða okkur til slátrunar. Við höfnum blóð-Evrunni og boðum og bönnum Evrópusambandsins. Við höfnum Evrópumafíunni sem vílaði ekki fyrir sér að knésetja íslenskt hagkerfi með hryðjuverkalögum.

Lítum þess í stað í vesturátt og könnum möguleika á inngöngu/samningum við NAFTA og upptöku dollars (USA eða Kanada) og leggjum þeim þjóðum lið sem brutust undan ofríki og ánauð gamla Evrópska léns- og kóngaveldisins. Stöndum í lappirnar og hittumst í júníbyltingunni á Íslandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:38

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það urðu engar borgarastyrjaldir í Noregi þegar kosið var tvívegis um aðildarsamninga að ESB. Það er einkennileg sýn á lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur að slíkt jafngildi borgarastyrjöldum.

Samanburðurinn við 1262 er út í hött. Þá hafði raunveruleg borgarastyrjöld ríkt á Íslandi á milli stríðandi fylkinga með tilheyrandi mannfalli og ógnarverkum.

Gróðæris-kynslóðir fyrstu alda Íslandssögunnar höfðu hoggið mestallan skóg á landinu og ekki lengur hægt að halda uppi lífsnauðsynlegum samgöngum við önnur lönd nema Noregskonungur skaffaði skip til þess.

Menn úr öllum stríðandi fylkingum höfðu búið sig undir það óhjákvæmilega að ganga til nauðasamninga við Noregskonung, og það var aðeins tilviljun að það varð Gissur Þorvaldsson en ekki Þórður kakali eða einhver annar höfðingi sem tók hlutverkið að sér.

Brennivínsslag bjargaði Þórði kakala frá þeim örlögum og öxin Snorra Sturlusyni.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 14:37

16 identicon

Ég minni á samvisku VG, varðandi ESB, hvort hún sé til sölu. Enginn vill svara því. Ég spái því að VG fari í samstarf við Samfylkingu þar sem stólarnir virðast hafa meira aðdráttarafl heldur en samviska þeirra. Steingrímur lætur bara sumarið líða, fyrst ekki má ræða þetta í sumar. Það kemur alltaf aftur haust. Þannig er pólitíkin.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 17:11

17 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband