Samfylkingarfréttastofan RÚV

Kosningaskrifstofa Samfylkingar gæti hafa lagt niður fréttamatið fyrir fréttastofu RÚV síðasta kvöldfréttatímann fyrir kosningadag. Ekkert sem gæti sett Samfylkinguna og pólitík hennar í slæmt ljós skyldi á öldur ljósvakans.

Tvær fréttir í dag sem ættu erindi á fréttastofu með lágmarksmetnað: Fyrrum viðskiptaráðherra er uppvís að lygaþvælu um styrki frá Baugi. Í öðru lagi grænbók Evrópusambandsins um fiskveiðistefnuna sem sýnir svart á hvítu að hlutfallslegur stöðugleiki er hugtak sem ekki heldur vatni. En ákkúrat það hugtak er akkeri Samfylkingar og á að tryggja að flotar Evrópuþjóðanna leggi ekki undir sig Íslandsmið. Það stappar nærri faglegum fábjánahætti að fjalla ekki um þessa frétt.

Hvað fengum við í staðinn? Jú, það var hraunað yfir Kollu umhverfisráðherra, löng frétt um nefnd varaformanns Samfylkingarinnar sem byrjað var á í hádeginu og segir frá öllu því sem Samfylkingin ætlar að gera fyrir skilnaðarfjölskyldur landsins.

Þetta er einfaldlega ekki boðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Páll og gleðilegt sumar.

Það er ein assgoti góð „fréttastofa“ sem virðist starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Kíktu á tvær síðustu færslurnar á blogginu mínu.

Góða skemmtun.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.4.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sem maður upplifir sem sorglegt eru fréttir eins og RÚV bauð okkur upp á í dag (heyra hér...c.a. miðja fréttatímans). Þar var því haldið fram að Ölgerðin væri að missa af 200-300 milljóna tekjum af því að breskir bjór-heildsalar gætu ekki sætt sig við flökt krónunar. Ég er voða smeykur um að menn séu að rugla saman hlutum eða að fara með ósanngjarnan áróður.

  • krónan gerir innlendan tilkostnað sögulega lágan fyrir útflutningsfyrirtæki
  • samningar útflutningsfyrirtækja eru ekki gerðir í krónum
  • verðskráin tekur ekki mið af krónunni
  • ef ekki er hægt að selja vörur framleiddar á Íslandi með krónuna þetta lága er ekki líklegt að þessi vara sé seljanleg

Mín ályktun þarna var áróðri gegn krónunni beitt, á heimskulegan máta.

 Útflutningurinn okkar er okkar líflína, þessu betri skilyrði sem honum eru boðin, þessu líklegri erum við til að komast í gegnum þessa kreppu. Krónan er það tæki sem tryggir lágan innlendan tilkostnað. Þegar við siglum út úr kreppunni, sem við munum gera, þá mun krónan laga sig að því með því að styrkjast. Það er ekki komið að Dómsdegi enn

Haraldur Baldursson, 24.4.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég trúi ekki að RÚV sniðgangi fréttina um Grænbók ESB. "Hlutfallslegur stöðugleiki" eru töfraorðin sem Samfylkingin hefur flaggað núna í 200 daga samfellt sem hinni öruggu vörn fyrir íslenska útgerð eftir inngöngu í ESB. Nú er þessi vörn að engu orðin og það er frétt. Stórfrétt.

Haraldur Hansson, 24.4.2009 kl. 19:11

4 identicon

Takk fyrir þetta innlegg.  Kastljósin á fréttastofum RÚV eru fráleitt hlutlaus.

Ástunda trúboðið fyrir Samfylkinguna. - Breyta skrifum geðvondra bloggara í fréttir. Vinna ekki vinnuna sína sumsé.

Sem betur fer ætla eftirlitsmenn RÖSE að fylgjast með fjölmiðlum í þessum kosningum. 

Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:13

5 identicon

http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/blog/2009/4/24/samfylking-kaerd-fyrir-landrad/

Samylkingin kærð fyrir landráð í dag og hefur ekki birst í neinum fjölmiðli.

ganjha (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:22

6 identicon

Það er fleira ekki boðlegt, svona í tilefni þess að það eru alþingiskosningar á morgun. Páll Vilhjálmsson er afdráttarlaus stuðningsmaður VG og hefur hvatt okkur hin til að kjósa þá. Hann er jafnframt einhver harðasti andstæðingur ESB aðildar, sem er gott mál. Samt hlustum við á formann VG tippla á tánum kringum eld Samfylkingar, eins og á RUV í kvöld, sem leggur ofuráherslu á aðild, hvað sem það kostar. Hvernig í dauðanum eiga þessir tveir flokkar að vinna saman næstu fjögur árin? Nema annar lúffi algjörlega. Er þessi kosningabarátta boðleg? VG svífur á óánægjufylgi Sjálfstæðismanna og VG tipplar á tánum kringum eldinn til að þurfa ekki að svara spurningum afdráttarlaust? Allt fyrir stóla og völd.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Allt stefnir í, að næsta ríkisstjórn verði samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksina og Vinstri Grænna.

Samfó er ekki stjórntæk, meðan hún er með áform um landráð á heilanum.

Val allra sannra Íslendinga á því að vera auðvelt.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.4.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband