Stóra Evrópublöffið

Samfylkingin tókst að plata þjóðina með áróðri um að innganga í Evrópusambandið væri bjargræði Íslands. Skítug upp fyrir haus af fjármálahruni og mútustyrkjum vinnur Samfylkingin stórsigur í kosningunum. Þegar Samfylkingin verður rukkuð um inngönguloforðið blasir við að höfuðvígi andstæðinga aðildarumsóknar, Vinstri grænir, munu ekki ljá máls á því. Samfylkingin verður að leita annað og þá er Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin nærtækur kostur.

Miðað við kosningaloforðið verður Samfylkingin að láta á það reyna að setja saman ríkisstjórn Evrópusinna. Samfylkingin mun hins vegar ekki þora í þriggja flokka stjórn með óreyndu liði. Í Samfylkingunni ráða tækifærissinnar en þeir eru tæplega svo skyni skroppnir að veðja á þriggja flokka einsmálsstjórn.

Til hamingju með blöffið, Samfylking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta eru stór orð. Ertu viss um að undirrót þeirra sé ekki gremja? Yfir 40% kjósenda VG vilja aðildarviðræður og t.d. skrifar einn frambjóðandi þeirra fyrir slíku í Fréttablaðinu í gær.

Páll Geir Bjarnason, 25.4.2009 kl. 23:37

2 identicon

Ég veit það ekki.

Líklega fer Evrópulestin á hálfri ferð með VG innanborðs.

Það er þó skárra en ekkert. Ef hún tapar skriðþunga er ólíklegra að henni takist að bruna í gegn um hindrun heilbrigðrar skynsemi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:46

3 identicon

Ekki gleyma að minnast á herforingja ESB trúboðsins.

Það eru kasljósin hjá RÚV sem matað hafa sauðsvartan almúgan á einhliða áróðri. Bara ein skoðun leyfð á þeim bæ.

Enn og aftur. Það er verk fyrir eftirlitsnefndina að skoða hvernig fréttamenn komust upp með að leiða og stjórna allri umræðu fyrir kosningarnar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:09

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er að sjá að allt ESB fylgið hafi varpað öðrum skoðunum sínum til hliðar og kosið xS. Væri þetta skoðanakönnun mætti þá kannski segja að 70% þjóðarinnar er andvíg inngöngu

Haraldur Baldursson, 26.4.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband