Írskt bankahrun vegna evru

Írsk stjórnvöld tilkynntu í kvöld að Anglo Irish bank yrði þjóðnýttur til að verjast gjaldþroti. Fjárlagahalli ríkissjóðs 10 prósent en á að vera innan við 3 prósent samkvæmt ákvæðum Maastrict-samkomulagsins fyrir evrulönd. Atvinnuleysi stefnir í 12 prósent.

Evran er að sliga Írland. Um fimmtungur af útflutningi Íra fer til Bretlands. Breska pundið hefur lækkað um 30 prósent gagnvart evru á síðustu mánuðum. Útflutningsgreinar eru rekar með stórfelldu tapi.

Til að bæta gráu ofaná svart ákvað tölvuframleiðandinn Dell að flytja starfsemi sína frá Írlandi til Póllands. Starfsemi Dell á Írlandi er um fjögur prósent af þjóðarframleiðslunni.

Með írskt pund hefðu Írar átt möguleika til aðlögunar sem þeir hafa ekki með evru.

Írska ríkisstjórnin fer þess á leit við opinbera starfsmenn að þeir samþykki launalækkun á línuna.

Þegar Írar ganga aftur í kjörklefana til að greiða atkvæði um Lissabon-sáttmálann sem þeir hafa einu sinni hafnað er líklegt að þeir hafni honum öðru sinni - þó ekki sé nema í þeirri von að þeim verði sparkað út úr Evrópusambandinu.

 


mbl.is Anglo Irish Bank þjóðnýttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þetta er bara byrjunin á hörmungum Íra.  Í raun er það aðeins tvennt sem getur forðað þeim frá svipuðum hörmungum og við höfum lent í. 

Það fyrra er að segju upp evrunni strax áður en hún gengur frá atvinnulífi þeirra endanlega.  Stór hluti af "nýatvinnulífi" þeirra er með erlendu eignarhaldi.  Þessi alþjóðlegu fyrirtæki voru ekki að fjárfesta á Írlandi til þess að tapa peningum.  Þessi fyrirtæki fara ef evran lætur ekki undan.  Þýskaland segir nei og á meðan blæðir Írunum.

Hið seinna er að afturkalla fljótfærni þeirra að ábyrgjast allar innistæður í Írskum bönkum (útvöldum reyndar og Óli Björn er ekki ennþá búinn að skrifa grein um málsóknir vegna meintar mismunar).  Írska ríkið hefur ekki burði til þess og á það bentu virtir hagfræðingar þegar sú gjörð var kunngerð.  Írskir sparifjáreigendur eru að átta sig á því að þeir eru ekki eins öruggir og þeir héldu og hvað gerist þá?  Bankahrun?  Allavega er það kraftaverk að Írska ríkið verður ekki búið að þjóðnýta alla banka landsins fyrir sumarbyrjun.  Og hvernig fer þá með innistæðurnar.  Ætla Írskir skattgreiðendur að sætta sig við að greiða fyrir bretana líka?  Allavega þá er mikil gerjun í gangi.

Ég hef áður lagt það til að ef Evrópuráðherrarnir Ingibjörg og Þorgerður vilji okkur inní ESB þá þarf það að gerast fyrir febrúarlok.  Eftir þann tíma verður vandfundinn sá vitleysingur sem vill fara þar inn eins og ástandið verður þar í vor og sumar.  

Hvert verður þá aðalstefnumál Samfylkingarinnar.  Herða aðförina að unga fólkinu.  Gæti fallið í kramið hjá nokkrum gamalmennum sem trúa því ennþá að lífeyrir þeirra lifi þó unga fólkið fari.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 15.1.2009 kl. 22:07

2 identicon

Írar fóru þá leið í samkeppni sinni um innlán við Breta að segjast myndu tryggja allar innstæður í bönkum. Þetta gerðu þeir þótt þeir vissu að þeir gætu engan veginn staðið við það.

Anna María (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, bankaábyrgðin nemur 228 prósentum, þ.e. tvöhundruðtuttuguogátta, af þjóðarframleiðslu Íra. Við verðum að vera stand-by með neyðarlán handa frændum okkar.

Páll Vilhjálmsson, 15.1.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

David Mcwilliams er klár náungi sem skrifar góðar greinar og býr til enn betri sjónvarpsþætti um írsk efnahags/þjóðfélagsmál. Ég mæli eindregið með honum. Skoðið heimasíðu hans. Hér er linkur á greinarnar sem hann skrifar reglulega:

http://www.davidmcwilliams.ie/category/articles

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.1.2009 kl. 22:36

5 identicon

Páll! Lána Írum!  Hvernig væri nú að hóa í bankakallana þá Sigurjón, Hreiðar og Bjarna og endurlána Írum af IMF-láninu okkar?  Þeir kunnu sko að gera góða díla á sínum tíma!

En ef Írar eru að taka á sig launalækkun þá er það óbein aðlögun að breyttum aðstæðum og Evran ekki endilega skaðvaldur til lengdar!

Magnús! Ætlið þið þingmenn stjórnarandstöðunnar að sitja á vorþinginu?  Hvernig væri að gera alvöru gagn og láta ekki sjá sig?  Þið mynduð vaxa talsvert í áliti við það enda ekkert fyrir ykkur að gera þarna nema lesa tilkynningar frá Stjórninni.

Ríkisstjórn og þing yrði hins vegar óstarfhæft af ýmsum ástæðum!

TH (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:26

6 identicon

Írar hafa, líkt og íslendingar, farið dálítið offari í góðærinu, þó ekki hafi þeir gert hlutina jafn "grand". Ógæfa þeirra felst m.a. í því að Bretar, þeirra helsta viðskiptaþjóð, hefur ekki tekið upp evru - kannski fara Bretar að sjá ljósið.

Verðum við ekki að vona, Íranna vegna, að þeir taki ekki íslendinga sér til fyrirmyndar varðandi ábyrgðir á innlánum?

sigurvin (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 03:10

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Irar eru að fá að heimildir til auka hallareksturs fjárlaga hjá EU sem gerir þeim kleift að Þjóðnýta banka sem þennan. Það er til vitnis um að EU og myntsamstarfið er að virka í það minnsta hvað það varðar. Það verður samt gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu ef allir bankarnir þeirra fara fram á hengiflugið eins og líklegt er orðið. Ætli EU gangi alla leið ?

Guðmundur Jónsson, 16.1.2009 kl. 08:23

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo mun í ljós koma, að Bretar eru ekki aflögufærir og munu EKKI kaupa írskar vörur umfram breskar.

Því mun enn hallast á merinni, þegar áfallið af næsta ,,defult" hruni í BNA kemur að ströndum Bretlands.

Talið er, að með afar varfærnu áliti, að 35% af erl. verðbréfaeign breskra banka sé úr ,,vöndlaverksmiðjum" í BNA.

60 mínútur gerðu þátt um væntanlega flóðbylgju greiðslufalls á bréfum.  Þar eru vöndlar margir sem seldir voru til Evrópu af Goodmann og Singmann, eins og Nóbelskáldið kallaði þá.

Goodmannarnir sem keyptu í Evrópu, lögðu svo enn á og seldu bönkum í sínum ,,heimalöndum" efnuðust gífurlega en nú sitja bankarnir uppi með ónýt bréf og eitt er algerlega öruggt.  ÞEIR MUNU EKKI GERA KRÖFU Á RÍKI BANDARÍKJANNA UM GREIÐSLU LÍKT OG NÚ ER GERT VIÐ okkur vegna jöklabréfa!!!!!!!!   enda myndu kanarnir bar fara að skellihlæja

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.1.2009 kl. 09:28

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Evran er að sliga Írland," segir þú.

Og skýringin? "Um fimmtungur af útflutningi Íra fer til Bretlands. Breska pundið hefur lækkað um 30 prósent gagnvart evru á síðustu mánuðum."

Það er semsagt evrunni að kenna að breska pundið hefur fallið! Hverskonar kjánaskapur er þetta eiginlega??

Ennfremur: "Möguleikar til aðlögunar" eru einmitt það sem hefur sett allt hér í kalda kol. Hvers vegna? Vegna þess að gengisfellingar eru ekkert annað en blekkingar sem aðeins virka í skamman tíma. Þekkir þú virkilega ekki þá sögu? 

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2009 kl. 10:13

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er merkilegt hvað menn geta dregið ályktanir og gefið sér forsendur fyrir - bara til að sannfæra aðra um að Evran sé fjandmaður fólksins. Svo virðist sem írar þakki guði sínum fyrir að þeir hafi Evru en ekki gamla pundið sitt núna því þá væru þeir á botninum í skítakamrinum eins og við - núna.

Held að réttara væri að segja "Breska pundið er að sliga Írland" - enda að sýna sig að íhaldssemi Breta á pundið er að koma þeim um koll. Ljóst að þeir naga sig í handabakið núna að hafa ekki skipt yfir í Evru þegar tími gafst til.

Þór Jóhannesson, 16.1.2009 kl. 10:49

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, hafa Írar þakkað fyrir að vera með evruna. Forsætisráðherra Íra hefur vissulega gert það, Evrópusambandssinninn Brian Cowen, en hann verður nú seint talinn hlutlaus.

Hvernig ætli ástandið væri annars hér á landi ef við hefðum verið með evruna undanfarin ár? Lága vexti ofan í þensluna, hátt skráða evru o.s.frv. Hvernig stæðu útflutningsgreinarnar okkar núna? Hvernig væri vöruskiptajöfnuðurinn? o.s.frv. Við værum þá að öllum líkindum í eldinum í staðinn fyrir að vera í öskunni. Svona eins og Írar nú. Og því miður er ballið aðeins að byrja á evrusvæðinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 10:53

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þór:
Tja, nýjar skoðanakannanir í Bretlandi benda einmitt til þess að mikill meirihluti Breta vilji alls ekki evruna eins og hingað til. 64% vilja ekki evruna samkvæmt einni slíkri sem gerð var fyrir nokkrum dögum, aðeins fjórðungur vill hana. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti erum við að tala um að 72% vilji ekki evruna þar í landi samkvæmt könnuninni.

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/769860/

Gaman væri því að vita hvernig þú færð það út að ljóst sé að Bretar nagi sig í handabökin að hafa ekki tekið upp evru. Hvað hefurðu fyrir þér í því?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 10:59

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bíddu rólegur Hjörtur - það er hægt að naga sig í handabökin þó almenningur átti sig ekki á alvörunni. Þegar Breska bankakerfið hrynur á vordögum (og þetta vita auðvitað allir sem vilja vita) þá kæmi sér nú vel fyrir þá að standa í skjóli Evrunnar!

En and-evru sinnar þola auðvita ekki þennan styrk miðlisins. Og svo náttúrulega má banda á að það er ekki Evrunni eða ESB að kenna þó yfirvöld í Írlandi hafi fari illa að ráði sínu í efnahagsmálum - ekki frekar en í Búlgaríu eða Lettlandi, þetta er að miklu leyti (ekki öllu eins og hér) heimatilbúinn vandi vegna vanhæfra og spilltra stjórnmálaafla og handótnýtrar ný-frjálshyggju græðgi í peningamálum.

Þór Jóhannesson, 16.1.2009 kl. 11:29

14 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er sitthvað, bankakreppa og gjaldeyriskreppa, þótt gjaldeyriskreppa geti vissulega valdið bankakreppu og öfugt.  Á Írlandi er bankakreppa en sem betur fer ekki gjaldeyriskreppa, af því þeir eru með evru.  Á Íslandi varð bæði bankakreppa og gjaldeyriskreppa, vegna krónunnar, og það er sú síðarnefnda sem er verri fyrir almenning.

Svo eru Bretar ekki búnir að bíta úr nálinni með pundið, ég yrði ekki hissa þótt þeir lentu í frekari vandræðum (enda sum hættumerkin svipuð þar og hjá okkur Íslendingum), og þá vildu þeir eflaust evruna upptekið hafa.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.1.2009 kl. 14:13

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þór:
Það má lengi reyna að snúa sig út úr hlutunum. Þú sagðir að Bretar nöguðu sig í handabökin yfir því að hafa ekki tekið upp evruna. Það er ekkert sem bendir til þess heldur þvert á móti. Þá gefur þú í skyn að þeir geri það en átti sig bara ekki á því?! Jæja...

Við skulum nú sjá til hvort evrusvæðið hrynji ekki fyrst. Það er a.m.k. meingallað eins og ófáir hafa bent á og hefur t.a.m. aldrei uppfyllt skilyrðin í kenningu Roberts Mundells um hið hagkvæma myntbandalag.

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/455322

Þess utan mætti segja það nákvæmlega sama um krónuna, það er ekki henni að kenna hvernig mál hafa þróast heldur hvernig henni hefur verið beitt. En íslenzka myntsvæðið býr þó ekki við þann grundvallarvanda evrusvæðisins að hagkerfin á því eigi í raun litla sem enga samleið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 17:54

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vilhjálmur:
Við skulum spyrja að leikslokum og sjá hvernig evrusvæðinu muni reiða af. Það eru vægast sagt skiptar skoðanir um það hvernig það muni koma út úr þessu öllu saman.

Þess utan er ekki að sjá að Evrópusambandið hafi getað hjálpað ríkjum sínum að neinu ráði í þeim vandræðum sem þau eru flest stödd. Tvö þeirra hafa þurft að leita eftir gjaldeyrisaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vangaveltur eru um að bæði Grikkir og Írar gætu þurft að gera slíkt hið sama. Og þá er alls ekki útilokað að enn fleiri ríki Evrópusambandsins þurfi að leita á náðir AGS. Útlitið er auk þess ekki gott fyrir Spán og Portúgal. Hvar er bjargvætturinn, Evrópusambandið og seðlabanki þess? Hvergi, enda er Seðlabanki Evrópusambandsins ekki lánveitandi til þrautavara og hefur því litla aðstoð getað veitt.

Evrópusambandið er einfaldlega eins og ímynduð vin í eyðimörk.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband