Björgvin á flótta undan Baugsstyrk

Hallærislegasta fyrirbrigði sem til er hlýtur að vera stjórnmálamaður á flótta undan fjölmiðlum daginn fyrir kosningar. Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra og efsti maður á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi lætur ekki ná í sig í dag, samkvæmt visir.is, vegna þess að hann er flæktur í eigin lygaþvælu.

Svili Björgvins, Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur og fyrrum stjórnarmaður í Baugsbankanum Glitni, kemur fram sem kosningastjóri Björgvins og harðneitar að fallni viðskiptaráðherrann hafi fengið styrk frá Baugi. DV hafði sagði frá þessum styrk. Lygin stendur í nokkra daga en þá viðurkennir samstarfsmaður Björgvins, Tómas Þóroddsson, að litli maðurinn með bassaröddina hafi fengið styrkinn.

Og Björgvin G. Sigurðsson lætur ekki ná í sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hvað á þetta að þýða að vera að þjarma að þingmönnum Samfylkingarinnar degi fyrir kosningar. Þeir eru búnir að svara því skýrt og skorinort að þeir ætli sér ekki að fara að ræða um svona mál rétt fyrir kosningar.

Fréttastjóri Fréttablaðsins er þeim alveg sammála og tekur svona mál ekki upp!

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Var Árni Páll Árnason búinn að gefa upp hvað hann fékk í styrk frá Baugi og FL Group?

Jón Baldur Lorange, 24.4.2009 kl. 17:37

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Ég var að velta því fyrir mér hvort fólk sé alveg búið að missa sig í æsingi. Sjálfstæðisflokkurinn fær 50 milljóna styrk og flestir frambjóðendur margar milljónir en sá maður sem er að mestu leyti að reka kosningabaráttu sína á eigin reikning er úthrópaður vegna smá-aura. Er þetta í lagi ! Hvað getur aumimgja maðurinn gert að því þó einhver maður úti í bæ sé að ljúga einhverju ,ef svo er. Hvað sem segja má um Björgvin þá er þetta bara rugl ! Annars virðist sem allir fjölmiðlar séu algjörlega búnir að missa sig í ruglinu sem landið býr við.

Einar Ólafsson, 24.4.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband