Arabasnúningur Kaupþings

Kaupþingsmenn keyptu sér tiltrú með auglýsingu um að emírsfjölskyldan í Katar hefði keypt fimm prósent í bankanum í september þegar ljóst var að hverju stefndi. Það sem var tortryggilegt við þessi kaup var að þau voru skráð á félag sem gagngert var stofnað til að kaupa hlutinn. Það er svo íslenskt að stofna félag um kaup á hlut í banka. Brellukarlarnir í Kaupþingi létu svo heita að emírinn væri langtímafjárfestir.

S-hópurinn svokallaði sem voru Finnur Ingólfs, Ólafur Ólafs og fleiri framsóknarmenn keyptu Búnaðarbankann og þóttust hafa í liði með sér þýskan banka en það reyndist blekking. Búnaðarbankinn rann inn í Kaupþing og gerði nokkra menn milljarðamæringa.

Þegar frá líður hruninu og fleiri lygar komast upp á yfirborðið verður bert hvað þeir voru margir sem gengu vitandi vits ljúgandi um götur og torg.

 


mbl.is 25 milljarða króna greiðsla týnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta hefur sennilega verið hlut af blekkingunni.
Hreiðar Már lek ekki vel í viðtali sem sýnt var í fréttunum í kvöld.

Heidi Strand, 14.1.2009 kl. 21:45

2 identicon

Sandveð heitir það!

Er samt hræddari við hvað Kaupþingsmenn, útrásarmenn, Össur, forsetinn o.fl. gerðu í Katar en hvað þeir gerðu ekki?  Hvaða efnislegu verðmæti voru "seld" að okkur forspurðum - LV (orkan og vatnið)?

Landið var selt en kannski þurfti ekki einu sinni að borga fyrir það?

TH (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:15

3 identicon

TH: Össur var víst í dubai um þar síðustu helgi. Væntanleg mikið busy þessa dagana. Ég deili þessum áhyggjum með þér, þó forsetinn, össur og company haldi að þau séu svaka klár þá eru þau lítill fyrirlitlegur munnbiti hjá þessum þjóðum sem búa ekki við mikið lýðræði. (reyndar gerum við það ekki heldur þannig að þeir skilja væntanlega vel hvern annan)

Váli (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:46

4 identicon

Er það virkilega, Váli!

Snjallt hjá Sheikunum að hitta Össur og félaga í Dubai!  Eini staðurinn sem alsjáandi auga Allah sér ekki og hægt að fá sér neðan í því yfir lokkandi samningaviðræðum!  Sheikarnir skipta út mönnum á meðan Össur og félagar síga neðar og neðar við samningaborðið.

Hverjir fóru með Össuri að þessu sinni?

TH (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:00

5 identicon

Það er magnað sem þú minnist á með Óla Óla og Finn Ingólfs. Hreint með ólíkindum að hið opnbera skuli ekki hafa athugað hvort að þessi litli sparisjóður í þýskalandi (sem S-hópurinn lét líta út fyrir að væri stórbanki sem ætti að vera kjölfestufjárfestir) kannaðist eitthvað við það að ætla að kaupa Búnaðarbankann. En það var aldrei athugað, svo kom á daginn þegar kaupin áttu að fara í gegn að enginn á þeim bænum kannaðist við neitt. Óli og Finnur búnir að blekkja stjórnvöld (reyndar er ég stórefins um að nokkur hafi verið blekktur nema almenningur) og þeir félagarnir fengu bara landsbankann til að lána sér kjölfestuna í bili.

Salan á þessum banka hefur alltaf legið undir ámæli fyrir spillingu. Í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar (sem var stutt guði sé lof) var það ákveðið með einu pennastriki að ekki þætti nokkur ástæða til þess að rannsaka söluferlið á bankanum, enda hefðu vinir Dóra, þeir Óli og Finnur orðið út ataðir hefði sá skítur lent í viftunni og því full ástæða til að hlífa þeim við því.

BT (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 08:14

6 Smámynd: corvus corax

Það er svo einkennilegt að alltaf þegar ég heyri minnst á glæpamenn og þá sérstaklega þjófa og fjársvikara sé ég alltaf fyrir mér smettin á Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni. Skrítið ekki satt?

corvus corax, 15.1.2009 kl. 13:13

7 identicon

Við þurfum að byggja fangelsi í Surtsey og senda alla þessa glæpamenn þangað.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband